Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Augnhreyfingar verða færri, augunum miðar betur áfram í lín- unni og lestrarhraði eykst. Letur er stórt og breitt. Björn Már Ólafsson augnlæknir í Hafnarfirði hefur aðstoðað við sjónrænan þátt verkefnanna. Lestrar- og málþjálfunarverkefnin skiptast í 17 kafla og grund- vallast hver kafli á einum samhljóða og samhljóðasamböndum hans. Undirstaða hvers kafla er valdir orðalistar og er orðunum raðað í fyrirfram ákveðna röð eftir fyrsta sérhljóða í orði. Höfundur er Sigríður Ólafsdóttir sérkennari en hún hefur í ára- tugi starfað við lestrarkennslu seinfærra barna, sérkennslu, tal- kennslu og kennslu heyrnardaufra auk almennrar kennslu. Sigríður gefur kost á að kynna Lesum lipurt. Upplýsingar: sigga@centrum. is eða sigriduro@flataskoli.is eða í síma 8621455. Garðabær og menntamálaráðuneytið styrktu gerð námsefn- isins og Þróunarsjóður grunnskóla hefur veitti styrk til að gera úttekt á verkefnunum 2003-2004. Útgefandi er Hjalli ehf. Lesum lipurt fæst í Skólavörubúðinni. Lestrar- og málþjálfunarverk- efnin Lesum lipurt eru ætluð nemendum á grunnskóla- stigi, 1.-6. bekk, og miða að því að þjálfa grunnfærni í lestri. Verkefnin þjálfa grunn- lestrartækni með áherslu á augnhreyfingar. Með námsefninu eru farnar nýjar og óhefð- bundnar leiðir. Verkefnin þjálfa markvisst grunnlestr- artæknina með áherslu á réttar augnhreyfingar þannig að lesturinn verður lipur og átakalaus. Verkefnin eru til þess fallin að teygja á sjónskerpusviðinu og stækka þannig svæðið sem augun sjá skýrt í hverri augndvöl. 1 Lestrar- og málþjálfunarverkefni Sigríður Ólafsdóttir 1 Fyrri hluti Börn og menning er tímarit fyrir áhugafólk um barna- menningu sem kemur út tvisvar á ári, að vori og hausti. Blaðið er gefið út af félaginu IBBY á Íslandi og er eina tímaritið hér á landi sem eingöngu er helgað menningarlífi barna. Í blað- inu birtast metnaðarfullar greinar um hvaðeina sem viðkemur barnamenningu, t.d. bækur, leikhús, bíómyndir og myndlist, en einkum er fjallað um það sem ber hæst hverju sinni á þessu sviði hér á landi. Útgáfa blaðsins Börn og menning er viðamesta verkefni IBBY á Íslandi en auk þess stendur félagið ásamt öðrum samtökum árlega fyrir bókakaffi sem og ráðstefnu í Gerðubergi þar sem fjallað er um menningarlíf barna. IBBY á Íslandi á aðild að alþjóðlegu sam- tökunum IBBY (International Board on Books for Young People) og vinnur innan vébanda þeirra, til dæmis að útgáfu tímaritsins Nordisk blad með systurfélögum sínum á Norðurlöndum. IBBY á Íslandi hefur einnig staðið fyrir útgáfu smásagnasafn- anna Ormagull og Auga Óðins í samstarfi við Mál og menningu og í lok síðasta árs kom út Barnabókadagatal IBBY 2005 sem gefið var í alla leikskóla landsins. Dagatalið var fyrsta eiginlega lestrarhvetjandi verkefnið sem félagið tekst á hendur. Nánari upplýsingar um félagið er að finna á www.ibby.is. Allt áhugafólk um menningu barna er hvatt til að ganga í félagið og fá tímaritið Börn og menning heim til sín tvisvar á ári. Hafið samband við Brynju Baldursdóttur, brynjab@fg.is Við erum þriggja manna fjöl- skylda í námi í Danmörku með þriggja ára barn. Við ætlum að heimsækja föður- landið í sumar og óskum því eftir íbúðaskiptum frá 16. - 30. júlí 2005 (möguleiki á að komast fyrr í íbúðina). Okkar íbúð er þriggja herbergja, 92 fm, á þriðju (efstu) hæð í fjölbýli í Viborg á Jótlandi og óskum við eftir sambæri- legri íbúð í Reykjavík. Íbúðinni fylgja öll helstu nútíma þægindi, s.s. sjónvarp, DVD spilari og örbylgjuofn. Þvottaherbergi er í kjallara, þvottavél og þurrkari. Viborg liggur nokkuð miðsvæðis á Jótlandi og stutt er í Lego- land, til Árósa, í ýmsa sumar/ævintýragarða svo fátt eitt sé nefnt. Til nánari upplýsinga um borgina er hægt að skoða www.viborg.dk Áhugasamir sendi rafpóst á sussa@tdc-broadband.dk 2. tbl. 2004 • 19. árg. Tumi trítill og Jóra stóra eru á stefnumóti með litríka hatta og litríkar grímur skreyttar með alskonar dóti. „Mikið ertu í fallegum skóm,“ segir Tumi trítill og gefur Jóru stóru blóm þótt hann sé lítill. En allt í einu sjá þau köttinn hana Skoppu með sinn flotta feld og sína flottu loppu. Nú fara þau inní sirkustjaldið og fara svo að baka því brúðkaup verður haldið. Sólveig Eir Stewart, 12 ára Viðtalið • Sigrún Eldjárn Leiklist • Bergur Felixson • María Reyndal Silja Aðalsteinsdóttir Bókmenntir • Anna Heiða Pálsdóttir Úr smiðju höfundar Kristlaug María Sigurðardóttir Reykjavík - Viborg Íbúðaskipti Stuðningur við barnamenningu Lesum lipurt - nýtt lestrar- og málþjálfunarefni Æf ingin skapar meistarann FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.