Skólavarðan - 01.09.2007, Síða 25

Skólavarðan - 01.09.2007, Síða 25
NÁMSFERÐ TIL FæREYJA, FRÉTT 25 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Venjingarskulen sem er æfingaskóli Kennaraháskólans þeirra og í sama hús- næði. Það var gaman að koma þar og sjá starfsemina. Þar tók á móti okkur Niels Nattested skólastjóri skólans en Katrin Gullbein kennari og okkar hægri hönd í ferðinni fór með okkur um allan skólann og sýndi okkur hann. Tungumálaörðugleikar voru engir þar sem við skildum hér um bil allt sem Færeyingarnir sögðu. Prófin í færeyskum skólum eru munnleg upp í 8. bekk og eru kennarar prófdómarar hver hjá öðrum og fara á milli skóla. Færeyingar syngja mikið og dansa og eru glöð þjóð. Við komumst að því að þeir byrja strax í fyrstu bekkjum að láta börnin dansa og syngja þessa þjóðlegu færeysku dansa sína sem eru svo skemmtilegir og sérstakir fyrir Færeyinga. Þeir fengu ritmálið seint og hafa geymt sögu sína og menningu í söngvum sínum sem eru oft upp í hundruð erinda. Við fengum að sjálfsögðu góðar veit- ingar þarna í hádeginu en Færeyingar eru einmitt þekktir fyrir gestrisni og örlæti þegar að mat kemur. Færeyingar hugsa vel um sögu sína og hlúa vel að húsum sínum. Þeir byggja meira að segja ný hús með torfþökum í gömlum stíl. Áður en við fórum heim á mánu- deginum vorum við boðin í heimsókn Á þessu skólaári verður þess minnst með ýmsum hætti að rétt 100 ár eru liðin frá því að lög um fræðslu barna og um kennaraskóla tóku gildi. Af þessu tilefni kemur út í mars 2008 ritverk í tveimur bindum, Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007. Alls verður verkið um 800 bls. að stærð með ríkulegu myndefni. Félögum í Kennara- sambandi Íslands verður gefinn kostur á að eignast þetta glæsilega tveggja binda verk á sérstöku tilboðsverði sem auglýst verður í desemberhefti Skólavörðunnar. Jafnframt munu þeir sem taka tilboðinu og þess óska fá nafn sitt skráð á tabula gratulatoria í tilefni af hundrað ára afmæli fyrstu barnafræðslulaganna. Í samningu þessa verks var ráðist að frumkvæði Kennaraháskóla Íslands sem fékk til samstarfs Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, uppeldis- og menntunar- fræðiskor Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fulltrúar þessara aðila skipa ritnefnd en ritstjóri er Loftur Guttormsson. Aðalhöfundar að ritinu eru, auk ritstjóra, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Torfi Jónasson en aðrir höfundar eru sex að tölu. Myndritstjóri er Sigríður Bachmann. Verkið hefur notið styrkja frá menntamálaráðuneytinu, Reykja- víkurborg, Kennarasambandi Íslands og Hafnarfjarðarbæ, auk þeirra stofnana sem eiga beina aðild að verkinu. Kennara- háskóli Íslands gefur ritið út. Í ritinu er rakin uppbygging og þróun almenningsfræðsla á þessu langa tíma- bili. Með almenningsfræðslu er átt við þá formlegu menntun sem drjúgur hluti hverrar kynslóðar hefur notið bæði í dreifbýli og þéttbýli. Þegar líður á tímabilið verða þannig menntaskólar og fjölbrautaskólar hluti af þessari sögu þótt áhersla sé jafnan lögð á skyldunámið eins og það hefur verið skilgreint á hverjum tíma. Í fyrra bindi er sagan rakin fram til loka heimsstyrjaldarinnar síðari en löggjöfin 1946 markaði að sínu leyti tímamót sem jafna má til fyrstu barnafræðslulaganna 1907. Í seinna bindi er m.a. gerð grein fyrir hinum öra vexti almennrar framhalds- menntunar og leikskóla. Um leið og lýst er uppbyggingu skólakerfisins og stofnanahlið skólahaldsins eru helstu nýmælum í starfi skóla gerð skil og lýst þeim svip sem mótað hefur skólalífið á hverjum tíma. Það segir sig sjálft að auk nemenda sjálfra eru kennarar og skólamenn helstu gerendur þessarar sögu. Í þessu samhengi er fjallað sérstaklega um menntun og samfélagslega stöðu kennarastéttarinnar. Ljósmyndari: Haukur Helgason Saga almenningsfræðslunnar 1880–2007 Glæsilegt tveggja binda verk gefið út í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá setningu fyrstu fræðslulaga ������������������������������������������������������������ �������������������������������� ���������� ���������������������� til ræðismanns okkar í Færeyjum, Eiðs Guðnasonar. Hann sagði okkur sögu hússins sem hann vinnur í, sem er mjög flott í gömlum stíl, en í næsta húsi gerðist einmitt sagan „Birgitta“ sem hefur verið kvikmynduð. Þáðum við kaffi og kökur hjá honum og Brynju aðstoðarkonu hans í Fútastofu (fógetastofu). Um kvöldið flugum við svo heim með hlýhug í hjarta og fundum sterkt til skyld- leikans. Helga Gísladóttir Höfundur er sérkennari og formaður Starfsmannafélags Grunnskóla Vesturbyggðar

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.