Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Qupperneq 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Qupperneq 13
13 Það var í lok ágúst 1998 sem hópur ungmeyja byrjaði nám sitt í iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akureyri (HA). Í boði voru sæti fyrir 15 til að komast áfram í gegnum hin svokölluðu „clausus“ próf og því var eftirvæntingin mikil. Í byrjun janúar kom í ljós hverjar komust áfram og byrjuðum við 13 ungar glæsimeyjar samferð okkar í gegnum námið. Við urðum fljótt þekktar undir nafninu „annar hópurinn“ þar sem við vorum annar hópurinn til að hefja nám í iðjuþjálfun. Fljótt kom þó í ljós að við urðum einnig leiðandi, bæði í okkar námi og starfi. Fyrstu önnina stunduðum við námið í Þingvallastræti en fluttumst svo í framtíðarhúsnæði HA á Sólborg þar sem við fengum að fylgjast með uppbyggingu staðarins og tókum m.a.s. beinan þátt í henni. Við tókum okkur til og stofnuðum fyrstu og einu sjoppuna sem hefur verið rekin af nemendum á Sólborg. Sjoppan okkar fékk nafnið „Sollan“ og var hún rekin af miklum metnaði. Einnig gáfum við út blaðið Iðjuþjálfaneminn, enda hafði „fyrsti hópurinn“ lagt línurnar og því ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og gefa út blað. Þar að auki seldum við áprentaða stuttermaboli og héldum kökubasar til að safna smá pening. Eftir annað árið urðu smávægilegar breytingar á hópnum, þrjár stúlkur hættu og tvær bættust við. Í öðrum útskriftarhópnum í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri 2002 voru: Antonía María Gestsdóttir, Álfheiður Karlsdóttir, Ásbjörg Magnúsdóttir, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Erla Björnsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Harpa Gunnlaugsdóttir, Inga Dís Árnadóttir, Jóhanna Mjöll Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Svanhildur Pála Pétursdóttir og Valdís Guðbrandsdóttir. Þar sem sjoppurekstur, bolasala og útgáfa blaðsins gekk mjög vel var ákveðið að fara í útskriftarferð til Rímíni og njóta þess að vera saman áður en leiðir okkar myndu skilja. Þetta var yndisleg ferð og gerði okkur enn sterkari sem hóp. Það var svo þann 15. júní 2002 sem við útskrifuðumst formlega sem iðjuþjálfar. Það var mikil eftirvænting að útskrifast frá HA en einnig bar á kvíða, bæði yfir því að leiðir okkar myndu skilja Annar útskriftarárgangur iðjuþjálfa frá HA Útskrift 15. Júní 2002. Útskriftahópurinn ásamt Kristjönu Fenger, Guðrúnu Pálmadóttur og Snæfríði Egilsson

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.