Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Langar þig í evrópskt skólasamstarf? Comenius styrkir eru veittir til kennara og skólastjórnenda til að sækja evrópskar tengslaráðstefnur víðs vegar í Evrópu, fl estar ráðstefnur eru haldnar á haustin. Hægt er að velja eftir skólastigi og þemum. Nánari upplýsingar á www.lme.is, og rz@hi.is Viltu verja sumrinu í Sviss? Kennarahjón vilja skipta á húsnæði Due to a sabbatical, we (two teachers with two small children), are going to stay in Iceland next summer. Therefore we would like to exchange our house in Lucerne/Switzerland with an Icelandic family from/near Reykjavik. We are looking for a house or fl at for eight to ten weeks, preferably between end of May and end of July. We are looking forward to giving you further information about us and our house when you contact us (in English, French or German): k.mez@bluewin.ch (Konstanze). Leikskólasérkennarar funda 30. október Næsti fundur faghóps leikskólasérkennara verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl.14-16 á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, 2. hæð. Fundarefni verður það sem efst er á baugi í okkar málum, en dagskráin verður auglýst nánar síðar. Faghópurinn hefur opnað eigin heimasíðu á vefslóðinni www. ki.is/fl s Þar eru meðal annars fréttabréf félagsins, fréttir af væntanlegum nám- skeiðum og ráðstefnum og margt fl eira. Sérkennslusýning og ráðstefna í London Árleg sýning á kennslugögnum og fyrir-lestrahald á vegum bresku sérkennarasamtakanna verður í London dagana 19. og 20. október n.k. Nánari upplýsingar á þessari slóð: www.teachingexhibitions.co.uk/Exhibitions/NASEN_&_TES_Special_ Needs_Exhibition/London/2007/ Málþing um hönnun skólabygginga Stjórn Félags leikskólakennara heldur málþing á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 23. nóvember n.k. Aðalumfjöllunarefni er hönnun skólabygginga. Fyrr á þessu ári skilaði nefnd um leikskólabyggingar og áhrif þeirra á námsumhverfi barna af sér skýrslu og var ákveðið í framhaldi að halda þetta málþing. Félagsmenn eru hvattir til þátttöku á málþinginu. www.kennarinn.is Kennarinn.is er nýr spjallvefur fyrir kennara á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi sem fór í loftið í vor. Vefurinn er umræðuvettvangur fyrir kennara þar sem þeir geta skipst á góðum ráðum og hugmyndum, rætt um kennsluefni og kennsluaðferðir eða bara um daginn og veginn. Markmiðið með vefnum er að skapa vettvang þar sem kennarar geta miðlað af reynslu sinni og leitað góðra ráða hjá öðrum og þannig efl t sig og styrkt í starfi nu. Á vefnum eru borð sem er skipt upp eftir námsgreinum en einnig eru borð fyrir önnur málefni eins og agamál, skólastefnur og léttari umræður eins og kennaragrín og almennar umræður. Vefurinn býður skráðum meðlimum að halda sambandi við gömlu félagana úr kennaranáminu með því að skrá sig undir sínum útskriftarárgangi. Hópar geta líka fengið lokuð borð sem eru ekki aðgengileg öðrum. Þetta geta skólar, samstarfshópar eða gamlir vinahópar nýtt sér sem vilja fá sín eigin spjallborð. Nýlegar og spennandi greinar á Netlu - veftímariti um uppeldi og menntun: Notkun 10. bekkinga á enskum orðasam- böndum í ritun eftir Auði Torfadóttur Sagt er frá rannsókn þar sem keppikefl ið var að fá yfi rlit yfi r notkun enskra orðasambanda í ritun nemenda við lok 10. bekkjar grunnskóla. Opnar lausnir - frumherjarnir eftir Sigurð Fjalar Jónsson Fjallað er um frjálsan og opinn hugbúnað. Í þessari fyrstu grein af þremur eru raktir helstu þættir úr sögu frjáls eða opins hugbúnaðar og kynntir til sögunnar þeir einstaklingar sem mest hafa mótað þróun hans. Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging til sjálfsaga eftir Guðlaugu Erlu Gunnars- dóttur og Magna Hjálmarsson Lýst er þeirri hugmyndafræði sem höfundar kenna við uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingu (restitution) en allmargir skólar hér á landi byggja á henni í starfi sínu. Upphafsmaður er Diane Gossen sem hefur bækistöðvar í Kanada en starfar víða um heim. Fleiri góðar greinar verða birtar á næstu vikum. Lesið Netlu, www.netla.khi.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.