Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 14
14 NÝTT NÁM SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Öflugt símenntunarstarf í skólum er án efa einn af helstu drifkröftum í þróun skólastarfs á Íslandi. Kennarar jafnt sem stjórnendur í skólum eru meðvitaðir um verðmæti þekkingar og mannauðs og hversu mikilvægt það er að viðhalda kunnáttu sinni til góða fyrir framþróun menntunar á öllum stigum. Stjórnun í skólaumhverfi er á margan hátt eins og stjórnun í fyrirtækjum, þótt viðfangsefnin séu vissulega önnur. Góðir stjórnunar- hættir, sem miða að því að bæta rekstur og gera starfsmenn færari í starfi, eru ekki síður mikilvægir en þeir kennslufræðilegu þættir sem kennaramenntað fólk verður sér úti um í sínu grunnnámi. Sú nálgun að nota aðferðir sem hafa komið að gagni í atvinnulífinu til að skipuleggja stjórnun í skólum hefur reynst ákaflega vel. Næsta vetur munu Capacent og Stjórn- endaskóli Háskólans í Reykjavík bjóða upp á stjórnunarnám sem sérsniðið er að þörfum stjórnenda í leik-, grunn-, framhalds- og sérskólum. Markmið námsins er að efla stjórnendur í skólum m.a. á sviði leiðtogafærni og stefnumótunar, mannauðs- og rekstrarstjórnunar ásamt því að gera þá færa í að nýta árangursmat til að innleiða stefnu og stýra störfum starfsfólks. Námið er skipulagt með það fyrir augum að það nýtist sem best í starfi stjórnenda í skólum. Stjórnunaraðferðir, sem virka í atvinnulífinu eru heimfærðar upp á skólaumhverfið á árangursríkan hátt og áherslan er á rekstur og stjórnun skóla frekar en á kennslufræðilega þætti. Markvisst og hagnýtt nám Eyjólfur Bragason hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Hulda Björnsdóttir að- stoðarskólastjóri Salaskóla luku fyrri hluta námsins í vetur sem leið. Eyjólfur segir að námið hafi verið markvisst og vel skipulagt: „Námið tók nákvæmlega á þeim hlutum sem stjórnendur í skólum eru að vinna við í daglegu starfi,“ segir hann. „Leiðbeinendur þekktu skólastarf mjög vel og bæði aðferðir og efni sem notað var nýttist okkur markvisst í starfi. Í framhaldinu fórum við í FÁ í ákveðna stefnumótun sem við erum nú að vinna eftir og þar gátum við notað þær aðferðir sem við lærðum. Síðast en ekki síst var frábært að hitta og ræða við fólk alls staðar að af landinu sem er að vinna í skólum á öllum stigum.“ Hulda segir að það besta við námið sé að það hafi nýst henni beint í starfi auk þess sem verkefni og dagleg stjórnunarvinna studdu hvort annað. „Það er mjög gagnlegt að læra stjórnun á meðan maður er í starfi,“ segir hún. „Viðfangsefnin voru mjög hagnýt og nýttust mér beint í daglegu starfi, auk þess sem mér fannst starf mitt einnig koma að notum í verkefnavinnu. Það voru tekin fyrir viðfangsefni sem við gátum notað beint í raunverulegum aðstæðum og þannig studdi þetta hvort annað.“ Hulda bætir því við að það hafi ekki síður verið gagnlegt að hitta hóp fólks með mikla fagþekkingu úr skólastarfi sem bauð upp á gagnleg og skemmtileg samskipti. Þannig kynntust þátttakendur vel innbyrðis og fengu tækifæri til að skiptast á þekkingu og reynslu úr skólastarfi. Nám í Stjórnun og forystu í skólaum- hverfi hefst haustið 2007 og lýkur í júní 2008. Kennt er í tveggja daga lotum á tveggja vikna fresti yfir veturinn auk þess sem gert er ráð fyrir einhverri hópavinnu og lestri. Einnig verður boðið upp á framhaldsáfanga fyrir þá sem luku fyrri hluta námsins í fyrra. Nánari upplýsingar má fá hjá Capacent í síma 540 1000 eða á netfangi namskeid@capacent. is og hjá Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík í síma 599 6261 eða á netfangi stjornendaskoli@ru.is. Skráning er á www. capacent.is og www.stjornendaskoli.is. Stjórnun og forysta í skólaumhverfi Nýtt skólastjórnunarnám „Námið tók nákvæmlega á þeim hlutum sem stjórnendur í skólum eru að vinna við í daglegu starfi.“ Eyjólfur Bragason. „Viðfangsefnin voru mjög hagnýt og nýttust mér beint í daglegu starfi, auk þess sem mér fannst starf mitt einnig koma að notum í verkefnavinnu.“ Hulda Björnsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.