Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 16
16 Það var á mánudegi í marsmánuði árið 2009 að Bergljót kíkir við í bankanum eftir vinnu en hún starfaði í Oddeyrarskóla á Akureyri og hafði gert í 15 ár. Á meðan Bergljót bíður í röðinni í bankanum finnur hún að vinstri fótur hennar byrjar að dofna og dofinn skríður upp eftir líkama hennar vinstra megin. Bergljót lætur ekki á neinu bera heldur tyllir sér á stól, hringir í manninn sinn og biður hann um að sækja sig, það sé ekki allt með felldu. Þau aka beint á sjúkrahúsið og Bergljót er drifin í myndatöku þar sem kemur í ljós heilablæðing í hægri hluta heilans. Á meðan á öllu þessu stóð missti Bergljót aldrei meðvitund og gat talað við sína nánustu, þó gaf talmálið sig í einhvern tíma þegar líða fór á kvöldið en var komið aftur næsta dag. Aftur á móti lamaðist Bergljót vinstra megin. Bergljót dvaldi á sjúkrahúsinu í um 3 vikur og fór þá á Kristnes í endurhæfingu. Þar hófst ýmiss konar þjálfun, nánast frá því hún mætti á svæðið. Byrjað var að þjálfa hana í að sitja og halda jafnvægi sem reyndist þrautin þyngri til að byrja með en kom svo jafnt og þétt. Bergljót vissi síðan ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar inn á stofuna til hennar þrammaði vaskur iðjuþjálfi einungis örfáum dögum eftir komu hennar í Kristnes og sagðist ætla að kenna henni að klæða sig! Það fannst Bergljótu ansi hæpið að gæti gengið því hún mátti hafa sig alla við að halda jafnvægi uppisitjandi og var sífellt að velta, hvað þá að fara að klæða sig. En viti menn, þjálfunin skilaði sér miklu betur en Bergljót hafði ímyndað sér og var hún fljót að tileinka sér þær aðferðir sem iðjuþjálfinn kenndi henni. Þetta var fyrsta reynsla Bergljótar af starfi iðjuþjálfa og síðan þá hefur hún kynnst þeim nokkrum og verið í góðu samstarfi við þá æ síðan. Ýmislegt fleira tóku Bergljót og iðjuþjálfar hennar sér fyrir hendur þetta ár sem Bergljót var í endurhæfingunni í Kristnesi. Iðjuþjálfinn útbjó t.d. fatla fyrir lömuðu höndina. Einnig voru sturtuferðir æfðar, að fara inn í og út úr bíl og eldhúsþjálfun svo eitthvað sé nefnt eða eins og Bergljót segir: Iðjuþjálfarnir kenndu mér öll þessi trix til að takast á við daglegu athafnirnar og svo var það mitt að tileinka mér þær. Það er nefnilega svolítið mikil ögrun að vera bara með einari/ aðra höndina en ég segi oft: við „einar“ erum soldið góð saman! En svo var það handverkið... ég hló nú dátt til að byrja með þegar ýmiss konar handverk var kynnt fyrir mér þar sem ég hef aldrei verið sterk á því sviði. Hins vegar var ég ekki lengi að sjá tilganginn með því en það er þessi virkni sem iðjuþjálfarnir eru svo klárir í, þ.e. að maður taki þátt og sé virkur í daglegum athöfnum. Svo eru þeir sérfræðingar í að horfa á hlutina í lausnum. Tveimur mánuðum eftir bankaferðina örlagaríku fór Bergljót í heilaþræðingu þar sem sérfræðingar reyndu að komast til botns í því hvað olli heilablæðingunni, t.d. hvort það sæjust æðaflækjur í höfðinu. Ekkert slíkt sást og var niðurstaðan sú að það hefði einungis verið ein æð sem fór í sundur. Bergljót fékk engan fyrirvara á þessum Þeir hugsa og framkvæma í lausnum! Frásögn Bergljótar Álfhildar Sigurðardóttur af veikindum sínum sem hafa umbylt lífi hennar og reynsla af þjónustu iðjuþjálfa í kjölfar þeirra. Iðjuþjálfarnir kenndu mér öll þessi trix til að takast á við daglegu athafnirnar og svo var það mitt að tileinka mér þær.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.