Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þriðja þing Kennarasambands Íslands verður haldið dagana 14. og 15. mars nk. Að vanda verða mörg mikilvæg mál þar til umfjöllunar. Stefnumörkun til næstu þriggja ára í skóla-, kjara- og félagsmálum mun taka drjúgan tíma sem og ýmis önnur mál sem til umræðu verða. Það kjörtímabil sem nú er senn á enda hefur verið viðburðaríkt hjá félögum í Kennarasambandi Íslands og full ástæða til að fara yfir starfsemi síðustu ára og meta hvað hefur tekist vel og hvað miður. Þetta verður gert samhliða því að marka stefnuna til næstu ára. Kjarasamningagerð Kjarasamningagerð hefur tekið drjúgan tíma hjá mörgum og er í raun ekki lokið þegar þetta er skrifað, enn er ósamið fyrir fram- haldsskólann. Langt og harðvítugt verkfall í grunnskólum hafði mikil áhrif á starfsemi allra félaganna í KÍ vegna þess hve umfangs- mikið það var og hve marga það snerti. Enn og aftur varð ljós sú mikla samstaða sem ríkir hjá félögum innan Kennarasambandsins og ekki síður samstaða stéttarfélaga opinberra starfsmanna og reyndar fleiri. Myndarleg fjárframlög margra systurfélaga léttu verulega undir með rekstri Kennarasambandsins og gerðu auk þess vinnudeilusjóði kleift að greiða hærri upphæðir til hvers félagsmanns á meðan á verkfallinu stóð en ella. Þegar til svo harðra átaka kemur við gerð kjarasamninga eins og nú gerðist er mikilvægt að vel takist til þar sem árangur eins félags getur oft komið öðrum til góða. Það sannaðist um jólin þegar Félag leikskólakennara og Félag tónlistarskólakennara náðu stuttum kjarasamningum með tiltölulega góðum kjara- bótum í kjölfar verkfallsins. Núna er allra mikilvægast að stéttar- félög standi vörð um lágmarkskjör og selji ekki frumburðarrétt- inn fyrir baunadisk. Stytting náms til stúdentsprófs Annað hitamál sem hefur mikið verið rætt er fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs. Ljóst er að styttingin mun hafa veru- leg áhrif á skólastarf í landinu, ekki aðeins í framhaldsskólum heldur líka í grunnskólum og jafnvel leikskólum. Enn og aftur er ástæða til að hafa áhyggjur af kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sú ætlan að flytja hluta af námsefni framhaldsskól- anna niður á grunnskólastigið verður að skoðast í víðu samhengi. Það er ekki sjálfgefið að grunnskólakennarar taki að sér kennslu framhaldsskólaáfanga, enda hafa ekki nema örfáir þeirra leyfis- bréf sem framhaldsskólakennarar. Í kjarasamningi grunnskóla er heldur ekki að finna ákvæði um hvernig beri að greiða fyrir kennslu framhaldsskólaáfanga. Það er heldur ekki sjálfgefið að sveitarfélögin taki við þessum viðbótar verkefnum nema aukið fjármagn fylgi með. Margt bendir til að ríkisvaldið ætli sér enn og aftur að koma hluta af lögbundnum verkefnum sínum yfir á sveitarfélögin án þess að eðlilegir tekjustofnar fylgi með. Ástæða er því til að vara við of miklum flýti í þessu máli. Breyting á kennaramenntun Nú stendur fyrir dyrum löngu tímabær endurskoðun á kennara- menntuninni í landinu og hefur menntamálaráðherra skipað starfshóp til að gera tillögur um framtíðarskipan hennar. Ég tel mikilvægt að fyrst sé hugað að því hverju þarf að breyta í menntun kennara og í kjölfarið séu þá gerðar breytingar á skóla- starfi ef þurfa þykir. Ef flanað verður að þessu máli og mistök gerð mun það fyrst og síðast bitna á nemendum. Þau mistök verða ekki aftur tekin. Börnin eiga aðeins eina æsku og hún er of mikilvæg til þess að gera vanhugsaðar tilraunir með hana. Að lokum Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem nú láta af trúnaðarstörfum fyrir Kennarasamband Íslands fyrir mikið og gott starf og jafnframt býð ég nýtt fólk velkomið til starfa. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Þriðja þing Kennarasambands Íslands Eiríkur Jónsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.