Skólavarðan - 01.04.2007, Page 15

Skólavarðan - 01.04.2007, Page 15
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Deildarstjórar og leikskólakennarar óskast til starfa! Leikskólinn Óskaland í Hveragerði stækkar og vantar okkur áhugasama deildarstjóra og leikskólakennara til starfa í ágúst. Tvær nýjar deildir opna um miðjan ágúst. Í Óskalandi er unnið með Reggio stefnuna fram að 5 ára aldri , og eru elstu börnin í lífsleikni í anda Kari Lamer frá Noregi. 5 ára börn fá 5 tíma gjaldfrjálsa í leikskólanum, systkinaafsláttur gildir einnig hjá dagmæðrum og í frístundaskóla. Hveragerðisbær leggur áherslu á gott umhverfi fjölskyldunnar. Unnið er að heildstæðri skólastefnu bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti nýverið að bjóða öllum foreldrum 6 ára barna og yngri upp á foreldrafærninámskeið "Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar" og fá þeir foreldrar sem ljúka námskeiðinu 5% afslátt af leikskólagjöldum. Stefnan er að taka inn börn frá 18 mánaða aldri í haust. Rekinn er frístundaskóli í bænum og í sumar verður boðið upp á metnaðarfullt sumarstarf fyrir yngstu nemendur grunnskólans . Vegalengdir eru stuttar innanbæjar og þjónusta innan seilingar og jafnframt er höfuðborgarsvæðið einungis í 30 mín. fjarlægð. Rómuð náttúrufegurð umlykur bæinn. Gott öflugt og ódýrt íþróttastarf er rekið í bænum, og frítt er í sund fyrir börn að 18 ára aldri. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, fyrir 1. júní n.k. Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Hveragerðisbæjar www. hveragerdi.is Upplýsingar gefur Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í síma 4834139. Leikskólinn Óskaland, Finnmörk 1, 810 Hveragerði. Netfang: oskaland@hveragerdi.is

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.