Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 19
19 NEMENDUR MEÐ EINHVERFU SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 fannst sá þáttur hafa gengið síst.“ „Mesta sjokkið fyrir foreldra þegar barnið fer úr leikskóla í grunnskóla,“ bætir Erla Stefanía við, „er að missa daglegu tengslin. Grunn- skólinn er allt öðruvísi uppbyggður hvað það varðar.“ Auk hugmyndafræði leikskólans var TEACCH hugmyndafræði miðlæg í verkefninu en hún felur í sér alhliða þjónustulíkan fyrir fólk með einhverfu og fjölskyldur þess. Lögð er áhersla á einstaklingsmat og út frá því er smíðuð þjálfunar- og kennsluáætlun. Við íhlut- unina var einnig höfð til hliðsjónar kennsluaðferðin Structured teaching, eða skipulögð kennsla, en sú aðferð var þróuð innan TEACCCH líkansins. Gengið er út frá því að einstaklingar séu ólíkir og með ólíkar þarfir og umhverfið skipulagt, sett upp dagskrá, vinnukerfi og sjónrænt boðskiptakerfi og veitt yfirsýn yfir það sem er í vændum. Með þessu hefur verið fundin áhrifarík leið til að auka færni, frumkvæði og sjálfstæði barna með röskun á einhverfurófi sem er mjög mikilvægt því oft fær barnið ekki tækifæri til að virkja sjálfstæði sitt sökum skorts á frumkvæði. Loks var farið í smiðju hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun annars vegar og fjölskyldumiðaða þjónustu hins vegar en samvinna á jafningjagrundvelli er undirstaða þess síðarnefnda. Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni Greiningarstöðin hélt námskeið um einhverfu, skipulagða kennslu og skipu- lögð vinnubrögð sem nær allir þátt- takendur verkefnisins sóttu. Auk þess voru fjögur einstaklingsmiðuð námskeið haldin í leikskólunum um þjálfun og kennsluaðferðir. Þá var unnið með börn- unum og lögð áhersla á hagnýtingu og að allir, foreldrar og starfsfólk, fengju að æfa sig í vinnubrögðum og þróa hugmyndir. Börnin sem þátt tóku dvöldu í leikskólanum sex til níu klukkustundir á dag og fengu sérkennslu og stuðning allan þann tíma. „Eitt það gáfulegasta sem við gerðum í verkefninu,“ segir Sigrún, „var svo að við fengum tvær konur í framhaldsnámi í félagsvísindadeild HÍ, þær Önnu Guðnýju Eiríksdóttur sjúkraþjálfara og Ruth Guð- bjartsdóttur hjúkrunarfræðing, til að meta árangurinn af verkefninu. Þær gerðu megind- og eigindlega úttekt í janúar til júní í fyrra og mátu gæði þjónustunnar, notuðu matslista og rýnihópa og fleira og tóku okkur líka út sem verkefnisstjóra sem var mjög þarft.“ „Sammála,“ segir Erla Stefanía, „það var nauðsynlegt að fá hlutlaust mat!“ Ávinningur? Ávinningur af verkefninu reyndist að mati loknu vera umtalsverður og margvís- legur. Samvinna stofnana sem koma að þjónustunni styrktist og boðleiðir urðu einfaldari. Samstarfið sem komið var á í tengslum við þróunarverkefnið var mjög víðtækt og náði til félagsþjónustunnar, skammtímavistunar, heimaráðgjafar og fleiri aðila auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir. „Samstarfið við foreldrana var ómetanleg reynsla,“ segir Erla Stefanía. „Það er óumdeilt að aukin og bætt samvinna leiðir til meiri árangurs, það er að segja betri þjónustu og aukinna lífsgæða nemenda og fjölskyldna þeirra.“ Sigrún tekur undir þetta og ítrekar að brýnt sé að brúa gjána milli foreldra og sérfræðinga ef árangur eigi að nást. Annar ávinningur er að þekking í sveitarfélaginu hefur aukist, þjónustu- úrræði eru skýrari og starfsfólk vinnur eftir verkferlum þar sem sérkennsla, stuðningur og önnur nauðsynleg íhlutun hefst um leið og grunur vaknar um þroskafrávik hjá viðkomandi barni. Vegna þess að ekki tókst sem skyldi með flutning íhlutunarleiða milli leikskóla og grunnskóla, en þar reyndust skilin of skörp þrátt fyrir undirbúning og fræðslu til starfsfólks grunnskólans, hafa nú verið gerðar sérstakar ráðstafanir sem ættu að auðvelda það ferli. Foreldrar upplifðu að samskipti barna þeirra við leikfélaga hefðu aukist og væru jákvæðari og um leið hefði dregið úr hegðunarerfiðleikum og árekstrum. Starfsfólk leikskólanna tveggja hafði sömu sögu að segja. „Börn ákveða ekki að morgni dags að þau ætli að vera leiðinleg í dag,“ segir Erla Stefanía að lokum. „Það er okkar fullorðna fólksins sem önnumst þau, kennum og umgöngumst að ýta úr vegi hindrunum fyrir heill þeirra og hamingju.“ keg Börn ákveða ekki að morgni dags að þau ætli að vera leiðinleg í dag. Það er okkar fullorðna fólksins sem önnumst þau, kennum og umgöngumst að ýta úr vegi hindrunum fyrir heill þeirra og hamingju. Hljóm 24. september og 2. nóvember ætlað leikskólakennurum Baujan sjálfstyrking 5. og 12. október ætlað grunn– og leikskólakennurum Lífsleikni 12. og 13. október ætlað grunnskólakennurum Námskeið um þróunarstarf í skólum 31. október ætlað leik– og grunnskólakennurum Tónlist og tölvur 9. og 10. nóvember ætlað tónmenntakennurum Tákn með tali 23. og 30. október og 6. nóvember Sjá nánar á vef SRR: http://srr.khi.is Er eitthvað fyrir þig hér? Hjálparhendur 11. október ætlað leik- og grunnskólakennurum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.