Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 16
16
ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG FRAMKVÆMD – 1. GREIN
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007
Umfangsmiklar og róttækar tillögur
að skólaumbótum eru afrakstur vinnu
nefnda sem skipaðar voru á grundvelli
tíu punkta samkomulagsins. Mjög
brýnt er að þessi umbótavinna rati inn
í pólitíska umræðu fyrir kosningar þar
sem hér er að finna verkefni nýrrar
ríkisstjórnar í menntamálum. Sjö af tólf
nefndum hafa þegar lokið störfum og
skilað skýrslum. Fyrst leit dagsins ljós
skýrsla starfsnámsnefndar og tillögur
hennar gáfu tóninn að því starfi sem
óunnið var en er nú á lokastigi. Tillögur
nefndanna boða stórfelldar umbætur á
íslensku menntakerfi til hagsbóta fyrir
alla nemendur.
Vilji til að tryggja jafnrétti til náms er oft
staðfestur í ræðum, skýrslum og greinum
jafnt hjá yfirvöldum sem skólasamfélaginu.
Til dæmis hér:
• Skólar eiga að vera stofnanir sem bjóða
öll börn velkomin og foreldra þeirra
og skapa skilyrði fyrir árangursríka
menntun, en þeir eiga einnig að vera
öruggt skjól og öruggur staður fyrir
börnin þar sem þeim líður vel í umsjón
fagfólks sem foreldrar treysta fyrir því
mikilvægasta sem þau eiga, börnunum
sínum, mikilvægustu framtíðarauð-
lind þjóðarinnar. (Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á
skólamálaþingi KÍ 2004).
• ... hvað meinum við þegar við segjum
að skólinn eigi að vera eða sé fyrir
alla? Hvað lesum við út úr lögum og
námskrám um þetta efni og hvernig
rímar stefnan við raunveruleikann?
Hverjir ráða mestu um breytingar á
skipulagi og innihaldi skólastarfs?
Hvað veldur því að stundum eru gerðar
breytingar á skólastarfi og mennta-
stefnu sem ekki miða sýnilega að því
að leysa stærstu vandamál skólanna
og nemenda þeirra heldur þjóna
einhverjum öðrum markmiðum?
Hversvegna eigum við enga heildstæða
og skuldbindandi langtímastefnu eða
markmiðssetningu um framboð og
tilhögun menntunar fyrir alla á skóla-
aldri allt frá leikskólastigi og til loka
framhaldsskóla eða jafnvel til loka
sérskóla- eða háskólanáms? (Elna Katrín
Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður
Skólamálaráðs KÍ í fyrirlestri á málþingi
Rannsóknastofnunar Kennaraháskóla
Íslands 2003).
• Meginmarkmið skólastarfs er að
tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins
góða menntun. (Skólastefna Kennaras-
ambandsins 2005-2008).
Viljinn er til staðar en hvað líður fram-
kvæmdum? Hafa allir Íslendingar jafnan
rétt til náms? Þetta er spurning sem felur
í sér þrennt: Aðgengi að námi yfirleitt, að
námi í þeim skólum sem nemandinn og/
eða foreldrar kjósa og loks það sem er ekki
síður þýðingarmikið, að námi við hæfi.
Tveir formenn í Kennarasambandinu sátu
í nefndinni um sveigjanleika og fjölbreytni
í skipulagi náms og námsframboði, þau
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður
FF og Ólafur Loftsson formaður FG.
Skólavarðan ræddi við Aðalheiði og Ólaf
um framhaldsskólann og nám á mörkum
grunn- og framhaldsskóla og fékk þessi
svör:
UM VANDANN
Er framhaldsskólinn fyrir alla hvað varðar að-
gengi að námi og að fá nám við hæfi?
Nei, staðan er því miður ekki þannig.
Það vantar mikið upp á að hægt sé að
segja að hérlendis ríki jafnrétti til náms
í framhaldsskólum. Mjög stór hópur
nemenda ferðast langar leiðir til að
komast í skólann og oftar en ekki er hann
alls ekki sá skóli sem þeir vildu fara í. Þetta
er útilokun sem er innbyggð í kerfið og
nauðsynlegt að útrýma sem allra fyrst.
Grunnskólanemendur í
framhaldsskóla
Í fyrsta lagi hefur nemendahópurinn sem
er enn í grunnskóla og vill stunda nám
í framhaldsskóla samhliða grunnskóla-
náminu ekki skilgreindan rétt til þess
heldur er það komið undir áhuga og
frumkvæði áhugasamra einstaklinga í
Nám á skilum grunn- og framhaldsskóla,
framhaldsskólanám: Róttækar umbótatillögur
NÝR GREINAFLOKKUR!
Hér er hleypt af stokkunum nýjum greinaflokki í Skólavörðunni um íslenska
menntastefnu og menntapólitík. Í hverri grein er fjallað um eitt mál og spurt:
• Hver er staðan?
• Hverju þarf að breyta?
• Hvernig er hægt að breyta því?
Mikið skortir á að íslensk ungmenni búi við raunverulegt jafnrétti til náms.
Í þessari fyrstu grein er til umræðu hluti skýrslu nefndar um sveigjanleika og
fjölbreytni í skipulagi náms og námsframboði. Spurt er um þá þætti skýrslunnar
sem varða jafnrétti til náms, lykilatriði sem er kjarninn í vinnu nefndarinnar og
öllum skólaumbótum. Að þessu sinni er framhaldsskólinn í brennidepli og nám á
skilum grunnskóla og framhaldsskóla.
Aðalheiður Steingrímsdóttir og Ólafur Loftsson
Lj
ó
sm
y
n
d
ir
:
k
e
g