Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 27
Samtök fámennra skóla eru félagsskapur áhugafólks um málefni fámennra skóla á öllum skólastigum. Þau voru stofnuð á Flúðum árið 1989 og voru þá fyrst og fremst samtök fámennra samkennslu- skóla á grunnskólastigi en ná nú einnig til fámennra leik- og framhaldsskóla. Hlutverk samtakanna er að stuðla að bættu og fjölbreyttu skólastarfi, efla samstarf og samskipti fámennra skóla og standa vörð um hagsmuni þeirra. Kennarar, leiðbeinendur og skólastjórar í fámennum skólum geta orðið félagar og einnig þeir sem hafa áhuga á fræðslumálum og vilja leggja samtökunum lið. Þeir skólar sem falla undir skilgreiningu samtakanna eru einnar deildar leikskólar eða leikskólar þar sem fjórir eða færri starfsmenn sinna uppeldi og kennslu barn- anna, grunnskólar þar sem samkennsla árganga á sér stað vegna fárra nemenda í árgangi og framhaldsskólar með færri en 300 nemendur. Í vetur eru starfandi 178 grunnskólar og af þeim eru 60 fámennir. Leikskólarnir eru um 267 og um 45 þeirra eru fámennir. Einnig eru nokkrir grunnskólar reknir undir einni yfirstjórn með aðsetur á tveimur til þremur stöðum í fámennum einingum, t.d. Grunnskóli Vesturbyggðar. Það sama á við um leikskóla. Mennta- og fjölbrauta- skólarnir eru 29 og af þeim eru 7 fámennir. Þessu til viðbótar eru 13 sérskólar á fram- haldsskólastigi sem allir eru fámennir. Frá upphafi hefur eitt af megin við- fangsefnum Samtaka fámennra skóla verið endurmenntunarnámskeið fyrir kennara í fámennum skólum. Nýjasta við- fangsefni samtakanna á þessu sviði er nám- skeiðs- og fræðsluvefur um samkennslu og starf í fámennum skólum. Vefnum er ætlað að vera í senn upplýsingaveita og umræðuvettvangur um fámenna skóla og kennslu í aldursblönduðum námshópum. Einnig er hægt að nýta vefinn sem form- legt námskeið þar sem þátttakendur geta fræðst um hugmyndafræði samkennslu og ólíkar leiðir við skipulag hennar. Í efni á vefnum er gengið út frá að samkennsla og einstaklingsmiðað nám séu nátengd fyrirbæri og þess vegna getur vefurinn orðið öllum að gagni sem vilja fræðast um einstaklingsmiðað nám og leita leiða til að gera það að veruleika, hvort sem þeir kenna í fámennum skólum eða fjöl- mennum. Slóðin að vefnum er http://skolar.skaga- fjordur.is/sfs/ Samtökin halda ársþing þar sem menntamál eru rædd, fyrirlestrar eru haldnir og skólafólk úr fámennum skólum vítt og breitt að af land- inu fær kærkomið tækifæri til að hitt- ast, bera saman bækur sínar og miðla upplýs- ingum sín á milli. Þá halda samtökin úti heimasíðu en þar má finna ýmsar upplýsingar um sam- tökin, stjórn þeirra, lög og tengiliði, en þeir eru einn í hverjum landsfjórðungi, einn í Kennaraháskóla Íslands og einn í Háskól- anum á Akureyri. Á heimasíðunni er einnig gagnlegt krækjusafn tengt kennslufræði sem nýtist vel í fámennum skólum ásamt námskeiðs- og fræðsluvef um samkennslu og einstak- lingsmiðað nám. Slóðin er http://www.ismennt. is/vefir/sfs/ Stjórn samtakanna skipa nú: Þórunn Júlíus- dóttir, leikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjar- klaustri formaður, Fanney Ásgeirsdóttir, Grunnskóla Svalbarðshrepps í Þistil- firði ritari og Jóhanna María Agnarsdóttir, Grunnskólanum í Hrísey gjaldkeri. Þingstjórn sam- takanna er nú á Vestur- landi og formaður hennar er Jóhanna Sigrún Árna- dóttir kennari í Grunn- skólanum í Búðardal. Næsta ársþing verður haldið að Varmalandi í Borgarfirði 9. apríl næst- komandi. Meðal umfjöll- unarefna þar er einstaklingsmiðað nám, útiskóli í leik- og grunnskóla og staða fámennra skóla í landinu og hlut- verk þeirra í byggðaþróun. Þá verður Fjölbrautaskóli Snæfellinga, sem er fámennur framhalds- skóli, kynntur en hann hóf starf- semi sína í haust. F y r i r k o m u l a g k e n n s l u n n a r þar á bæ er fjöl- breytt útfærsla dreifnáms sem er spennandi kostur fyrir þróun fámennra skóla á Íslandi. Hægt er að nálgast skráningarblað á heimasíðu samtakanna. Höfundur er Þórunn Júlíusdóttir formaður Samtaka fámennra skóla. Ljósmynd: Þórunn Júlíusdóttir. Nýr námskeiðs- og fræðsluvefur um samkennslu og starf í fámennum skólum Börn á leikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri í leik sem leggur grunn að stærðfræðinámi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.