Skólavarðan - 01.03.2005, Side 23

Skólavarðan - 01.03.2005, Side 23
23 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Fjögur aðildarfélög Kennarasambands Íslands héldu aðalfund fyrir þing sam- bandsins sem haldið verður 14. og 15. mars. Nýir karlar og konur hafa komið inn í stjórnir og tekið að sér trúnaðar- störf fyrir sín félög. Björg Bjarnadóttir og Sigrún Grendal eru áfram formenn Félags leikskólakennara og Félags tón- listarskólakennara en formannaskipti hafa orðið í Félagi framhaldsskólakenn- ara og Félagi grunnskólakennara. Aðal- heiður Steingrímsdóttir tekur við for- mennsku FF af Elnu Katrínu Jónsdóttur og Ólafur Loftsson, sem var kjörinn for- maður FG á aðalfundi á Selfossi, tekur við formennsku af Finnboga Sigurðs- syni. Skólastjórafélag Íslands, SÍ, hélt aðal- fund sinn síðastliðið haust. Stjórn þess skipa: Hanna S. Hjartardóttir, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Unnar Þór Böðvarsson, Auður Árný Stefánsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Börkur Vígþórsson. Félag stjórnenda í framhaldsskólum, FS, heldur aðalfund um leið og aðal- fundur Félags íslenskra framhaldsskóla er haldinn í júní ár hvert. Í júní 2004 var núverandi stjórn félagsins endurkjörin en þó varð sú breyting að Guðbjörg Aðal- bergsdóttir hætti vegna þess að hún tók við stöðu skólameistara en í stað hennar kom Berglind Halla Jónsdóttir. Aðrir í stjórn eru Hermann Tómasson, Ólafur H. Sigurjónsson, Guðmundur Guðlaugsson gjaldkeri og Atli Harðarson. AÐALFUNDIR AÐILDARFÉLAGA KÍ Ný skipan stjórna í KÍ Tveir nýir formenn Annar aðalfundur Félags leikskólakennara var haldinn 25. febrúar sl. á Grand hóteli. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Þingið gekk snurðulaust fyrir sig og máls- hefjendur báru lítt fram af þrætueplum. Í setningarræðu sinni vék Björg Bjarna- dóttir, formaður FL, að örri þróun leikskóla- starfsins og að í því ljósi væri leikskólakenn- urum sérlega þarft að velta fyrir sér notkun hugtaka um leikskólastarf og stöðu fimm ára barna, ásamt fjölmörgu öðru. Björg sagði nýgerðan kjarasamning eitt skref í þá átt að leiðrétta laun leikskólakennara og benti á að stéttin hefði lengi verið þol- inmóð en í komandi samningum yrði þeim fylgt eftir - skuldadagar nálguðust. Leikskóli skal það vera Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, var einn gesta aðalfundar og ávarpaði leikskólakennara. Þeim þótti bragð að þegar ráðherra sagði það sína skoðun að grunnskólastigið skyldi ekki fært neðar; fimm ára börn ættu heima í leikskóla. Ef kæmi til að námsefni yrði fært frá grunnskóla til leikskóla skyldi það gert á forsendum leikskólans. Sesselja Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi í Kópavogi, gekk í takt við ráðherra þar sem hún hélt hádegisfyrirlestur um námskrár- gerð fyrir fimm ára börn í leikskólum Kópa- vogs. Var erindi hennar fróðlegt og snerti umræðuefni fundarins með beinum hætti. Senuþjófar Á þingið mætti Bergur Felixsson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, sem brátt lætur af störfum. Hann þakkaði þann heiður að fá að ávarpa fundinn og vék að farsælu samstarfi við leikskólakennara um uppbyggingu leikskóla. Bergur var hylltur með lófataki og gjöf um leið og honum voru þakkaðar langar og gæfuríkar sam- vistir. Börnin af Klömbrum voru ekki síðri senuþjófar á fundinum. Öguð framkoma og heillandi söngur vakti aðdáun. Takk Klambrar! Þingmál Nokkrar breytingar urðu á stjórn FL. Úr henni gengu Helga E. Jónsdóttir, Ingibjörg Kristleifsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Nýja stjórn skipa ásamt Björgu Bjarnadóttur og Þresti Brynjarssyni: Erla Stefanía Magnús- dóttir, Marta Dögg Sigurðardóttir og Snjó- laug Jónína Brjánsdóttir. Laga- og skipulagsbreytingar voru litlar á þinginu, sumu þó hnikað til eins og einhverjum viðmiðum í leikskóla- og kjarastefnu félagsins. Kurr mátti merkja meðal fundarmanna út af hinu svokallaða Garðabæjarmáli. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þess efnis að Félag leikskólakenn- ara harmaði það vinnulag bæjarstjórnar Garðabæjar að hafna öllum umsækjendum um starf leikskólafulltrúa án skýringa. Þröstur Brynjarsson, varaformaður FL, sleit þinginu og þakkaði sérstaklega þeim sem hefðu lagt sitt af mörkum í þágu félags- ins og bauð nýtt fólk velkomið til starfa. Ásmundur K. Örnólfsson Ljósmyndir: Skólavarðan AÐALFUNDUR FL Börnin úr leikskólanum Klömbrum voru senuþjófar á fundinum. Fimm ára börn eiga heima í leikskóla Menntamálaráðherra boðar að menntun f imm ára barna verði á forsendum leikskólans Björg Bjarnadóttir og Bergur Felixson.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.