Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 23
FRÁ UPPSTILLINGARNEFNDUM SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Framboð til stjórnarkjörs og tilnefningar til trúnaðarstarfa á vegum FF Skipan og hlutverk uppstillingarnefndar FF er skv. 17. gr. laga FF. Uppstillingarnefnd FF auglýsir hér með eftir framboðum og tilnefningum vegna stjórnarkjörs í FF. Stjórn félagsins skipa fimm menn og þrír til vara, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og með- stjórnandi. Stjórn og varamenn eru kjörnir í skriflegri atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna eigi síðar en sex vikum fyrir aðalfund, sbr. 9. gr. laga FF. Er formaður kosinn sérstaklega, sbr. 9. gr. sömu laga. Kjörtímabil stjórnar er þrjú ár. Jafnframt er auglýst eftir tilnefningum til eftirfarandi trúnaðarstarfa á vegum félagsins sem kjósa skal til á næsta aðalfundi FF 13. – 14. mars 2008, sbr. 5. gr. félagslaga • Þrjá fulltrúa í uppstillingarnefnd • Einn fulltrúa í stjórn Kennarasambands Íslands og einn til vara • Tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara • Fimm fulltrúa í samninganefnd • Formann skólamálanefndar • Formann og einn fulltrúa í stjórn vísindasjóðs • Þrjá menn í kjörstjórn. Framboðum og tilnefningum skal koma til uppstillingarnefndar fyrir 15. október n.k. Uppstillingarnefnd skipa: Guðmunda Birgisdóttir, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. gudmunda@flesnborg.is Heimir Jón Guðjónsson, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. hei@fb.is Hörður Ásgeirsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands. hordur@fsu.is Skv. lögum félagsins er auglýst er eftir framboðum og/eða tilnefningum til eftirfarandi trúnaðarstarfa fyrir FG, Félag grunnskólakennara: 1 formaður 4 meðstjórnendur 5 fulltrúar í varastjórn 2 fulltrúar í stjórn KÍ 2 fulltrúar í varastjórn KÍ 2 skoðunarmenn reikninga 1 skoðunarmaður reikninga til vara 5 fulltrúar í samninganefnd 5 fulltrúar til vara í samninganefnd 6 fulltrúar í skólamálanefnd 5 fulltrúar til vara í skólamálanefnd Tilkynning frá uppstillingarnefnd Félags leikskólakennara Samkvæmt lögum félagsins er hér með auglýst er eftir framboðum og/eða til- nefningum til eftirfarandi trúnaðarstarfa fyrir Félag leikskólakennara næsta kjör- tímabil 2008 – 2011. Á heimasíðu (www.ki.is á forsíðu FL – Auglýsingar) er hægt að lesa sér til um hlutverk stjórna og nefnda og greiðslu- fyrirkomulag vegna trúnaðarstarfa. • Formaður félagsins • Varaformaður félagsins • 3 meðstjórnendur og 3 varamenn - röð fer eftir atkvæðamagni • 5 fulltrúar í samninganefnd og 3 vara- menn - röð fer eftir atkvæðamagni • Formann í skólamálanefnd • 4 fulltrúar í skólamálanefnd og 3 varamenn - röð fer eftir atkvæða- magni • 5 fulltrúar í siðanefnd og 3 varamenn - röð fer eftir atkvæðamagni • 3 fulltrúar í uppstillingarnefnd og 2 til vara - röð fer eftir atkvæðamagni • 5 fulltrúar í kjörstjórn og 2 til vara - röð fer eftir atkvæðamagni • 2 fulltrúar í Vísindasjóð og 2 til vara • 1 fulltrúi í stjórn KÍ • 1 varafulltrúi í stjórn KÍ • 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara Kjósa skal formann, varaformann og aðra í stjórn í allsherjaratkvæðagreiðslu eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund sem haldinn verður verður 13. og 14. mars 2008. Í önnur trúnaðarstörf er kosið á aðalfundi. Framboðum og tilnefningum skal skila til fulltrúa í uppstillingarnefnd FL fyrir 26. október nk. Frambjóðendur skulu fylla út eyðublað sem finna má á heimasíðu (www.ki.is á forsíðu FL – Auglýsingar). Eyðublaðið þarf að vista og senda í viðhengi með framboði/tilnefningu ásamt mynd af viðkomandi til formanns uppstillingarnefndar Unnar Jónsdóttur á netfangið leikmyri1@simnet.is Þeir sem kjósa að senda eyðublaðið og myndina í pósti merki umslagið: Uppstillingarnefnd Félags leikskóla- kennara, Unnur Jónsdóttir formaður, Kennarahúsinu Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Uppstillingarnefnd Félags leikskólakennara skipa: Ásthildur Bjarnadóttir, Helga Sigur- björnsdóttir, Hugrún Sigmundsdóttir, Ingi- björg Stefánsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Auglýsing frá uppstillingarnefnd KÍ 4. þing Kennarasambands Íslands Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til eftirtalinna trúnaðarstarfa: 1. Formanns og varaformanns. Í þau embætti verður kosið í almennri atkvæðagreiðslu sem fara skal fram eigi síðar en fjórum vikum fyrir þing (sjá 16. gr. laga KÍ). 2. Kjörstjórn (5 aðalmenn og 3 varamenn), stjórn orlofssjóðs (7+3), stjórn sjúkra- sjóðs (5+5), stjórn vinnudeilusjóðs (5+5), uppstillingarnefnd (6+6) og skoðunarmenn reikninga (2+1). Í þau störf verður kosið á þingi sambandsins sem haldið verður í apríl 2008. Tilnefningum um formann og varafor- mann skal skila fyrir 1. nóvember 2007 og tilnefningum í aðrar trúnaðarstöður fyrir 1. desember 2007. Nöfnum frambjóðenda fylgi: kennitala, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, vinnustaður og netfang. Tilnefningar skal senda formanni upp- stillingarnefndar í tölvupósti á eftirfarandi netföng: gislim@ismennt.is eða gm@fb.is Uppstillingarnefnd fer þess á leit við trúnaðarmenn að þeir kynni þetta málefni á kennarafundum og hvetur félagsmenn til að vinna heilshugar að tilnefningum til trúnaðarstarfa úr sem breiðustum hópi. Nefndin 2 fulltrúar í Vonarsjóð 2 fulltrúar til vara í Vonarsjóð 3 fulltrúar í uppstillingarnefnd 3 fulltrúar til vara í uppstillingarnefnd Kosið verður á aðalfundi FG 13. og 14. mars 2008. Framboðum og/eða tilnefningum skal skila til: Sesselju G. Sigurðardóttur (sesselja@ki.is) eigi síðar en 13. janúar 2008. Umsækjendur skulu skila ferilskrá á rafrænu formi sem má nálgast á síðu Félags grunnskólakennara, www.fgk.is Reykjavík 4. september 2007 Uppstillingarnefnd FG. Tilkynning frá uppstillingarnefnd Félags grunnskólakennara 23

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.