Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 12

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 12
12 átti ég hreinlega engin einkamál. Ekki að mín fjármál eða pósturinn sem dettur inn um lúguna sé eitthvert leyndarmál, en allan póst varð ég að fara með til annarra og það var ósjaldan sem menn fylltust forræðishyggju og vissu hvernig málum yrði betur háttað og vildu jafnvel taka þau að sér. Hér áður, ef ég fjárfesti í einhverju nýju tæki, fylgdu því leiðbeiningar á prentmáli sem ég hafði engan aðgang að og því var afar sjaldgæft að ég tileinkaði mér leiðbeiningar, ég bara fiktaði þar til ég fann út hvernig tækið virkaði best. En með flóknari tækjum verður sífellt erfiðara að fikta sig áfram, sérstaklega þegar sami hnappurinn hefur margskonar virkni, kannski eftir því hversu lengi honum er haldið niðri. Nú er oft hægt að fletta viðkomandi tæki upp á netinu og fá leiðbeiningar. Hins vegar færist það því miður í vöxt að ýmiskonar tæki hafa snertirofa og valmyndir sem í sumum tilfellum eru algjörlega óaðgengilegar þeim sem ekki sjá. En öll þessi tölvutækni og rafrænu samskipti eru stórkostleg framför og gerir það að verkum að þeir sem lítið eða ekkert sjá, en hafa aðgengi að tölvum og neti, geta bjargað sér sjálfir um margt sem þeir áður gátu engan veginn. Stærsta hindrunin Þegar ég flutti að heiman fyrir tæpum 30 árum, var kaupmaðurinn á horninu í flestum hverfum. Þangað var yfirleitt stutt að fara, ágæt þjónusta og viðunandi vöruúrval þótt vöruverðið væri auðvitað hærra en í stórmörkuðum. Hér áður var hægt að rölta út í búð, kynnast starfsfólkinu og fá aðstoð þess. Þetta er svo gott sem liðin tíð, nú fara nær öll matarinnkaup á höfuðborgarsvæðinu fram í stórmörkuðum. Þangað þýðir lítið að koma og biðja um aðstoð. Starfsfólk er eins fátt og menn komast upp með og enginn aflögu til að aðstoða við að finna vörur. Það að finna vörurnar í stórmarkaði er einhver mesta hindrun sem blasir við fólki með skerta eða enga sjón. Sjáirðu ekki á umbúðirnar þarftu aðstoð við að finna það sem þú hyggst kaupa. Ég get fundið sveppi, papriku, kúrbít, gúrku og tómata í grænmetisborðinu, en ef ég þarf að finna ólífur, léttmjólk, skyr eða sýrðan rjóma vandast málið. Og hvað gerir 46 ára gömul kona sem þarf að versla mat, hreinlætisvörur og bara yfirleitt allt sem þarf til að halda heimili? Hún veit það ekki.Hún er bara sífellt á höttunum eftir fólki sem getur og nennir að fara með henni út í búð, í stórmarkað. Og óhjákvæmilega verður nágranninn oft fyrir valinu. Og nágranninn hefur fyrir löngu áttað sig á að hann gegnir lykilhlutverki í innkaupum heimilisins og sé hann vant við látinn byrjar samviskubitið og sektarkenndin að naga og honum finnst hann vera að bregðast. Þetta er ömurleg aðstaða, bæði fyrir mig og nágrannann og hefur afgerandi áhrif á samband okkar. Ég á bestu nágranna sem hægt er að eiga en það er ósanngjarnt gagnvart okkur öllum og óeðlilegt að við séum í þessari aðstöðu. Ég vil bara eiga þá sem nágranna og rækta samband við þá á þeim nótum. En eins og staðan er og hefur alltaf verið er ekkert betra í boði. Lausn á þeim vanda sé ég fyrst og fremst í notendastýrðri persónulegri aðstoð sem vonandi verður að veruleika sem valkostur á Íslandi árið 2015. Hið hefðbundna þjónustukerfi sem sveitarfélögin bjóða upp á, liðveisla, heimaþjónusta og hvað þetta heitir, hentar engan veginn 46 ára konu sem hefur afar takmarkaðan áhuga á að láta kortleggja líf sitt og athafnir í opinberum stofnunum borgarinnar. Hér hefur einungis verið stiklað á því helsta og stærsta. Ef hafðar eru í huga hverjar grunnþarfir mannsins eru hlýtur aðgengi að matvöru, húsnæði, vinnu, menntun og heilbrigðisþjónustu að vega þyngst. Og varðandi aðgengi að öllum þessum þáttum mæta fötluðu fólki hindranir, misstórar, en allar hindranir eru þess eðlis að það tekur tíma og orku að yfirstíga þær. Þótt vissulega megi læra margt af því að mæta hindrunum og sigrast á þeim er tíma og orku fatlaðs fólks mun betur varið í annað uppbyggilegra en sífellda baráttu við óaðgengilega þjónustu. Slæmt aðgengi hefur alltaf áhrif á vilja og áhuga fólks. Gott aðgengi kemur öllum til góða þegar upp er staðið, óháð fötlun.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.