Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 21
21 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 myndfundakennslu, vinnuframlag kenn- ara við einstök verkefni og námsmat. Sam- kvæmt samningnum ber kennurum að semja ítarlega kennsluáætlun og vinna að samræmdu gæðakerfi. Kennarar eiga sam- kvæmt samningnum að njóta tæknilegrar aðstoðar innan skólans og hafa tækifæri til símenntunar á sviði tækni og kennslu- fræði fjarkennslu.“ Nemendur vandir á sjálfstæð vinnubrögð Fjarnám og dreifnám krefjast mikillar sjálf- sögunar nemenda. Hvernig gengur að halda þessu gangandi hér? „Við verðum að halda vel utan um allt skipulagið og ala nemendur upp í því að vera ábyrgir, en þeir fá stuðning. Sálfræðin er til dæmis kennd frá Egilsstöðum því þar er s á l f r æ ð i - kennarinn. Við höfum hins vegar kennara hér sem styður við bakið á nemendum og heldur þeim við efnið. Nem- endur sem eru að taka áfanga í fjarnámi eru yfirleitt á 3. og 4. námsári stúdents- brauta og ráða því oftast við þetta vinnu- lag. Þeir sem eru ekki vel staddir í námi ná sjaldnast svo langt að taka kjörsviðsáfanga af bóknámsbrautum. Þessar aðferðir eru því einkum við lýði í efstu áföngunum og nemendur á því stigi eru í námi af fullri alvöru.“ Frumkvöðlanám - spennandi nýjung Frumkvöðlanám byggist á tengslum og samspili skóla og samfélags og þeirri hug- mynd að hver og einn móti að verulegu leyti sína framtíð. Í frumkvöðlanámi er leitast við að efla frumkvæði og aðstoða nemendur við að koma auga á tækifærin í umhverf- inu þannig að hver og einn verði betur undir það búinn að skapa sér sjálfur starfsvettvang í fram- tíðinni. „Við söfnuðum saman liði frá Þróun- arfélagi Austurlands, Fræðsluneti Austur- lands, sveitarfélaginu og fengum Ágúst Pétursson sem unnið hefur mikið að nýsköpunarverkefnum á undanförnum árum. Þessir aðilar fóru á hugarflug og afrakstur þess varð á f a n g i n n frumkvöðla- fræði, FRU 173, sem var kenndur hér í fyrsta skipti sl. vor. Fyrirmyndin er banda- rísk og notuðum við kennslubók sem nú er verið að þýða á íslensku fyrir áfangann. Reynslan hér hefur m.a. orðið efniviður í sams konar áfanga í öðrum framhalds- skólum. Mér skilst t.d. að Fjölbrautaskól- inn í Ármúla bjóði upp á frumkvöðlanám núna í vor og það hafi verið í Garðabæ í haust.“ Viðskiptahugmynd verður að vöru Hvað læra menn í FRU 173? „Þegar horft hefur verið til þeirra tækifæra sem umhverfið býður upp á er sett fram við- skiptahugmynd. Því næst er nemendum kennt að stofna fyrirtæki, reka það og selja afurðir sínar. Þeir lærðu á bankamál með því að taka lítið bankalán í Spari- sjóðnum og fara gegnum lánsferlið. Síðan hönnuðu þeir vörur, framleiddu þær og seldu á markaði í Hornabæ sem er gamalt verslunarhúsnæði hér á Höfn. Nemendur fengu nasasjón af öllu ferlinu frá viðskipta- og markaðssjónarhorni. Það skal þó tekið fram að þarna fór ekki fram eiginlegt við- skipta- né hagfræðinám þótt þessar fræði- greinar kæmu nokkuð við sögu. Ég get nefnt dæmi um matreiðslubók og brjóst- sykur sem söluvörur nemenda hér. Námið gengur fyrst og fremst út á að nemendur fái vissu fyrir því að þeir geti hrint hug- myndum sínum í framkvæmd og notað tækifærin í nágrenninu.“ Að lokum var Eyjólfur spurður að því hvernig gengi að manna kennarastöður? Hann sagði að það gengi vel. „Núna í haust skiluðu sér allir kennarar frá í fyrra og við bættum við tveimur nýjum. En okkur vantar reyndar raungreinakennara á vorönn. Hér er frábær vinnuaðstaða og félagslíf kennara gott.“ GG Ljósmyndir Dagur Gíslason. Til að koma á móts við að skólasamfélagið á Austurlandi er víðáttumikið og samgöngur víða erfiðar en skólarnir litlir, hefur verið komið upp öf lugu samstarf i milli Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu, Verkmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað og Menntaskólans á Egilsstöðum. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu er til húsa í Nýheimum glæsilegri nýbyggingu á Höfn í Hornafirði. Kennarar og skólameistari í FAS, frá vinstri, Helgi Georgsson, Róbert Ferdinandsson, Eyjólfur Guðmundsson, Árný Aurangasri Hinriksson og Hjördís Skírnisdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.