Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.03.2005, Blaðsíða 32
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 32 Nú á að beita niðurskurðarhnífnum aftur og skal nú skorið neðan af stærð- fræði framhaldsskólans með því að færa fyrsta áfangann (STÆ103) frá framhalds- skólanum niður í grunnskólann samkvæmt tillögum um styttingu náms til stúdents- prófs. Þá verður fækkun eininga í stærð- fræði í framhaldsskóla frá námskránni sem gilti fyrir 2000 orðin 50% á eðlisfræði- braut, 43% á náttúrufræðibraut, 80% á félagsfræðibraut og 75% á málabraut. Með þeirri gengisfellingu á stúdents- prófi í stærðfræði sem þegar er orðin og því gengissigi sem framundan er, er ástæða til að hafa áhyggjur af stærðfræðikunnáttu grunnskólakennara framtíðarinnar. Mikill meirihluti þeirra nemenda sem fara í Kenn- araháskólann eru nemendur á mála- og félagsfræðibrautum framhaldsskólanna og fæstir þeirra taka stærðfræði sem val- grein. Þeir sem taka ekki stærðfræðival ljúka aðeins fjórum einingum í stærðfræði í KHÍ og af þessum fjórum einingum fara tvær í kennslufræði stærðfræðinnar. Eftir styttingu framhaldsskólans munu margir þessara nemenda aðeins hafa lokið einum stærðfræðiáfanga í framhaldsskóla (þeir geta meira að segja lokið þessum eina áfanga án eininga með einkunnina 4). Leið þeirra getur svo legið í KHÍ þar sem þeir bæta við sig tveimur einingum í stærð- fræði og hafa síðan réttindi til að kenna nemendum grunnskólans allt upp í 10. bekk. Á yfirreið menntamálaráðherra, Þor- gerðar K. Gunnarsdóttur, milli framhalds- skólanna ásamt fylgdarliði, lýstu menn áhyggjum af skorti á menntuðum kenn- urum til að sinna kennslu á unglingastig- inu (8. - 10. bekk). Lausnin virðist hins vegar fundin að mati sumra sem benda á að með samruna Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur sé kominn öflugur einkaskóli sem geti sinnt því hlutverki að mennta kennara í stærð- fræði og raungreinum til að kenna á ung- lingastigi. Spurningin er bara hvort líklegt sé að í þetta nám, þar sem há skólagjöld verða innheimt, streymi nemendur sem hyggist kenna unglingum stærðfræði á lágum launum en kennsla á unglingastigi er örugglega meðal þeirra starfa sem eru hvað mest krefjandi? Sumum kynni að finnast það nokkuð óraunhæf framtíðar- sýn. Er eftir allt saman hugsanlegt að fleiri en kennara og skólastjórnendur skorti heildaryfirsýn? Ragna Briem. Höfundur er deildarstjóri í stærðfræði í MH. Mikill meirihluti nemenda sem fara í KHÍ eru af mála- og félagsfræðibraut- um framhaldsskólanna og fæstir þeirra taka stærðfræði sem valgrein. Þeir sem taka ekki stærðfræðival ljúka aðeins fjórum einingum í stærð- fræði í KHÍ og af þessum fjórum einingum fara tvær í kennslufræði. Eftir styttingu framhaldsskólans munu margir þessara nemenda aðeins hafa lokið einum stærðfræðiáfanga í framhaldsskóla. Þeir geta meira að segja lokið þessum eina áfanga án eininga með einkunnina 4,0.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.