Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 28
28 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009
Á Sogni í Ölfusi er rekin eina réttargeðdeild landsins, á deildinni eru
vistaðir ósakhæfir öryggisgæslu
sjúklingar, og þar er pláss fyrir sjö.
Á Sogni er veitt íhlutun sem stuðlar
að aukinni færni skjólstæðinga til að
takast á við daglegt líf fyrir utan stofn
un. Haft er að leiðarljósi að veita fag
lega og persónulega þjónustu sem
tekur mið af andlegum og félagslegum
þörfum sem og færni skjólstæðingsins.
Lengi voru ósakhæfir einstaklingar
hér á landi vistaðir í fangelsi og fengu
ekki þá sérfræðilegu aðstoð sem þeir
þurftu á að halda. Um tíma voru þeir
sendir úr landi á viðeigandi stofnanir.
Réttargeðdeildin að Sogni var stofn
uð 4. október 1992 og hefur lengst af
tilheyrt Heilbrigðisstofnun Suðurlands
(HSU). Síðan 1. apríl 2009 tilheyrir
Réttar geðdeildin að Sogni geðsviði
Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH),
en þaðan koma geðlæknir, sálfræðingur
og félagsráðgjafi einu sinni til tvisvar í
viku. Auk þeirra starfa á deildinni
fjórir hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi í
hluta starfi og nítján öryggisgæslumenn
auk staðarhaldara og starfsfólks í
eldhúsi.
Í íhlutuninni er leitast við að koma á
góðu dagskipulagi þar sem áhersla er
lögð á jafnvægi milli vinnu, tómstunda
og hvíldar. Mikil áhersla er lögð á
virkni skjólstæðinganna og þátttöku
þeirra í starfsemi deildarinnar, svo sem
við þrif og viðhald hvers konar.
Hefðbundinn dagur hefst eins og á
öllum venjulegum heimilum á morg
un verði og síðan er morgunfundur.
Tilgangur morgunfundarins er marg
víslegur, hann er meðal annars vett
vangur til að taka upp hin ýmsu mál,
koma á framfæri upplýsingum og bera
fram óskir um hluti eins og bæjarferðir
eða heimsóknir.
Markmið morgunfundarins er að:
• Byrja daginn sameiginlega
• Kynna starfsemi dagsins og skipta
niður verkefnum
• Meta/auka færni skjólstæðinga til að
tjá sig í hóp
Iðjuþjálfun á réttargeðdeildinni
Sogni
■ Fanney Björg Karlsdóttir
iðjuþjálfi
Réttargeðdeildin að Sogni