Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 29
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 29
• Meta skjólstæðinga með tilliti til
samskipta og hvernig þeir vinna úr
upplýsingum
• Efla frumkvæði skjólstæðinga
Að loknum morgunfundi eru heim
ilis þrif. Ætlast er til að skjól stæð ingar
taki virkan þátt, unnið er eftir ákveðnu
skipulagi og lagt er upp með að gæslu
menn og skjólstæðingar vinni verkin
saman. Gæslumenn, sem margir hverjir
eru menntaðir félagsliðar, sinna því
mikilvæga starfi að vera fyrirmyndir
skjól stæðinganna og ganga á undan
með góðu fordæmi.
Yfir vetrartímann er boðið upp á
einingabært nám á Sogni, kennari
kemur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
tvisvar í viku. Flestir þeirra sem eru á
Sogni nýta sér þennan möguleika og
eru dæmi þess að skjólstæðingar hafi
útskrifast sem stúdentar meðan á
vistinni stóð.
Iðjuþjálfun á Sogni
Markmið með iðjuþjálfuninni er að:
• Meta virkni og færni skjól stæð
ings ins við eigin umsjá, atvinnu og
tómstundir
• Efla frumkvæði skjólstæð ingsins til
framkvæmdar athafna
• Áhugahvetja og virkja skjól stæð
inginn í eigin ákvarðanatöku/efla
eigin áhrifamátt
• Efla og/eða viðhalda færni skjól
stæðingsins að því marki sem hann
kýs og er fær um
• Stuðla að jafnvægi í daglegu lífi,
þannig að skjólstæðingurinn geti lifað
sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og
verið ábyrgur og virkur í þjóð
félaginu
Í iðjuþjálfun á Sogni hef ég haft
Líkanið um iðju mannsins (Model of
Human Occu pation MOHO) að
leiðarljósi, en þar er lögð áhersla á
áhugahvöt ein staklingsins til að stunda
iðju, sem hentar lífsstí l hans og
venjum.
Í fyrsta skiptið í sögu staðarins eru nú
eingöngu karlmenn á Sogni. Meðal
aldurinn er frekar lágur og meirihluti
skjólstæðinganna hefur átt við alvar
legan vímuefnavanda að stríða. Margir
hafa litla sem enga vinnusögu og skóla
gangan hefur verið slitrótt. Einbeiting
og úthald til verka er af skornum
skammti og áhugi til hvers kyns iðju
lítill eða í sumum tilfellum enginn.
Í iðjuþjálfun er leitast við að auka
færni skjólstæðingsins í athöfnum
daglegs lífs. Miðað er við „fyrsta stig“
starfsendurhæfingar þar sem lögð er
áhersla á mætingu, einbeitingu, frum
kvæði til verka, verkgetu, skipulag og
framkvæmd athafna/verka svo eitthvað
sé nefnt.
Markmið atvinnutengdrar endur
hæfingar á Sogni er að meta og/eða
þjálfa:
• Mætingu skjólstæðingsins
• Hvort skjólstæðingurinn geti farið
eftir leiðbeiningum
• Úthald skjólstæðingsins til vinnu
• Verkgetu og skipulagningu skjól
stæðingsins
• Hvernig skjólstæðingurinn gengur
um áhöld, verkfæri og almennt um
vinnusvæðið
Til þess að þetta sé mögulegt er
mikilvægt að boðið sé upp á verkefni
sem vekja áhuga og forvitni einstak
lingsins.
Starfsemin í iðjuþjálfuninni á Sogni
fór frekar hægt af stað síðastliðið haust
og með orðatiltækið „Góðir hlutir
gerast hægt“ í farteskinu lagði ég upp
full bjartsýni. Ég byrjaði á því að taka
til í iðjuaðstöðunni, hafði dyrnar opnar
og skapaði hin ýmsu hljóð til að auka á
forvitni þeirra sem mögulega áttu leið
fram hjá. Strákarnir litu inn til mín,
fullir tortryggni, enda var ég gjör
samlega óþekkt stærð í þessu samhengi
og það þarf að skapa traust við svona
aðstæður. Ekki leið á löngu þar til tveir
af þeim voru komnir með tusku í hönd
og voru farnir að aðstoða við þrifin.
Svona liðu vikurnar, það kom oft fyrir
að ég sat ein, með gæslumanni, í iðju
þjálfuninni fyrir hádegi en svo rak einn
og einn inn nefið eftir hádegið. Það var
ekki mikið um framkvæmdir eða
iðjusemi, einn sem greip í pensil stöku
sinnum og galdraði fram á nokkrum
mínútum fallegar hestamyndir. Einn
prjónaði eina og eina húfu, annar
reyndi að setja saman módel. Mörg
undanfarin ár hafa Sognverjar tekið að
sér að pakka kortum af öllum stærðum
og gerðum fyrir fyrirtæki úti í bæ,
haustið var engin undantekning en nú
brá svo við að áhuginn á þessari vinnu
var ekki mikill. Aðeins einn skjól
stæðingur var virkur í þessari pökk
unarvinnu. Í kjölfar banka hrunsins fór
svo á endanum að við misstum þetta
annars ágæta verkefni.
Eins og áður segir þá er ég í hlutastarfi
á Sogni en ég er einnig í hlutastarfi á
hjúkrunardeildum á Heilbrigðisstofnun