Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 25
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
25
Aðalfundur Félags grunnskólakennara
var haldinn á Selfossi 18. og 19. febrúar
sl. Fundinn sátu stjórn félagsins og for-
menn svæðafélaga auk gesta.
Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla
Íslands ávarpaði fundinn og greindi
frá fyrirhuguðum breytingum á kenn-
aramenntun í KHÍ og Júlíus Björnsson
forstöðumaður Námsmatsstofnunar
fjallaði um niðurstöður Písa-könnunar-
innar.
Á fundinum fóru fram venjuleg aðal-
fundarstörf. Kosið var í stjórn og öll önnur
embætti á vegum félagsins. Þrír voru í
framboði til formanns FG: Finnbogi Sig-
urðsson sitjandi formaður, Guðrún Guð-
mundsdóttir Kennarafélagi Reykjaness og
Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags
Reykjavíkur. Niðurstaða atkvæðagreiðslu
fór á þann veg að Ólafur hlaut 46 atkvæði,
Finnbogi 42 og Guðrún 15. Þar með telst
Ólafur Loftsson rétt kjörinn formaður FG.
Nýja stjórn félagsins skipa auk Ólafs þau
Sesselja G. Sigurðardóttir, KR, en hún
var varaformaður FG, Þórður Hjaltested,
KMSK, Valgerður Eiríksdóttir, KFR, og M.
Paloma Ruiz Martinez, KMSK. Valgerður
og Paloma eru nýjar í stjórn.
Í stjórn Kennarasambands Íslands voru
kjörin: Þórður Hjaltested og Ásta Ólafs-
dóttir. Auk þeirra á formaður FG sæti í
stjórninni. Varamenn í stjórn KÍ eru: Val-
geir Gestsson og Steinunn Tómasdóttir.
Nefndir um öll helstu mál félagsins
störfuðu og skiluðu ályktunum og til-
lögum sem bornar voru undir atkvæði
fundarins. Skólastefna FG var samþykkt og
verður hún kafli í heildarskólastefnu KÍ.
Helstu tíðindi fyrir utan formannsskiptin
voru þau að fundurinn samþykkti tillögu
um að leggja niður samræmd próf í grunn-
skólum.
Á heimasíðu KÍ www.ki.is eru upplýsingar um
kjör í allar nefndir og stjórnir á vegum FG.
GG
AÐALFUNDUR FG
Ályktað að leggja niður samræmd próf í grunnskólum
Ný stjórn FG 2005. Frá vinstri: Ólafur Loftsson, Paloma Ruiz Martinez, Valgerður
Eiríksdóttir, Þórður Hjaltested og Sesselja G. Sigurðardóttir.
Ólafur Loftsson
kjörinn formaður FG
Nýr formaður FG Ólafur Loftsson var spurður hverjar væru
helstu áherslur hans í kjara- og fagmálum.
„Ég tel að markmið okkar í komandi kjarasamningum hljóti að vera að
ná samningum við sveitarfélögin án mikilla átaka. Skapa þarf sátt og
frið um skólastarfið og að kennarar fái laun í samræmi við starf sitt og
ábyrgð. Nú hafa ný stjórn og ný samninganefnd verið kosnar og eiga
eftir að fara yfir þessi mál og marka stefnuna. Til að nefna nokkrar
áherslur í kjaramálum: Einfaldari kjarasamningur (með það í huga að
minnka 9,14/4,14), hækkun grunnlauna, minnkuð kennsluskylda og að
sveigjanleiki í starfinu verði tryggður.
Aðalfundur FG markar stefnu félagsins í fag- og kjaramálum. Það er
svo hlutverk formanns og stjórnar FG að framfylgja þeirri stefnu. Varð-
andi áherslur mínar í fagmálum má nefna mörg atriði, s.s. hugmyndir
um lengingu kennaranáms m.t.t. faglegra og kjaralegra atriða, styttingu
framhaldsskólans og breytingar á starfsumhverfi grunnskólakennara
sem gætu komið í kjölfarið og áhrif kennara á stefnumörkun grunnskól-
ans.“
Boðar þú einhverjar mikilvægar breytingar á stjórnun Félags grunn-
skólakennara?
„Ég geri ráð fyrir að átt sé við mínar áherslur í starfinu. Margt hefur
verið vel gert í stjórnun félagsins. Það er ljóst að talsverð óánægja hefur
verið með kynningar- og almannatengslamál FG. Á nýliðnum aðalfundi
var ákveðið að stofna kynningarnefnd og mun ég á næstu mánuðum
vinna með henni og stjórn FG að því að marka stefnu í þeim málum. Eins
þarf að efla innra starf félagsins og viðhalda góðu sambandi við svæða-
félögin og kennara um allt land.“