Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 24
24 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara var haldinn 25. febrúar sl. á Grand Hóteli. Elna Katrín Jónsdóttir fráfarandi formaður FF setti fundinn og sagði m.a: „Aðalfundur FF mun fást við mörg stórmál. Félagið horfir gagnrýnum augum á vinnubrögð menntamálaráðherra við að koma í kring áformum sínum um að stytta námstíma til stúdentsprófs með því m.a. að skerða nám í framhaldsskólum og með aðferð sem ef að líkum lætur mun leiða til þess að margir framhaldsskólakennarar missa vinnuna. Félagið telur margt í þeirri aðferðafræði óskynsamlegt og höfðar sterkt til mennta- málaráðherra að endurskoða áformin og reyna að ná sátt við skólasamfélagið um breytingar sem raunverulega bæta menntun í landinu. Kjarasamningum er enn ólokið og einhverjar brekkur eftir í samningum við samninganefnd ríkisins ef að líkum lætur. Félagið gagnrýnir harð- lega niðurskurð á framlögum á árinu 2005 til endurmenntunar framhaldsskólakenn- ara á sama tíma og þörf fyrir símenntun er meiri en nokkru sinni fyrr.“ Baráttujaxl lætur af formennsku Meðal gesta við setninguna voru Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Ingibjörg Guðmundsdóttir for- maður Félags framhaldsskóla og Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM sem allar ávörpuðu fundinn. Ingibjörg sagði m.a: „Þau þáttaskil verða á þessum fundi að baráttujaxlinn Elna Katrín lætur nú af formennsku í FF. Ég vil þakka henni kærlega fyrir mikil og góð störf fyrir framhaldsskólakennara og framhaldsskólann. Ég met mikils öll okkar samskipti, hún ber einlæga umhyggju fyrir velferð framhaldsskólans, er ein- staklega hreinskiptin og leggur mikinn metnað í allt sem hún gerir. Kærar þakkir Elna Katrín fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur.“ Hart deilt á áform ráðherra um styttingu Framsöguerindi um þessi áform héldu Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG, Magnús Ingólfsson kennari í Borgarholts- skóla og Sölvi Sveinsson verðandi skóla- stjóri VÍ. Katrín rakti margt sem fer for- görðum ef styttingin verður framkvæmd sem boðað er. Hún lagði áherslu á að framhaldsskólaárin væru þýðingarmikið mótunartímabil og þar öðluðust margir mikilvægan félagsþroska. Magnús rakti sögu hugmyndarinnar frá því hún kom fyrst fram fyrir um áratug. Niðurstaða hans var sú að raunveruleg ástæða fyrir styttingunni væri sparnaður í skólakerfinu. Sölvi Sveinsson kom víða við í erindi sínu og sagði m.a. að einungis lítið brot grunn- skólakennara hefði BA/BS og UK-próf, en það væru lágmarks menntunarkröfur sem gerðar væru til þeirra sem kenna grunná- fanga í framhaldsskólum. Hann minnti á að Íslendingar væru á litlu málsvæði og því væri góð tungumálakunnátta þeim sér- lega mikilvæg. Hann lýsti yfir áhyggjum af skerðingu tungumálakennslu. Miklar umræður spunnust eftir fram- söguerindin. Enginn þeirra sem tók til máls var hlynntur áformum um styttingu. Elna Katrín sagði til dæmis að svikist hefði verið um að efna til opinnar umræðu um þetta stóra mál við skólasamfélagið og almenning í landinu. Í fundarlok var sam- þykkt harðorð ályktun um þessi áform. Elna Katrín og Oddur Jakobsson sögðu frá stöðu mála í kjaraviðræðum en fram kom í máli þeirra að búist væri við nýjum kjarasamningi innan skamms. Ný stjórn tekur nú við stjórnartaumum í FF undir forystu Aðalheiðar Steingríms- dóttur. Hana skipa: Ásdís Ingólfsdóttir, Haukur Már Haraldsson, Magnús Ingólfs- son og Þórunn Friðriksdóttir. Varamenn eru Agnes Karlsdóttir, Hjálmar Jóhannes- son og Ágúst Ásgeirsson. Allar upplýsingar um kjör fulltrúa til trúnaðarstarfa innan FF má lesa á heima- síðu KÍ www.ki.is GG AÐALFUNDUR FF Félagið skorar á menntamálaráðherra að endurskoða áform um styttingu Aðalheiður Steingrímsdóttir er nýr formaður Félags framhaldsskólakennara Á aðalfundi FF. Meðal gesta sem ávörpuðu fundinn var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Elna Katrín Jónsdóttir fráfarandi formaður FF.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.