Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Blaðsíða 19
19
Lokaþáttur tilverunnar
Það er engin tilviljun að okkur líði vel eftir líkamlega áreynslu eða eftir að
hafa notið matar í góðum félagsskap,
glatt einhvern eða fundið fyrir kærleika
og væntumþykju. Þessi iðja hefur beina
tengingu við grunnþarfir okkar, það að
lifa af, og er forrituð í heila okkar, sem
hefur lítið breyst frá tímum hellisbúans.
Forritið skiptist í fjóra þætti: líkamlegar,
andlegar, félagslegar og tilfinningalegar
þarfir (Rosenfeld, 1993, 2000). Forritið
verkar þannig að í hvert skipti sem við
stundum iðju sem hefur góð áhrif á
þessa þætti, framleiðir heilinn hormón
sem eykur vellíðan og eflir heilsu.
Til að lifa af á tímum hellisbúans þurfti
hreyfingu við öflun matar og svo þurfti
að deila matnum, til þess að hópurinn
héldi lífi. Þá varð að skapa hópnum
öruggt umhverfi og hlúa að ungviðinu
og þeim sem veikburða voru. Einnig
þurfti að kenna smáfólkinu lífsleikni
til að aðlagast samfélaginu og viðhalda
þekkingu og færni sem kæmi næstu
kynslóðum að notum.Fjölgun var jafn
lífsnauðsynleg og að halda hópinn.
Enda þurftu allir að hjálpast að; leggja
sitt af mörkum, jafnvel þeir sem ekki
gátu tekið fullan þátt í öllu, það sem
nú er kallað að hafa skerta starfsgetu
sökum fötlunar, veikinda eða elli. Allt
gekk þetta af sjálfu sér, ómeðvitað,
öðruvísi var ekki hægt að lifa af.
Við höfum loksins áttað okkur á að
lífsnauðsynlegt sé að fullnægja þessum
þörfum, og það daglega (Borg, 2006). Við
kunnum að vera of upptekin af einum
þessara þátta og ráðum jafnvel alls ekki
við einhvern þeirra, verðum óvirk, en
lifum samt af. Samfélagið hefur á seinni
tímum haft efni á því að láta það gott
heita að einhver hluti fólks sé óvirkur;
taki ekki þátt.Mikilvægi þessara daglegu
athafna, sem eru beintengdar afkomu
okkar, hefur fallið í skugga markaðs- og
efnishyggju. Skyndilausnir í heilsugæslu
og stefnan í heilbrigðismálum hefur
að mestu einskorðast við líkamlega
þáttinn en aðrir grunnþættir eru
ekki síður mikilvægir ef viðhalda
á heilsu og vellíðan, og fyrirbyggja
heilsubrest. Framtíðarskipulag heil-
brigðisþjónustunnar mun verða að
byggja á heildarlausnum. Smám saman
áttum við okkur á því að einmitt þessir
þættir; hreyfing, öryggi, samvinna,
lífsleikni og þekkingarleit eru okkur
lífsnauðsynlegir. Það er ekki nóg
að halda í okkur tórunni, t.d. með
lyfjagjöfum.Geð rækt og valdefling eru
nátengd hugtök. Geðrækt hefur áhrif
á sjálfsskilning; hvernig við upplifum
okkur sjálf. Geðorðin
10 - sem flestar
sveitarstjórnir lögðu lið
á sínum tíma með því
að gefa þau út sem segla
á ísskápa eru einföld
áminning; að hverju
þurfi að huga, daglega,
til að stunda geðrækt. Geðrækt þarf,
eins og líkamsrækt, að stunda reglulega
til að ná sem bestum árangri (Elín
Ebba Ásmundsdóttir, 2009a; Fríða
Björnsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og
Guðbjörg Daníelsdóttir, 2010; Helga
Björg Barðadóttir, 2009). Ef við hrey
fum okkur ekki veslumst við smám
saman upp, missum þrek og deyjum.
Sama er uppi á teningnum ef við sin
num ekki félagslegum, tilfinningale
gum og andlegum þáttum. Þá missum
við trúna á eigin áhrifamátt, máttinn
sem gefur lífinu tilgang og virði til að
lifa því (Blair, Hume og Creek, 2008;
Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2007; Elín
Ebba Ásmundsdóttir, 2008; Elín Ebba
Ásmundsdóttir og Sólrún Óladóttir,
2011; Rosenfeld, 1993, 2000). Valdefling
tekur einnig til sjálfsskilnings, við búum
í samfélagi með öðru fólki og höfum þar
ákveðin réttindi og skyldur. Valdefling
gerir öldruðum kleift að vera eftir sem
áður virkir þátttakendur í samfélaginu.
Þótt við áttum okkur e.t.v. ekki alltaf á
því, þá þarfnast samfélagið fólks á öllum
æviskeiðum. Fólk á að geta haft áhrif á
samfélagið með því að starfa sjálft að
verkefnum sem því eru mikilvæg og því
og öðrum til hagsbóta. Með valdeflingu
eru einstaklingar, sem þurfa á þjónustu
að halda hvattir til að hafa áhrif á
veitendur þjónustunnar, skipulag og
stjórnun, á eðli þeirrar aðstoðar sem
þeim býðst og hvernig þeir kjósa að
lifa (Heilbrigðis- og
tr yg ginga málaráðu
neytið, 2005; WHO,
2005). Hugmyndafræði
valdeflingar er notuð
víða í þróunaraðstoð,
stjórnmálum, skólum,
á vinnustöðum og með
fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að
halda (Chamberlin, 1997; Elín Ebba
Ásmundsdóttir, 2011; Hanna Björg
Sigurjónsdóttir, 2006). Breytingar
verða á lífi okkar þegar við eldumst
svo hugmyndafræðin sem höfð er
að leiðarljósi í uppbyggingu sam-
félagsþjónustunnar skiptir sköpum.
Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir
þurfa að hafa tækifæri til að eiga, allavega
stundum, samleið til að fá að læra hvert
af öðru og koma betur til móts við
tilfinningalegar, félagslegar og andlegar
þarfir. Verkefni á efri árum eru næg fyrir
einstaklinga sem vilja rækta sitt geð og
Gæti valdefling
og geðrækt breytt
viðhorfum eldra fólks?
Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi/dósent í
Háskólanum á Akureyri og framkvæmdastjóri
Hlutverkaseturs
Eitt er víst að öll
munum við yfirgefa
svæðið, þó að gátan
um hvað taki við sé
enn óráðin.
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval hjálpartækja fyrir börn og fullorðna, s.s. hjólastóla
og sessur, rafmagnshjólastóla, göngugrindur, vinnustóla, bað- og salernishjálpartæki,
rafskutlur og smáhjálpartæki til daglegs lífs.
Sérhæft fagfólk leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum.
Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Fastus ehf. Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
F
A
S
TU
S
_H
_1
1.
03
.1
3
Veit á vandaða lausn
Hjólastólar og sessur fyrir börn