Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 4
4
Kjaramál okkar hafa verið ofarlega á baugi síðustu mánuði. Ansi góð
þátttaka var í kjarakönnun Maskínu
og var kynningarfundur okkar á
niðurstöðunum mjög vel sóttur. Ég vil
þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari
rafrænu kjarakönnun BHM og mættu á
fundinn, en markmið könnunarinnar,
sem framkvæmd verður árlega, er að veita
yfirsýn yfir launakjör háskólamenntaðra
og fylgjast með þróun launa þeirra,
bæði á almennum og opinberum
vinnumarkaði. Einnig að leggja grunn
að upplýsingaveitu til félagsmanna
um launakjör og launasamanburð og
veita aðildarfélögunum mikilvægar
upplýsingar til að byggja á við gerð
samninga um kaup og kjör.
Eins og flestir vita eru kjarasamningar
nú lausir og hefur BHM ákveðið að
ganga til samninga sem ein heild.
Kjarabaráttan er komin á fullt og það var
einstaklega gaman að sjá hversu margir
félagsmenn mættu á sameiginlegan
kjarafund BHM félaganna sem var
haldinn í Háskólabíói 6. febrúar
síðastliðinn. Alls mættu um 900 manns
og samþykkti fundurinn eftirfarandi
ályktun með dynjandi lófataki:
„Sameiginlegur kjarafundur BHM haldinn í
Háskólabíói þann 6. febrúar 2014 lýsir fullum
stuðningi við áherslur samninganefnda BHM
í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fundurinn
hvetur viðsemjendur til þess að virða og meta
menntun og leiðrétta þá rýrnun sem orðið hefur
á kjörum háskólamenntaðra undanfarin ár.
Fundurinn beinir því til stjórnvalda að setja
þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði,
leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig
stuðla að hagsæld til framtíðar.“
Og baráttan heldur áfram! Við þurfum
að vera sýnileg í almennri umræðu og
ræða málin saman. Einnig er mikilvægt
að taka þátt í vinnustaðaheimsóknum
Bandalags háskólamanna sem hafa verið
farnar síðustu vikur, en sendinefnd
BHM hefur mætt á vinnustaði og hitt
félagsmenn.
Einnig vil ég hvetja ykkur til að birta
pistla og greinar um ykkar mikilvægu
störf á sem flestum miðlum. Því það
leikur enginn vafi á því að sérþekking
iðjuþjálfa kemur að gagni við að
auka færni þannig að fólk öðlist
aukið sjálfstæði og lífsfyllingu. Það er
einfaldlega kominn tími til að allir viti
hvað iðuþjálfar gera og geta gert.
Kæru félagsmenn
Pistill formanns
Ósk Sigurðardóttir
Iðjuþjálfi á BUGL
Eirberg ehf. Stórhöfða 25 eirberg@eirberg.is Sími 569 3100 eirberg.is
Nýjar vörur frá Protac
Vörurnar frá Protac eru fylltar plastkúlum. Hreyfanleiki kúlnanna veitir
stöðugan þrýsting á vöðva og liðamót, sem senda boð til miðtauga-
kerfis. Eykur líkamsvitund, einbeitingu, veitir öryggi og vellíðan.
Hannað samkvæmt kenningum A. Jean Ayres iðjuþjálfa og sálfræð-
ingi um samspil skynsviða (sensory integration).
Hentar börnum og fullorðnum og hægt að nota í markvissri þjálfun m.a.
í leikskólum, skólum, á hjúkrunarheimilum og á endurhæfingarstöðvum.
Ábreiða og sessur lánaðar til prufu.
Fagleg ráðgjöf
Skynörvun og vellíðan
GroundMe – fótapúði
Protac KneedMe
– kjöltupúði, veitir öryggi
og ró, hentar m.a.
við fótaóeirð
Protac – ábreiða
Protac MyFit
– kúluvesti með þyngd,
örvar bak og bolvöðva
Protac Sensit – kúlustóll
– fellur vel að líkamanum,
örvar skynjun og veitir
öryggiskennd