Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 27
27
Gæfusporin er eitt af endurhæfingarúrræðum Starfsendur-
hæfingar Norðurlands (SN) og var
upphaflega sett á laggirnar árið 2011 í
tengslum við doktorsverkefni Sigrúnar
Sigurðardóttur hjúkrunar fræðings
og lektors við Háskólann á Akureyri.
Verkefnið snerist um að þróa þverfaglegt
meðferðarúrræði fyrir þolendur
kynferðisofbeldis í æsku. Um var að ræða
uppbyggingar og þróunarverkefni sem
hlaut styrk frá Starfsendurhæfingarsjóði
VIRK, en reksturinn var í höndum SN.
Tólf konur á aldrinum 2353 ára voru
þátttakendur í verkefninu og áttu allar
sögu um kynferðislegt ofbeldi í æsku
(Sigrún Sigurðardóttir 2011).
Tilgangur verkefnisins var því að
byggja upp og þróa meðferðarúrræði
fyrir fullorðna þolendur slíkra áfalla
sem höfðu átt við flókin vandamál að
stríða vegna ofbeldisins og ekki náð að
vinna úr þeim. Einnig átti verkefnið að
stuðla að meiri fjölbreytni og framboði
á úrræðum í starfsendurhæfingu.
Markmið verkefnisins var m.a. að
auka lífsgæði, bæta félagslega, sálræna
og andlega líðan og koma fólki út á
vinnumarkað á ný (Sigrún Sigurðardóttir
2011).
Meistararitgerð Sigrúnar snerist um að
kanna heilsufar og líðan kvenna sem
höfðu orðið fyrir sálrænum áföllum í
æsku, eins og kynferðislegri misnotkun
og öðru ofbeldi. Sigrún tók 14 viðtöl
við sjö konur á aldrinum 3065 ára sem
áttu slíka sögu og höfðu allar leitað
sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu
í ljós að sálræn áföll í æsku, eins og
ofbeldi og kynferðisleg misnotkun,
hafa mjög alvarlegar afleiðingar sem
birtast í ýmsum myndum. Má þar nefna
upplifun kvennanna af áfallinu, þar
sem þær ýmist lokuðu á sára reynslu,
upplifðu ,,sálarmorð“ eða fóru út
úr líkamanum. Þær lýstu allar mikilli
líkamlegri og andlegri vanlíðan sem
börn og unglingar og voru berskjaldaðar
fyrir endurteknu ofbeldi. Á
fullorðinsárum upplifðu þær útbreidda
verki, vefjagigt og móðurlífsvandamál
auk geðrænna vandamála sem hafa
þjakað þær allt lífið með kvíða,
þunglyndi, sjálfsvígshugsunum og
sjálfsvígstilraunum. Einnig áttu þær
í erfiðleikum með að tengjast maka
og börnum varðandi tengslamyndun,
traust og snertingu. Konurnar höfðu
allar þróað með sér og lifðu við mikla
vanlíðan og vonleysi þegar rannsóknin
var gerð (Sigrún Sigurðardóttir 2007).
Gæfusporin voru keyrð í þriðja sinn
hjá SN haustið 2013 og var það í
fyrsta skipti sem undirrituð sá um
utanumhald og útfærslu á því. Að
þessu sinni voru þátttakendur níu
konur á aldrinum 2558 ára. Um var að
ræða 14 vikna endurhæfingu þar sem
unnið var markvisst með áföll vegna
kynferðislegrar misnotkunar í æsku,
sem og önnur áföll sem konurnar höfðu
gengið í gegnum. Það er reynsla þeirra
sérfræðinga sem vinna hjá SN að sálræn
áföll sem skjólstæðingar hafa orðið fyrir
á lífsleiðinni koma oftar en ekki fram í
líkamlegum kvillum. Vinnan fólst því að
miklu leyti í því að hjálpa konunum að
tengja saman líkama og sál. Það þýðir
m.a. að vinna úr sálrænum áföllum, að
ná betri öndun, losa um vöðvaspennu,
öðlast betri sjálfsmynd og ná betri
líkamlegri heilsu.
Í Gæfusporunum fór fram fjölþætt
ráðgjöf, stuðningur, aðhald og hvatning
alla virka daga og var tímasókn 4-6
Iðjuþjálfun og Gæfusporin hjá
Starfsendurhæfingu Norðurlands
Olga Ásrún Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og
fjölskyldumeðferðarfræðingur.