Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 13
13 STARFENDARANNSÓKNIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 veita þeim aukið sjálfstraust og úthald. Þriðja dæmið er sókratísk aðferð í umræðum í lífsleikni til að auka færni nemenda í rökræðum, auka virkni þeirra í umræðum og auðvelda mat á frammistöðu þeirra í þeim. Fjórða dæmið er að íhuga viðbrögð kennara við óvæntum atvikum í kennslu- stundum til að bæta samband kennara og nemenda. Fimmta dæmið er notkun eyðublaða í viðtölum stjórnenda við nemendur vegna agabrota og kvartana nemenda, til að gera viðtöl skilvirkari og eftirfylgni markvissari. Kennarar setji fram eigin kenningar um kennslu Haldnir hafa verið samtals 22 umræðu- fundir í sjálfsmatshópnum. Þeir hafa gefið okkur mikið; samskiptin eru opin, heiðarleg og tilfinningaleg. Þar er bæði rætt um það sem vel tekst og einnig það sem miður fer í starfinu. Fundirnir rjúfa einangrun kennara, hjálpa okkur að tengja fræðin við raunveruleikann og auka fagleg tengsl milli kennara í ólíkum kennslugreinum. Ráðgjafi okkar, Hafþór Guðjónsson, hefur bent á að umræður af þessu tagi geta opnað kennurum nýja sýn á nám og kennslu. Hópurinn kynnti rannsóknir sínar í málstofu á ráðstefnu RKHÍ haustið 2006 og á ráðstefnu um starfendarannsóknir (action research) í St. Mary´s University College í London vorið 2007. McNiff leggur mikla áherslu á að kennarar kynni niðurstöður rannsókna sinna fyrir öðrum kennurum. Hún telur að kennarar eigi að setja fram sínar eigin kenningar um kennslu sem byggjast á reynslu þeirra og starfendarannsóknum. Hópurinn hefur fengið fjárhagslegan stuðning til þessa verkefnis frá Þróunar- sjóði framhaldsskóla hjá mennta- málaráðuneyti, Menntaskólanum við Sund, Vísindasjóði Félags framhaldsskóla- kennara og Samstarfsnefnd um endur- menntun framhaldsskólakennara. Við teljum að starfendarannsóknir efli okkur í starfi og færi okkur skrefi nær nemendum. Það er einnig sann-færing okkar að með því að leggja áherslu á breytingar innan kennslustofunnar muni starf okkar verða til hagsbóta fyrir nemendur skólans og bæta skólastarfið í MS. Við erum staðráðin í að halda áfram rannsóknarstarfinu og segja má að niðurstaða okkar sé að starfendarannsókn eða starfsrýni kennara sé lífsstíll frekar en afmarkað verkefni. Hjördís Þorgeirsdóttir Höfundur er konrektor Menntaskólans við Sund. Heimildir: Hafþór Guðjónsson (2007). Learning to Talk About Our Experiences. Erindi á ráðstefnu um action research í St. Mary´s University College, London 3. – 4. febrúar 2007. Hafþór Guðjónsson (2003). Að rannsaka eigin rann frá pragmatískum sjónarhóli. Rannsóknir í félagsvísindum IV. Félagsvísindadeild, bls. 333-342. Friðrik H. Jónsson (ritstjóri). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hjördís Þorgeirsdóttir (2006 og 2007). Sjálfsmat kennara – Rannsókn á eigin starfi. Skýrslur um starfið skólaárið 2005-2006 og 2006-2007. Menntaskólinn við Sund. http://www.msund.is/page.asp?id=1893&x= Jóna G. Torfadóttir og Ósa Knútsdóttir (2006). Actions speak louder than words - Starfendarannsókn. Erindi á kennarafundi MS 26. maí 2006. McNiff, J. & Whitehead, J. (2006). All You Need To Know About Action Research. London: SAGE Publications. jeanmcniff.com Jean McNiff er einn virtasti fræðimaður heims á sviði starfendarannsókna. Hún er væntanleg hingað til lands í október nk. Heimasíða hennar er www.jeanmcniff.com og þar er m.a. að finna stórgóðan bækling; Action research for professional development: Concise advice for new action researchers. Þar útskýrir Jean starfendarannsóknir, markmið þeirra, tilgang og framkvæmd og svarar ýmsum spurningum sem algengt er að kvikni. Sjá www.jeanmcniff.com/booklet1.html Íslenski hópurinn í London með ráðgjöfum sínum, Hafþóri og Jean. Aftari röð: Hannes Hilmarsson stærðfræðikennari og námsráðgjafi, Þorbjörn Guðjónsson efnafræðikennari, Hrefna Guðmundsdóttir félagsfræðikennari, Sjöfn Guðmundsdóttir lífsleikni-, sálfræði- og myndlistarkennari, Ósa Knútsdóttir dönskukennari og verkefnisstjóri hópsins, Jóna Guðbjörg Torfadóttir íslenskukennari. Fremri röð: Hafþór Guðjónsson dósent við KHÍ og ráðgjafi hópsins, Guðný Guðjónsdóttir félagsfræðikennari, Jean McNiff prófessor við St. Mary´s University College í London, Hjördís Þorgeirsdóttir konrektor, Halla Kjartansdóttir íslenskukennari. Á myndina vantar: Pétur Rasmunssen dönskukennara, Sigurrós Erlingsdóttur kennslustjóra og Fanny Ingvarsdóttur frönskukennara en þau voru ekki með í ferðinni til London.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.