Skólavarðan - 01.03.2005, Side 13
13
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005
og gangandi. Byggingin er björt og falleg
og mikil áhersla hefur verið lögð á að nota
náttúruleg byggingarefni, svo sem stein
og tré. Arkitektar hússins eru Baldur Svav-
arsson og Jón Þór Þorvaldsson.
Fjölbreytt námsframboð
Á þeim 40 árum sem skólinn hefur starfað
hafa 35 nemendur lokið þaðan námi
með sjálfstæðum tónleikum, þar af 28 á
síðastliðnum 15 árum. Flestir hafa lokið
burtfararprófi í söng eða 26, sjö í píanó-
leik, einn á selló og einn á gítar.
Flestir kennarar skólans kenna á píanó
eða níu en sex gítarkennarar hafa nóg að
gera við að mæta sífellt vaxandi áhuga
fyrir gítarleik. Í skólanum er einnig kennt
á strengjahljóðfæri, málm- og tréblásturs-
hljóðfæri, slagverk og harmoniku. Söng-
kennarar eru tveir og þrír kenna tónfræði-
greinar og sjá um forskóla.
„Í skólanum er unnið samkvæmt nýrri
aðalnámskrá og erum við komin vel á veg
með að tileinka okkur hana með góðum
árangri,“ sagði Agnes. „Klassíska tónlistin
lifir góðu lífi hér í skólanum. Mjög margir
söng- og píanónemendur hafa útskrifast
héðan og Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sá
öflugi söngkennari, hefur útskrifað fjölda
nemenda undanfarið. En tímarnir breytast
hratt og við verðum að laga okkur að því.
Þegar ég byrjaði hér við skólann voru gít-
arnemendur um 30 en nú eru þeir á annað
hundrað.“ Að mati Agnesar er hugsanleg
skýring á þessari sókn gítarsins að hann
er það hljóðfæri sem börn og unglingar
sjá oftast í sjónvarpi og vinsælum mynd-
böndum. „Það væri æskilegt að fjölbreytt-
ari tónlist væri tekin upp myndrænt og
sýnd í sjónvarpi sem þessi hópur horfir
á til að koma í veg fyrir einhæfni í tón-
listarsmekk.“
Það var líf og fjör í hverri stofu í Tón-
listarskóla Garðabæjar. Heyra mátti fiðlur
og píanó, blásið í saxófón, ungur piltur sló
strengi rafmagnsgítarsins, kennari sló takt-
inn, heil hljómsveit lék í æfingasalnum
og tónmenntarkennarinn var að hefja
kennslustund í fræðunum. Hér fer greini-
lega fram metnaðarfullt starf í verðugri
umgjörð. Skólavarðan óskar Tónlistarskóla
Garðabæjar til hamingju með afmælið.
GG
Ljósmyndir GG
Ómar Guðjónsson og Kristinn Snær Agnarsson stjórna hljómsveitaræfingu.