Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 4
GREINAR Sameining kennara var heillaskref 5 Viðtal við Elnu Katrínu Jónsdóttur. Kynjaskipting vinnumarkaðarins á sér rætur í hugsun um störf 8 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir lektor í HÍ er gestapenni. Hún greinir frá fróðlegum niðurstöðum úr könnun sem hún gerði. Tónlistarfræjum sáð í Garðabæ 12 Skólavarðan fór í heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar sem er 40 ára um þessar mundir.Agnes Löve er skólastjóri þar. Sjö dagar í Palestínu 14 Formaður Kennarasambands Íslands, Eiríkur Jónsson, segir frá ferð sinni til Palestínu og fylgir úr hlaði þeirri hugmynd sinni að styðja palestínska kennara til að endurvekja samtök sín. Út um mó inn í skóg 16 Leikskólinn Álfheimar á Selfossi er skógarskóli. Þar læra börnin að njóta útiveru og um leið að umgangast náttúruna af þekkingu og virðingu. Meistaragráða í kennslufærði í Háskóla Íslands 18 Viðtal við Hafdísi Ingvarsdóttur dósent og forstöðumann kennslufræðináms í Háskóla Íslands. Að sjá tækifærin í umhverfi sínu 20 Skólavarðan fór í heimsókn í Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og tók Eyjólf Guðmundsson skólameistara tali. Það er mikil gróska í skólastarfinu í FAS og mörg snúin mál leyst með hagkvæmum hætti þótt skólaumdæmið sé ótrúlega víðfeðmt. Samtök fámennra skóla 27 Þórunn Júlíusdóttir segir frá nýjum fræðslu- og námskeiðsvef um starf og samkennslu í fámennum skólum. FASTIR LIÐIR Formannspistill 3 Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands skrifar. Smiðshöggið. Fækkun eininga í stærðfræði á framhaldsskólastigi 31 Ragna Briem stærðfræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð bendir á staðreyndir sem blasa við og varða dýrkeypta skerðingu náms í stærðfræði. Skóladagar 18 Myndasaga Skólavörðunnar. Að auki Fréttir af aðalfundum aðildarfélaga KÍ, mannabreytingum í stjórnum og fleiru fróðlegu fyrir kennara. Forsíðan Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og fráfarandi formaður FF prýðir forsíðu þessa tölublaðs. Ritstjóri Skólavörðunnar tók við tal við Elnu í tilefni þess að nokkrar breytingar verða nú á högum hennar. Ljósmyndari er Kristín Bogadóttir. Yf irsýn - innsæi Sá sem fjallar um stóra málaflokka þarf að hafa yfirsýn yfir þau og innsæi. Sá sem hefur vald til gera grundvallarbreytingar á stórum málum en skortir yfirsýn og innsæi getur gert óbætan- legan skaða. Stytting námstíma til stúdentsprófs er stórt mál og mikilvægt að öll skref sem stigin eru í því máli þurfi að gaum- gæfa vel. Þegar hugmyndinni var ýtt úr vör var því heitið að haft skyldi samráð við kennara og almenning. Hér er auglýst eftir því samráði. Allir kennarar eru sammála ráðherra um að námskrár eigi að vera í stöðugri endurskoðun. Eðlilegast væri að gera rann- sóknir á gæðum námskráa, finna á þeim kost og löst, sníða af þeim vankanta og þróa áfram það sem gefst vel. Lítið eitt lengri tími til að læra til stúdentsprófs en tíðkast í öðrum löndum er íslensku skólakerfi til sóma. Hvað geta ungmenni aðhafst upp- byggilegra en að mennta sig? Hver kannast ekki við ráðvillta stúdenta þótt þeir séu orðnir tvítugir? Bíður atvinnulífið þeirra með opna arma? Nú eru að baki aðalfundir allra aðildarfélaga Kennarasam- bandsins. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í stjórnum félaganna. Nýr formaður FG er Ólafur Loftsson og Akureyring- urinn Aðalheiður Steingrímsdóttur tekur við formennsku í FF. Við bjóðum þau velkomin í brúna. Elnu Katrínu fráfarandi for- manni FF er þökkuð vel unnin störf en hún heldur áfram sem varaformaður KÍ. Eiríkur Jónsson formaður KÍ fór í sögulega ferð til Palestínu í vetur og lýsir upplifun sinni hér í blaðinu. Hann hefur það mark- mið að Kennarasamband Íslands styðji palestínska kennara í því að endurvekja samtök sín og efla þannig skólamálin þar í landi sem búa við skelfilegar aðstæður. Tillaga um þetta mál verður lögð fram og ákvörðun tekin um þetta mál á þingi Kennarasam- bandsins núna í mars. Lesendum Skólavörðunnar voru svo glaðir yfir krossgátunni í jólablaðinu að ég lét undan þrýstingi og birti eina til að leysa yfir páskana. Góða skemmtun og gleðilega páska, Guðlaug 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Skóladagar - teiknimyndasaga: Ingi Jensson Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Kristín Bogadóttir Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.