Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 17
17 SVæÐISÞING FT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 að tryggja menningarlega fjölbreytni hvarvetna. Hugtakið sjálfbærni, eða sjálfbær þróun, sagði Ágúst ríma vel við list- fræðsluumræðu. Sjálfbærni gengur út á að við megum í raun gera það sem okkur sýnist í umhverfinu - svo fremi sem það gengur ekki á hlut komandi kynslóða. „Það er þessi hugsun sem við eigum að tileinka okkur,“ sagði Ágúst, „að hugsa ekki bara um okkur sjálf.“ Vegvísirinn slær því föstu, að sögn Ágústs, að listfræðsla hefur miðlæga stöðu í samfélaginu og mikilvægt sé að setja hana í forgrunn. „Við þurfum svo að finna út hvernig við fellum þessa hluti inn í skólakerfið vegna þess að ég hef aldrei hitt sérgreinakennara sem ekki telja brýnt að bæta hlut sinnar greinar – eins og eðlilegt er. Hvers vegna eigum við þá að leggja allt í listgreinarnar? Áður þurftu menn mest á stærðfræðinni að halda en nú er komið að listinni. Vegvísirinn svarar af hverju.“ Ágúst sagði í lokin að Íslendingar ættu sérlega mikla möguleika á að nýta sér þær breytingar sem leiddu til vaxandi þarfar fyrir skapandi atvinnugreinar, menning hefði hér þróast með þeim hætti að við værum sérstaklega sveigjanleg og fljót að laga okkur að breyttum starfsháttum. Þá væru tvær ástæður fyrir því að íslenskir tónlistarskólar væru jafn öflugir og raun ber vitni. Í fyrsta lagi hefðum við einfaldlega dottið niður á gott módel á sínum tíma, eða sambland af einka og opinberum rekstri. Í öðru lagi þekktu tón- listarskólakennarar á Íslandi alþjóðlega strauma og væru alþjóðlegir í hugsun. Nánar verður sagt frá umræðu á svæðis- þingum síðar en næsta skref fyrir lesanda er að kynna sér Vegvísi fyrir listfræðslu, viðamesta umfjöllunarefni þingsins. Ritið er niðurstaða heimsráðstefnu um ÚR VEGVÍSINUM Um aðferðir: Í Vegvísi fyrir listfræðslu er rætt um tvær meginleiðir sem fara má samtímis, í fyrsta lagi aðferðina listir í námi (arts in education) og í öðru lagi listnám (arts education). Um þetta segir m.a.: „Listir má kenna (1) sem einstakar listgreinar, þannig má þjálfa og þroska listræna færni, næmi og virðingu fyrir listum. Listir má einnig nálgast sem (2) aðferð í námi og kennslu þar sem listrænar og menningarlegar víddir eru fléttaðar inn í öll fög sem kennd eru. „Listir í námi“ (Arts in Education – AiE) er nálgun þar sem listir (og aðferðir og hefðir sem tengjast listum) eru notaðar sem farvegur til að kenna önnur fög og til að dýpka skilning á þessum fögum. Til að mynda má nota liti, form og fleira úr myndlist og byggingalist til að kenna fög eins og eðlisfræði, líffræði og rúmfræði. Eins má nota leiklist eða tónlist sem aðferð til að kenna tungumál. Með vísan til fjölgreindarkenningarinnar leitast „listir í námi“ við að hámarka þann ávinning sem hlýst af listfræðslu fyrir allra nemendur og allar námsgreinar. Þessi aðferð leitast líka við setja kenningar í samhengi með því að nota listir í hagnýtum tilgangi. Til að þessi þverfaglega nálgun skili árangri þarf að breyta kennsluaðferðum og þjálfun kennara. Um víddir í listfræðslu: „Listfræðsla er uppbyggð með hliðsjón af þremur straumum í kennslufræði sem styðja hver annan: • Skoðun, greining og fræðsla um listaverk. • Bein upplifun listar (t.d. tónleikar, sýningar, bóklestur, kvikmyndir.) • Iðkun lista. Þannig má segja að þrjár víddir séu í listfræðslu: (1) Nemandinn öðlast þekkingu í gegnum samskipti við listaverkið (eða flutning þess), listamanninn eða kennarann. (2) Nemandinn öðlast þekkingu í gegnum eigin listræna vinnu. (3) Nemandinn öðlast þekkingu í gegnum nám og rannsóknir á tilteknu listaverki og stöðu þess í listasögunni. Um listfræðslu í háum gæðaflokki: Listfræðsla í háum gæðaflokki krefst bæði vel þjálfaðra listgreinakennara og almennra kennara. Góða listfræðslu má líka styrkja og styðja með vel heppnuðu samstarfi kennara og listamanna. Í þessu samhengi þarf að huga að tveimur atriðum að minnsta kosti: • Veita kennurum, listamönnum og öðrum sem málið varðar nauðsynlega aðstöðu og menntun. Skapandi nám krefst skapandi kennslu. • Hvetja til skapandi samstarfs og samvinnu á öllum sviðum milli ráðuneyta, menntastofnana, kennara, listageirans, vísindasamfélagsins og almanna- samtaka. Ef samvinna á að vera árangursrík verður að ríkja sameiginlegur skilningur á þeim markmiðum sem stefnt er að sem og gagnkvæm virðing aðila fyrir þekkingu og færni hvers aðila samstarfsins. Til að skapa grundvöll fyrir framtíðar samvinnu kennara og listamanna verða aðilar að hafa innsýn og þekkingu í fleiri svið en þeirra eigin, þ.m.t. gagnkvæman áhuga á námi og kennslu (kennslufræði). Endurskoða þarf menntun listamanna og kennara þannig að kennurum og listamönnum sé veitt þekking og reynsla sem gerir þeim kleift að deila ábyrgð, verkstýra námi og nýta til fulls möguleika og kosti þverfaglegrar samvinnu. Að koma í kring þeim sérstöku aðstæðum sem stuðla að samvinnu af þessu tagi krefst átaks í flestum samfélögum. listfræðslu sem fram fór í Lissabon í mars 2006 og er ætlað að stuðla að sameigin- legum skilningi þeirra sem starfa við listfræðslu, kennara, nemenda jafnt og stefnumótunaraðila, á mikilvægi hennar. Jón Hrólfur Sigurjónsson, formaður skólamálanefndar FT, hefur þýtt skýrsluna yfir á íslensku og hún er á slóðinni ft.ki. is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2840 Einnig er hægt að fara inn á vef KÍ (www.ki.is), þaðan inn á undirvef FT og þá er ritið auðfinnanlegt. keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.