Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 8
8
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
GESTASKRIF
Við lok skyldunáms hafa flestir nem-
endur nokkuð skýrar hugmyndir um
hvert stefna skuli í námi og starfi. Þegar
gögn um námsval og hugmyndir 10.
bekkinga um líklegt framtíðarstarf eru
greind eftir kyni, kemur í ljós að drengir
og stúlkur halda eiginlega sitt í hvora
áttina, þau stefna út á hinn kynjaskipta
vinnumarkað. Þegar piltar og stúlkur
eru beðin um að meta allmörg störf í
samfélaginu kemur í ljós að veruleiki
starfanna blasir ekki eins við þeim.
Þessi ólíka hugsun pilta og stúlkna um
störf er talin vera ein megin forsenda
ólíks starfsáhuga.
Í þessari grein verður stuttlega greint
frá tveimur rannsóknum. Í þeirri fyrri
voru hugmyndir 10. bekkinga um líklegt
framtíðarstarf skoðaðar. Úrtakið var 318
nemendur í 16 grunnskólum, 174 drengir
og 144 stúlkur. Í síðari rannsókninni var
starfshugsun 10. bekkinga skoðuð. Í úrtaki
eru 911 nemendur í 26 grunnskólum,
497 drengir og 414 stúlkur. Gögnum var
safnað árið 1996.
Fyrri rannsóknin staðfestir kynjabund-
inn mun á starfsáhuga sem fundist hefur
í mörgum rannsóknum (t.d. Shinar, 1975;
Fottler og Bain, 1980; Rojewski, 1997 í
Sharf, 2002; Gysbers, Heppner og John-
ston, 1998). Eins og sést á töflu 1 kemur
kynjaskipting í hugmyndum um framtíðar-
starf fram í því að stúlkurnar stefna á
þjónustustörf, störf á heilbrigðissviði og
kennslu en drengirnir í iðnaðarstörf, eðlis-
fræði og verkfræðistörf. Þá er einnig eft-
irtektarvert að drengirnir eru óákveðnari,
þ.e. fleiri drengir nefna ekki neitt líklegt
framtíðarstarf við lok 10. bekkjar.
Skýringa á þessum öflugu straumum
sem bera pilta og stúlkur inn á ólík svið
skólakerfis og vinnumarkaðar má leita
bæði í skipan skólakerfisins og hugsun-
inni sem virðist háð félagslegri stöðu kynj-
anna.
Þegar skipan skólakerfisins er skoðuð
sést að nær öll starfsmenntun kvenna hefur
færst af framhaldsskólastigi á háskólastig.
Þar nægir að benda á menntun grunnskóla-
kennara, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra
og leikskólakennara. Sambærileg færsla
hefur ekki orðið í starfsmenntun karla því
menntun í mörgum hefðbundnum karla-
greinum er á framhaldsskólastigi. Jón Torfi
Jónasson hefur bent á þetta í rannsóknum
sínum og talar um tvö óháð menntunar-
kerfi kynjanna sem tengist verkskiptingu
vinnumarkaðarins (Jón Torfi Jónasson,
1997).
Kynjamunur í námsáhuga og starfs-
áhuga hefur iðulega verið skýrður með
staðalmyndum af kynhlutverkum (Gott-
fredson,1981, 1986; Betz og Fitzger-
ald, 1987; Scott 1981; Kortenhaus og
Demarest, 1993 í Sharf, 2002), en einnig
er unnt að leita skýringa á þessum mun í
starfshugsun. Með starfshugsun er átt við
það hvernig fólk hugsar um störf í samfé-
laginu eða skynjar þau. Hugsun um störf
byggist annaðhvort á reynslu eða athug-
unum (O'Dowd & Beardslee, 1960; Tinsley,
Bowman & Ray, 1988 í Shivy, Rounds &
Jones, 1999). Það er nokkuð samdóma álit
þeirra sem skoðað hafa hugsun um störf
að hún liggi til grundvallar starfsáhuga
(Gati, 1991; Reeb, 1979, Rounds og Tracey,
1996 í Shivy, Rounds & Jones, 1999) og því
er forvitnilegt að kanna hvort munur sé á
því hvernig drengir og stúlkur hugsa um
störf.
Í rannsókn á starfshugsun 10. bekkinga
voru nemendur beðnir um að meta ellefu
störf á tólf kvörðum með sjö punktum.
Dæmi: Að þínu mati er hjúkrunarstarfið
a) ekki áhugavert/áhugavert, b) hefur það
lítið samfélagslegt gagn/mikið samfélags-
legt gagn. Sá sem er í hjúkrunarfræðings-
starfinu hefur a) litla ábyrgð/mikla ábyrgð
b) litlar tekjur/miklar tekjur. Störfin eru
valin með hliðsjón af því að hafa sem víð-
asta skírskotun í samfélaginu, karla- og
kvennastörf, ófaglærð og sérfræðingsstörf.
Störfin eru bifvélavirki, flutningabílstjóri,
grunnskólakennari, hjúkrunarfræðingur,
verkfræðingur, læknir, rafsuðumaður, raf-
virki, ritari, sjómaður og sölumaður.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu
að piltar og stúlkur hugsa býsna ólíkt um
Kynjaskipting vinnumarkaðarins
á sér rætur í hugsun um störf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Ljósmynd: Jón Svavarsson