Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Qupperneq 23
23
Klúbbfélagi sem gat lítið tjáð sig rifjar upp ljóð sér og
öðrum klúbbfélögum til mikillar ánægju.
Sjúkrahúsið á Akureyri
ÖRYGGI | SAMVINNA | FRAMSÆKNI
Sjálfsbjörg endurhæfing Bjargi Akureyri
1.5
Iðjuþjálfi eflir skjólstæðinga sína til að auka
eigin færni, virðir sjálfsákvörðunarrétt þeirra og
upplýsir þá um valkostina sem koma til greina við
lausn á færnivanda.
Siðaregla nr. 1.5 fjallar um þætti sem eru hluti af
daglegu starfi okkar iðjuþjálfa. Að efla, upplýsa,
og virða. Alla daga sinnum við skjólstæðingum
með færnivanda. Okkar hlutverk er að efla
skjólstæðinginn og hvetja með það í huga að
hann nái meiri færni en áður í sínu daglega lífi.
En hlutverk okkar er einnig að upplýsa og fræða
um lausnir og valkosti sem eru í stöðunni. Það er
mikilvægt til að gefa skjólstæðingnum færi á að
taka upplýstar ákvarðanir um líf sitt. Við eigum
Umfjöllun um siðareglur
að virða sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðingsins
þrátt fyrir að við höfum aðra sýn á málin en
hann. Oft er þetta eins konar línudans, að vera
bæði í því hlutverki að hvetja til dáða og um leið
að sýna ákvörðun skjólstæðingsins virðingu. Í
samskiptum fagmanns og skjólstæðings er það jú
fagmaðurinn sem á að hafa þekkinguna og ráðin
sem skjólstæðingurinn getur farið eftir, eða hvað?
Það er mikilvægt að skoða stöðugt nálgun sína og
siðareglurnar geta verið vegvísir á þeirri leið. Það
er í samskiptum við skjólstæðinginn sem ekki
síst reynir á fagmennskuna og hvort okkur tekst
það sem okkur er ætlað.
Guðrún Áslaug Einarsdóttir iðjuþjálfi og guðfræðingur.
sönginn úr samverustundinni.
Hvernig er hægt að fá réttindi
til að nota Klúbbastarf
Lífsneistans?
Til þess þarf að sækja þriggja
daga viðurkennt námskeið um
hugmyndafræði og klúbbastarf
Lífsneistans. Námskeiðin eru fyrir fólk
sem starfar í heilbrigðis- og félagsmálum,
aðstandendur fólks með heilabilun,
aðra umönnunaraðila og alla þá sem
áhuga hafa á að kynnast Lífsneistanum. Á
námskeiðinu er farið yfir hvernig hægt
er að endurvekja lífsneistann hjá fólki
með heilabilun, fylgja innsæinu, vinna
með krefjandi hegðun og skipuleggja
klúbbastarfið. Einnig er kennt hvernig
hægt er að endurvekja hæfileika sem
„liggja í dvala“ og þar með auðveldað
endurheimt (rementia) sem vísar til
þess sem gerist þegar félagslegt og
tilfinningalegt umhverfi fólks með
heilabilun er styðjandi og skilningsríkt.
Hugtakið rementia var fyrst notað
af prófessor Tom Kitwood, höfundi
Einstaklingsmiðaðrar nálgunar.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum
varðandi námskeið um hugmyndafræði
og klúbbastarf Lífsneistans vinsamlegast
hafið samband við mig á netfanginu
hrefna@akureyri.is eða í gsm 895-1174.
Heimilidir:
Lee, H., Verity J. (2011). “Re-igniting
the Spark of Life a philosophy and
whole systems approach”. Journal of
Dementia Care. September/October
2011 (Vol 19 No 5).
www.dementiacareaustralia.com