Skólavarðan - 01.03.2005, Side 5

Skólavarðan - 01.03.2005, Side 5
5 KYNNING FORYSTUMANNA SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Elna Katrín Jónsdóttir stendur nú á tíma- mótum. Hún er ekki lengur formaður Félags framhaldsskólakennara og hætt er við að félagsmenn þurfi nokkurn tíma til að átta sig á því þar sem Elna hefur verið eins konar holdgervingur félagsins. Erindin eru ófá sem félags- menn hafa leitað með til hennar og sjaldan gengið bónleiðir til búðar. Vand- séð er að nokkur fari í fötin hennar Elnu þegar þekking og yfirsýn yfir réttindi og skyldur kennara eru annars vegar en hún orðar það svo sjálf að maður komi manns í stað. Nú hefur Aðalheiður Steingrímsdóttir tekið við í brúnni og hún er enginn nýgræðingur í stéttarfé- lagsmálum kennara. Elna heldur áfram sem varaformaður Kennarasambands Íslands og ætlar að sögn að beita sér með dálítið öðrum hætti og leggja aðrar áherslur en hingað til. Skólavarðan sá tilefni til að líta yfir farinn veg með Elnu og leita svara við nokkrum spurningum sem vakna nú þegar breytingar verða á högum hennar. Elna Katrín gekk í barnaskóla á Akur- eyri en fluttist á unglingsaldri til Reykja- víkur og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1974. Hún fór til Vínarborgar og lagði stund á rússnesku og germönsk fræði en tók BA-próf í þýsku frá Háskóla Íslands auk uppeldis- og kennslu- fræði. Hún stundar nú meistaranám við HÍ bæði í sínu fagi, þýsku og opinberri stjórn- sýslu. Fljótlega eftir að Elna hóf kennslu tók hún þátt í samvinnuverkefni hóps þýsku- kennara sem fólst í því að semja metn- aðarfullar kennslubækur Þýska fyrir þig en þær byggja á nútímalegum kennslu- aðferðum. Þýska fyrir þig er sniðin sem grunnnám í þýsku á framhaldsskólastigi og notuð í meirihluta framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur Elna unnið með nýjum hópi að gagngerðri endurskoðun á bókunum. Elna var spurð að því hvernig kennslu- ferill hennar hófst. „Það var nánast tilviljun hvernig ég öðl- aðist mína fyrstu kennslureynslu. Þegar ég lauk stúdentsprófi sóttist ég eftir að komast til náms í rússnesku við háskólann í Leníngrad og reyndi að bera mig eftir námsstyrk sem í boði var en varð undir í þeirri samkeppni. Þá staldraði ég við og leitaði mér að vinnu. Á þessum tíma var mikill kennaraskortur og það varð úr að ég réð mig til kennslu í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Við vorum tveir nýstúdentar á sama aldri sem réðum okkur í meira en fulla kennslu þetta árið. Þarna kenndi ég ensku og þýsku, sem var hluti námsefnis í gagnfræðadeildum, og eitthvað kom ég við að kenna þýsku í MA í veikindafor- föllum. Mín fyrsta kennarastaða var við Menntaskólann á Egilsstöðum en þangað réð ég mig um áramótin 1980-1981 áður en ég hafði að fullu lokið námi. Þar var ég þýskukennari í átta ár. Það var merkileg reynsla að kynnast líf- inu í landsbyggðarmenntaskóla. Mennta- skólinn á Egilsstöðum var fyrsti framhalds- skólinn í landsfjórðungnum og talsverður hluti nemenda voru fyrstu einstaklingarnir í sínum fjölskyldum sem fóru í framhalds- skólanám og jafnvel enn frekara nám þar á eftir. Þar sem þetta var skóli fjórðungsins blönduðust þarna saman börn bæjarins og sveitanna í kring og unglingarnir af fjörð- unum. Fyrir ungan kennara var mjög lær- dómsríkt að kynnast þessu. Þetta var auk þess heimavistarskóli og það kom í hlut okkar kennaranna að annast heimavistar- Sameining kennara var heillaskref Viðtal við Elnu Katrínu Jónsdóttur varaformann KÍ og fráfarandi formann FF

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.