Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 24
24 NÁMSFERÐ TIL FæREYJA SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Dagana 8.-11. júní sl. fór hópur kennara úr Grunnskóla Vesturbyggðar í námsferð til Færeyja. Í hópnum voru sautján kennarar, þrír makar og einn stuðningsfulltrúi. „Tilgangur ferðarinnar var að kynnast færeysku skólastarfi , skoða þar nýjan skóla og æfi ngaskólann þeirra og sjá hvort við gætum ekki lært eitthvað af frændum okkar í austri,“ segir Helga Gísladóttir kennari sem hér segir frá. Ferðin stóð frá föstudegi til mánudags og komum við út seint á föstudagskvöldi. Þá var þoka yfi r eins og svo oft í Færeyjum og sættum við okkur algjörlega við það enda komin til að skoða skóla. Morguninn eftir fórum við í Hoyvikarskulan sem er splunkunýr skóli í Þórshöfn. Þar tók á móti okkur Birgit Arge og greindi hún frá nýrri skólastefnu í Hoyvikarskulan. Hann hóf starfsemi sína sl. haust og skiptist á tvær byggingar. Í annarri var eingöngu 1. og 2. bekkur og var kennt í opnum rýmum með um fi mmtíu nemendur saman og tvo kennara. Einnig var hægt að hólfa rýmið niður og skipta nemendum upp eftir verkefnum. Þetta var mjög bjart og glaðlegt rými og auðséð að mikil vinna hafði farið fram í vetur. Þarna fengu margir góðar hugmyndir sem gætu gagnast okkur. Þetta var á laugardagsmorgni þannig að engir nemendur voru í skólanum. Við fórum svo yfi r í hina bygginguna og skoðuðum aðstöðuna. Þar fengum við kaffi og meðlæti og Torfi nn Höjgaard frá Kennarasambandi Færeyja (Föroya Lærarafelag) hélt fyrirlestur um starfsemi þess. Þar komumst við að því að félagar í KF eru einungis þeir sem hafa réttindi til kennslu og eru ekki nema um 650 talsins. Þeir fá ekki styrk til námsferða erlendis né fá þeir árs orlof á launum eftir tíu ára starf eins og við hér á Íslandi þannig að við vorum nokkuð ánægð með stéttarfélagið okkar eftir þessar upplýsingar. Hins vegar eru launin um þriðjungi lægri hjá okkur. Seinnipartinn náðum við að skoða bæinn aðeins og fara út að borða á veitingastaðnum Gourmet sem er nýr og fínn staður í miðbæ Þórshafnar. Um kvöldið fórum við á dansæfi ngu hjá Havnardansifélaginu og fengum að dansa með þeim færeyska þjóðdansa sem var mjög skemmtileg upplifun. Sunnudagurinn fór í landsbyggðarferð og fórum við í rútu með fararstjóra um alla Austurey og Straumey í glaða sólskini og hita. Náðum við að sjá alla markverðustu staði og smakka á þjóðlegum réttum eins og skerpuketi, spiki og grind. Flestir báru sig vel og gerðu veitingunum góð skil. Við skoðuðum m.a. Kirkjubæ þar sem við sáum elsta timburhús í heimi sem enn er búið í (frá 12. öld) og var okkur boðið þar inn í hádegismat. Þar býr 17. ættliður og sagði hann okkur merkilega sögu staðarins frá upphafi sem tengist trúarbragðasögu þeirra og okkar og samskiptum við Dani. Einnig er þar ævaforn dómkirkja sem var byggð 1111 og er að hruni komin en verið er að reyna að halda henni við. Það var mjög sérstök upplifun að koma á þennan sögufræga stað. Við höfðum mjög góðan fararstjóra, Davíð Samúelsson (davidsam@eyjar.is) sem við vorum búin að vera í sambandi við og hann kom okkur svo í samband við kennara Færeyjaferð kennara úr Vesturbyggð Félagar í KF fá ekki styrk til námsferða erlendis né fá þeir árs orlof á launum eftir tíu ára starf eins og við hér á Íslandi þannig að við vorum nokkuð ánægð með stéttarfélagið okkar eftir þessar upplýsingar. Hins vegar eru launin um þriðjungi lægri hjá okkur. og kennarasambandið í Færeyjum. Við vorum því búin að vera í netsambandi við kennarana í Venjingarskulen í vetur og undirbúa ferðina vel. Í Færeyjum byrja krakkar sjö ára í skólanum og eru í 1.-9. bekk og því einu ári skemur en hér á Íslandi. Á mánudagsmorgni fórum við í Allur hópurinn fyrir framan Venjingarskulan í Þórshöfn. Helga Gísladóttir (greinarhöfundur), Katrín Gullbein sem undirbjó komu kennaranna út og Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Kristín G.B.Jónsdóttir, Rannveig Haralds- dóttir og Gústaf Gústafsson sitja og njóta góða veðursins í Kirkebö (Kirkjubæ) þar sem gamla dómkirkjan er og öll gömlu húsin. Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.