Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Qupperneq 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Qupperneq 21
21 Þegar ég sá auglýsingu frá ritnefnd Iðjuþjálfans um greinar varðandi nýjungar innan fagsins og nýjan vettvang þess fannst mér tilvalið að miðla til ykkar því sem ég hef verið að vinna að í mínu starfi. Ég hef starfað sem iðjuþjálfi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) frá því í byrjun árs 2005. Þar hef ég fengið tækifæri til að taka þátt í spennandi og viðamiklu þróunarstarfi við að breyta stofnun í heimili og innleiða Eden­hugmyndafræðina. Þessi grein mín mun þó ekki fjalla um þann hluta starfs míns heldur hvernig ég fékk tækifæri til að kynnast og nota hugmyndafræði Lífsneistans (The Spark of Life Philosophy) sem er sniðin að þörfum fólks með heilabilun og allra sem koma að þeirra málum. Höfundur þeirrar hugmyndafræði er Jane Verity, iðjuþjálfi, fjölskylduráðgjafi og Masters Practitioner NLP. Jane er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Dementia Care Australia (DCA) sem sér um að veita ráðgjöf og fræðslu fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur, starfsfólk og fagfólk. Starfsmenn DCA eru sex og nánasta samstarfskona Jane heitir Hilary Lee en hún er iðjuþjálfi, ráðgjafi og sérfræðingur í Skapandi listum (Creative Arts). Hilary skrifaði meistararitgerð sína um rannsókn sem hún gerði á klúbbastarfi Lífsneistans (The Spark of Life Club Program). Heildræn nálgun Í umönnun fólks með heilabilun er hugmyndafræði Lífsneistans innleidd sem heildræn nálgun sem skiptist þannig: Klúbbastarf fyrir fólk með heilabilun; fræðsla fyrir Ljósbera sem er sérvalinn hópur starfsfólks (The Torchbearers Program); fræðsla fyrir alla sem tengjast ýmiskonar stofnunum og félagasamtökum (Education Program). Klúbbastarf Lífsneistans er meðferð byggð á hópíhlutun (þemaíhlutun). Áhersla er lögð á að mæta félagslegum, tilfinningalegum, menningarlegum og andlegum þörfum fólks með heilabilun. Dagskráin er byggð upp fyrir fólk á mismunandi stigum heilabilunar og einnig er hægt að nota hana fyrir fólk sem er rúmliggjandi eða orðið mjög lasburða. Klúbbastarfið hlaut alþjóðlega viðurkenningu árið 2009, „The 2009 IAHSA Excellence in Ageing Services Award“, fyrir framúrskarandi uppbyggingu og árangur. Hægt er að lesa um kúbbastarfið og meistararitgerð Hilary Lee á heimasíðu DCA (www.dementiacareaustralia.com). Hlutverk Ljósberanna er að viðhalda lífsneistanum á vinnustaðnum með því að hvetja og styðja samstarfsfólk á skapandi hátt og beina sjónum að hinu jákvæða. Fræðsludagskráin felur í sér fræðslu og stuðning við að innleiða hugmyndafræðina og virkja alla til þátttöku, bæði stjórnendur, starfsfólk, aðstandendur, sjálfboðaliða og alla þá sem koma að heimilinu/stofnuninni (Lee, H., Verity, J. 2011). Hvers vegna ætti að nota hugmyndafræði Lífsneistans? Hver kannast ekki við að hafa komið inn á öldrunarheimili eða séð myndir þaðan, þar sem fólk situr álútt og horfir í gaupnir sér? Blikið í augunum er horfið; brosið, ánægjan, lífslöngunin - allt er horfið, ekkert lengur til að lifa fyrir. Þetta þarf ekki að vera bundið við öldrunarheimili því fólk úti í samfélaginu er víða einmana og óvirkt þannig að smám saman slokknar á lífsneistanum hjá því. Þegar við förum á góða tónleika, sjáum fallegar myndir og muni eða fylgjumst með barnabörnum okkar í skemmtilegum leik framkallar það bros hjá okkur, ánægju og vellíðan. Á sama hátt nýtur fólk með heilabilun tónlistar, að horfa á og handfjatla fallega hluti, fylgjast með börnum að Að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun Iðjuþjálfun og hugmyndafræði Lífsneistans Hrefna Brynja Gísladóttir, iðjuþjálfi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.