Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 6

Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 6
6 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 gæslu. Þegar ég lít til baka er gaman til þess að hugsa að meðalaldur kennaranna var 29 ár og þá var skólameistarinn talinn með. En okkur fannst við vera vel þroskuð og tilbúin í slaginn,“ sagði Elna og brosti við. "Ég flutti síðan aftur til Reykjavíkur og hóf kennslu samtímis við Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann en flutti mig síðan alfarið yfir í Kvennaskólann. Hann hefur síðan verið mín heimahöfn.“ Hvers vegna gefur þú ekki áfram kost á þér sem formaður FF? „Það er nokkuð langt síðan ég gerði upp við mig að nú væri kominn tími fyrir mig til að hætta formennsku í FF. Tíminn og ástand mála væri með þeim hætti að vel mætti við það una að skila þessu verki af sér og ávallt kemur maður manns í stað í stéttarfélagsbaráttu. Það má heldur eng- inn ímynda sér að hann geti verið eilífur í þessu starfi. Það þarf ákveðna endur- nýjun. Það er líka margt annað í mínu lífi sem ég hef áhuga á að gera. Ekki er hægt að neita því að það að vera í forsvari fyrir stéttarfélagi gefur ekki mikil færi á að fylgja eftir ýmsum öðrum þáttum í lífinu eins og til dæmis öðru starfi sínu, að sækja sér meiri menntun eða sinna áhugamálum sínum. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og fyrir henni liggur sú vissa að nú sé rétti tíminn fyrir mig til að hætta. Ég tel starf FF standa vel og félagið hefur átt því láni að fagna að gott fólk kemur til starfa fyrir það og staldrar nokkuð lengi við.“ Hvenær hófst þú afskipti af félags- málum? „Afskipti mín af félags- og stéttarfélags- málum kennara eru eiginlega jafngömul starfi mínu sem kennari. Ég var fyrst kosin trúnaðarmaður 1982 og frá þeim tíma man ég eftir þátttöku í aðalfundum í Hinu íslenska kennarafélagi og svokölluðum fulltrúaráðsfundum. Þá kynntist ég þess- ari starfsemi sem kjörinn trúnaðarmaður míns vinnustaðar. Ég held ég hafi allar götur síðan búið að þessari byrjun.“ Elna Katrín sat í stjórn HÍK frá 1987 og var varaformaður áður en hún tók við for- mennsku árið 1993. HÍK var eitt af stærstu aðildarfélögum og fljótlega eftir að Elna tók sæti í stjórn þess var hún líka kosin í stjórn BHM. Að hennar sögn var stéttar- félagsbaráttan innan HÍK samofin hags- munabaráttu BHM en HÍK hélt alla tíð vel utan um sjálfstæði sitt í kjaramálum og samningum en var á sama tíma áhrifamik- ill aðili innan BHM. „Rík áhersla var lögð á sérstöðu kennarasamninga, t.d. í fyrstu kjarasamn- ingunum eftir að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna voru sett 1987, en þá var gerður sérstakur kennarasamn- ingur. Ég var ekki í forsvari fyrir félagið þá,“ sagði, Elna, „En 1989 tók HÍK þátt í víðtæku samfloti við aðildarfélög BHM. Sú samningagerð og samflotið var merki- legur skóli fyrir okkur sem gerðum þann samning. Ég lenti þar í viðræðunefnd sem samdi fyrir þorra félaga í BHM. Þetta var mín eldskírn sem samningamaður. Svik ráðamanna þjóðarinnar við þá samninga eru þeim til skammar enn þann dag í dag. Fjármálaráðherra gerði kjarasamning við sína starfsmenn en hafði svo forgöngu um það með samráðherrum sínum í þáverandi ríkisstjórn að ganga á bak orða sinna og svipta starfsmenn sína og viðsemjendur þessum samningi með lögum sumarið 1990. Þegar ég tók við formennsku í HÍK á sínum tíma var ég reiðubúin að taka þetta starf að mér. Það hefur ekki alltaf verið ánægja með kjarasamningana sem hafa verið gerðir. Ég minnist erfiðra hjalla eins og til dæmis 1997. Kjarasamningar kennara og margt fleira í starfsumhverfi og kjörum þeirra er háð utan að komandi aðstæðum. Það verður að greina stöðuna hverju sinni og enginn skyldi halda að hægt sé að gegna svona hlutverki án þess að taka stundum umdeildar ákvarðanir. Ég tel að ég hafi lagt mikið upp úr því, allan minn feril, að taka ákvarðanir sem ég hef álitið að kæmu hópnum best þegar til lengri tíma er litið. Ég hef sterkar og ákveðnar skoðanir sem ég vil halda fram en ég hef ríka tilfinningu fyrir því að formennska í stéttarfélagi er þjónusta við félagsmenn og stéttarfélag hefur ekkert að gera með forystumenn sem æða á undan sínum umbjóðendum vegna einhverrar persónu- legrar fordildar eða hugmynda um að reisa sjálfum sér minnisvarða.“ Verkfall framhaldsskólakennara 2000 stóð í tvo mánuði. Þetta hefur tekið á þig persónulega? „Já, þar má á móti segja að ég hafði ágætan undirbúning undir þá orrahríð. Það hefur stundum gefið á skútuna og ég hafði gert það upp við mig persónulega að ég þyldi að mér væri ekki alltaf strokið rétt. Því er þó ekki að leyna að stéttarfé- lag okkar og við sem stóðum í forsvari fyrir kennara urðum fyrir mjög harkalegum og illvígum árásum ráðamanna í þessari kjara- deilu. Kannski vildi það mér þá til láns að ég var komin með nokkuð harðan skráp en framar öllu var það þó óbilandi samstaða okkar félagsmanna í þessum nauðsynlegu átökum til að bæta kjörin til frambúðar sem skipti mestu. Hópurinn var ákveðinn í því að kjörin skyldu bætt og það yrðu viðsemjendur okkar að horfast í augu við. Þeir gerðu það líka á endanum. Í kjarasamningagerðinni núna hefur það komið greinilega fram að hvorki við né viðsemjendur okkur geta hugsað sér að missa niður þennan ávinning. Að missa kjör kennara aftur niður í þann skurð sem kjörin voru komin ofan í fyrir langa verk- fallið. Við höfum líka leyft okkur að halda því fram að kennarastéttin eigi rétt á því að þurfa ekki að fara út í svona illvíg kjara- átök aftur og aftur, bara til að búa við kjör sem standast samanburð við þá hópa sem eðlilegt er að bera sig saman við. Þetta er kannski mikilvægasti ávinningurinn. Kjara- barátta undanfarinna áratuga hefur verið vörðuð allt of miklum átökum og það hefur verið mjög á brattann að sækja fyrir kennara og skólastjórnendur og ennþá erf- iðara viðfangsefni að halda í þá ávinninga sem við þó höfum náð.“ Finnst þér viðhorf ráðamanna þjóðar- innar til stéttarinnar vera að breytast? „Ég er bjartsýn á að menn hafi loksins skilið að kennarastéttin getur ekki setið Elna Katrín og Sigrún Grendal formaður FT

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.