Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI EFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Frá svæðisþingi FT á Hótel Sögu 21. september. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Listfræðsla miðlæg í menntakerfum 3 Formannspistill eftir Sigrúnu Grendal. Lagersala á hugmyndum 4 Leiðari. Barnið mitt, þitt og okkar 5 Gestaskrif eftir Jón K. Guðbergsson. Kjaramál: Tæknifrjóvgun/veikindi í sumarorlofi 7 Endurskoðun framhaldsskólalaga fái þann tíma sem þarf 7 FNS og Heimili og skóli undirrita viljayfirlýsingu 9 Alþjóðadagur kennara 5. október 10 Kjaramálaráðstefna KÍ 5. október 10 Starfendarannsókn í MS 12 Hjördís Þorgeirsdóttir konrektor segir frá árangursríku þróunarverkefni í Menntaskólanum við Sund. Er tími formlegs námsmats liðinn? 14 Áleitnar spurningar á fjölmennri ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Listfræðsla er og verður að vera miðlæg í samfélaginu 16 Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst kynnti UNESCO ritið Vegvísi fyrir listfræðslu á svæðisþingum tónlistarskólakennara í haust. Aukin samvinna og þekking og skýrari þjónustuúrræði 18 Viðtal við Erlu Stefaníu Magnúsdóttur og Sigrúnu Hjartardóttur sem voru verkefnisstjórar þróunarverkefnis sem nú er nýlokið og snerist um heildstæða þjónustu fyrir leikskólanemendur með einhverfu. Styrkir til framhaldsnáms og starfsmenntunar hækka 20 Viðtal við Eddu Pétursdóttur formann Vonarsjóðs. Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla 22 Aðalsteinn Eiríksson svarar Þorsteini Þorsteinssyni. Færeyjaferð kennara úr Vesturbyggð 24 Saga almenningsfræðslunnar 1880-2007 25 Fjarkennslumarkaðurinn 30 Jón Árni Friðjónsson og Jens Benediktsson svara Steinunni H. Hafstað og reka í leiðinni Smiðshöggið á blaðið. Á haustin fyllist dagskráin af ráðstefnum, svæðisþingum, fyrir- lestrum, málþingum, sýningum og fræðslufundum um mennta-, skóla- og kennaramál. Þetta er eins konar lagersala – komum saman og kaupum afurðir ársins í fyrra á lækkuðu verði. Eða kannski uppskeruhátíð – gleðjumst saman, gaman að hitta ykkur uppábúin. Og alltaf þarf að velja og hafna. Skiptir þetta mig meira máli en hitt? Á ég að vera hér eða þar? Ef um er að ræða viðburði á vinnutíma þá mæli ég eindregið með því að fólk mæti, Lagersala á hugmyndum Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið jafnvel þótt rætt sé um eitthvað sem það hefur lítinn áhuga á fyrirfram. Allir viðburðir bjóða upp á að hitta aðra, fá gott kaffi og kleinu og komast um stund í annað umhverfi. Þegar upp er staðið kveikja langflestir þeirra nýjar hugmyndir eða renna enn frekari stoðum undir þær sem fyrir voru. Ef viðburðir eru hins vegar utan vinnutíma þá ber að forðast þá eins og heitan eldinn. Nema þeir séu alveg sérstaklega áhugaverðir eða nýtist beint á tilteknu starfs- og áhugasviði. Frístundum á að verja með fjölskyldu og vinum. Ég undrast hversu fólk er reiðubúið að láta þær af hendi til að stunda vinnu með einum eða öðrum hætti. Allri vinnu á að finna stað innan dagvinnutíma. Við Íslendingar erum sannarlega duglegir – en er það alltaf eitthvað til að hrósa sér af? Hvað eiga súmókappar og kennarar sameiginlegt? Í rauninni ekkert fleira en fólk almennt. Steven D. Levitt og Stephen J. Dubner varpa fram þessari spurningu í bók sinni Freakonomics. Svarið er að báðir hóparnir eru hvattir til svindls þótt með óbeinum hætti sé. Höfundar halda því fram að hagfræði snúist fyrst og fremst um hvatningar (incentives). Þegar hið fræga – að sumra mati af endemum – menntalíkan No child left behind var tekið upp í BNA komst mikill skriður á samræmd próf þar sem allt var lagt undir. Kennurum og heilu skólunum er refsað ef nemendur koma illa út úr samræmdum prófum. Kennarar eru áminntir og fá ekki stöðuhækkun, þeir geta jafnvel átt von á að missa starfið ef skólinn í heild stendur sig illa því þá er hann (þ.e. skólinn) settur á skilorð og fjárframlög minnka. Í þessu umhverfi verður hvatningin til að svindla ansi sterk. Svindlið þarf heldur ekki að vera svo slæmt, hægt er að gefa nemendum lengri próftíma og fyrir próf er hægt að leggja bara áherslu á það sem vitað er að verður til prófs. Í versta tilfelli er hægt að leiðrétta svör nemenda áður en prófúrlausnum er skilað inn. Greining á miklu magni af gögnum frá skólaskrifstofu Chicagoborgar leiddi í ljós að a.m.k. 5% kennara svindla og sú tala er trúlega mjög lág. Í viðtölum við kennara í Norður Karólínu sögðust 35% þeirra hafa orðið vitni að svindli samkennara sinna. Þetta með súmókappana verðið þið að lesa sjálf, þeir koma Skólavörðunni lítt við. Upp úr stendur (að mínu mati) að mikil miðstýring sem firrir fólk valdi og þar sem valdið er aukinheldur ópersónulegt og langt í burtu, refsandi og dæmandi, veldur því að fólk finnur sér undankomuleiðir. Viljum við að þetta gerist hérlendis? Kristín Elfa Guðnadóttir Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ó sm y n d : K ri st já n V a ld im a rs so n

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.