Skólavarðan - 01.04.2007, Síða 28

Skólavarðan - 01.04.2007, Síða 28
28 KENNSLUGÖGN, FÉLAGAFRÉTTIR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Aðalfundur félagsins verður á Kjarvalsstöðum 28. apríl nk. kl. 10-14. Auk aðalfundarstarfa verður bókasýning, fjölbreytt dagskrá og veitingar. Norðurdeild heldur aðalfund í maí, fylgist með tilkynningum. Sumarnámskeið FEKÍ verður 11.-15. júní í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Bandarískar bókmenntir við hæfi ungs fólks og skapandi ritun verða í forgrunni hjá Will og Rosalie Weaver sem koma frá Bermidji í BNA. Umsókn hjá EHÍ til 1. júní en nánari upplýsingar gefur Jón Hannesson, jiha@mh.is Myndin lýsir nýrri aðferð í lestrar- kennslu – byrjendalæsi, en hún var þróuð af Rósu Eggertsdóttur á vegum skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Sextán kennarar í jafnmörgum bekkjardeildum í sex grunnskólum árin 2004 til 2006 komu til samstarfs við þróun byrjendalæsis. Myndin var tekin í 1. og 2. bekk í fimm bekkjardeildum vorið 2006. Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð þar sem jöfnum höndum er unnið með merkingu máls og tæknilega þætti lestrarnáms. Byrjendalæsi er byggt á kenningum lestrarfræða um áhrifarík og vönduð vinnubrögð. Meðal annars var sótt í smiðju NRP-2000 rannsóknarinnar um mikilvægi þess að kennsla í lestri nái til allra þátta móðurmálsins. Því er Félag kennara á eftirlaunum heldur aðalfund sinn þann 5. maí næstkomandi í kjölfar síðasta fræðslu- og skemmtifundar vetrarins sem hefst kl. 13:30 í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Í sumar verða farnar þrjár ferðir á vegum félagsins; dagsferðir frá Reykjavík og Akureyri og fjögurra daga ferð um Vestfirði. Skráning er hjá KÍ í síma 595 1111. Vefur FKE: www.FKEfrettir.net vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld saman í eina heild í byrjendalæsi. Ennfremur eru sértækir þættir móður- málsins, svo sem hljóðvitund, réttritun, orðaforði, setningabygging, málfræði og skrift, tengdir inn í ferlið. Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngu sinni. Byrjendalæsi gerir ráð fyrir því að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið, því er lögð áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. Myndin er ætluð kennurum, kennaranemum og foreldrum. Myndin er 20 mín. að lengd, framleidd af N4 fyrir RE. Nánari upplýsingar og dreifing: Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur við HA rosa@ismennt.is; gsm 894-0568. Byrjendalæsi Ný íslensk mynd um lestrarkennslu Á döfinni hjá FEKÍ – félagi enskukennara FKE fréttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.