Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 húsin ef eitthvað bilar. Er þá ekki sjálfsagt að leita eftir hjálp þegar kemur að börnum okkar? Nýjar leiðir Undanfarna áratugi hef ég unnið með unglingum og foreldrum þeirra við margvíslegar kringumstæður. Ég hef ferðast um landið og haldið fundi í skólum með kennurum, nemendum og foreldrum. Hjá fl estum gengur vel en sums staðar er pottur brotinn. Og stundum er brotið svo alvarlegt að erfi tt er að gera við það. En það er aldrei óviðráðanlegt. Það er aldrei of seint. Og þá komum við enn inn á sameiginlegt svið. Börnin þeirra eru börnin okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð, samfélagið þarf að geta rétt fram hjálparhönd. Öll börn og unglingar eru samferðamenn okkar, ekki bara okkar eigin afkvæmi. Forvarnarstarfi er stundum skipt í þrjá aðalfl okka. Í fyrsta lagi starf sem unnið er við grasrótina, hjá æskulýðsfélögum, íþróttafélögum, kirkjum landsins o.s.frv. Í öðru lagi er það starf sem felst í því að grípa inn í líf unglings þegar einkenni um alvarlega erfi ðleika koma í ljós. Og í þriðja lagi þegar unglingur er svo hætt kominn að hann þarf á stofnunum og langtímameðferð að halda. Árið 2004 var sett á laggirnar fyrirtæki sem við kölluðum Ný leið, ráðgjöf (sjá www.nyleid.is). Okkur langaði til að sannreyna kenningar og meðferðarúrræði sem byggjast að miklu leyti á skoðunum og reynslu dr. Harvey Milkman sem hefur verið prófessor í sálarfræði við háskólann í Denver, ritað margar bækur og fl utt fyrirlestra víða um heim. Úrræðin og meðferðin felast í því að unglingarnir (og foreldrarnir) sækja námskeið en eru að öðru leyti virkir í sínu venjulega umhverfi , skóla, vinnu o.s.frv. Má því segja að forvarnarstarf af þessu tagi tilheyri öðru stigi sem nefnt var hér að framan. Námskeið og meðferð af þessum toga fela í sér fjóra meginþætti: • Listnám þar sem jákvæður sköpunar- kraftur unglinga er virkjaður. • Vellíðan án vímuefna þar sem ung- mennum er kennt að láta sér líða vel án vímuefna. • Hópmeðferð þar sem hugrænni atferlis- meðferð er beitt til að kenna unglingum nýjar leiðir til að bregðast við erfi ðum aðstæðum og auka félagslega færni þeirra. • Sjálfstyrking þar sem unglingum er hjálpað til að draga fram mátt sinn og megin. Þann 21. júlí árið 2006 undirrituðu ráð- herrar félags- og heilbrigðismála sam- komulag við Nýja leið um meðferðar- starf fyrir ungt fólk. Úrræðið verður rekið sem tilraunaverkefni til ársins 2008 og stendur til boða ungmennum á höfuðborgarsvæðinu og reyndar um allt land. Sérstakur stýrihópur hefur verið verkefninu til halds og trausts, en í honum eru þeir Páll Biering, dósent í geðhjúkrun við HÍ, Guðberg K. Jónsson, Rannsóknarstofu HÍ um mannlegt atferli, Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í stefnumótun, Þórarinn Eyfjörð, fram- kvæmdastjóri SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, leikstjóri og listrænn stjórnandi og Harvey Milkman prófessor við Denver-háskóla. Nú þegar hafa verið haldin námskeið og verkefnið er í fullum gangi. Því er eðlilegt að spurt sé: Hvernig hefur gengið? Kannski er best að svara með orðum þeirra sem málið varðar helst og hafa tjáð sig. 1. Undirrituð eru foreldrar tveggja unglingsstúlkna sem hafa tekið þátt í lífsleikninámskeiði hjá Nýrri leið þennan fyrsta vetur. . . Við erum mjög ánægð með þetta form á „meðferð“ utan stofnana þar eð það hentar ung- lingum eins og okkar afskaplega vel. Að nálgast unglinga með hegðunar- vandamál, lífsleiða, skólaleiða og í tilfi nningalegri kreppu á þennan hátt, þ.e. með því að örva þau til að nota ýmis listræn tjáningarform, veita þeim þjálfun í samskiptum og lífsleikni hefur nú sýnt að skilar góðum árangri . . . Enda er allt nánasta fjölskyldunetið tekið til skoðunar, leitað að orsök vandamálanna og foreldrum leiðbeint bæði í einstaklingsviðtölum og í hópum . . . 2. Mín reynsla sem foreldri í lífslistinni/ NL ráðgjöf er mjög góð. Það að vakna sem bláeygur sakleysingi og uppgötva að barnið manns sé í vanda og búið að vera lengi þarf ekki að vera minna áfall en jafnvel andlát í fjölskyldunni . . . Að vera á sama tíma reiður út í aðstæður/ ungling, sorgmæddur því unglingur og jafnvel maki fara inn í nýtt hólf í lífi manns, vanmáttugur og skíthræddur getur verið erfi tt jafnvel við „bestu aðstæður“ . . . Mjög mikilvægt er einnig að ég skynja nú að það er aðgangur að fólki sem ég get leitað til í vanda ef vandræði verða framreidd á „silfurfati“ framtíðarinnar. Í þessari stuttu grein langar mig fyrst og fremst til þess að leggja áherslu á að við getum víða fengið hjálp. Vímulaus æska/ foreldraráðgjöf, félagsþjónusta og fulltrúar barnaverndar og Barnaverndarstofa eru til taks. Bregðumst skjótt við ef við sjáum eða okkur fi nnst eitthvað fara úrskeiðis með börnin okkar. • Börnin mín og börnin þín eru börnin okkar. Við eigum samleið og berum samfélagslega ábyrgð. • Verum vakandi yfi r velferð barna okkar. Því fyrr sem við komum auga á að eitthvað fer úrskeiðis þeim mun auðveldara er að lagfæra það. Reynum að missa aldrei góð tengsl við börnin okkar - annars er voðinn vís. Kannski er það einmitt í sköpunarkraftinum og sköpunargleðinni sem við fi nnum okkur sjálf og ánægju lífsins. Jón K. Guðbergsson jon@nyleid.is Höfundur er fjölskylduráðgjafi . Í bæklingi um námskeiðið Lífslistin segir m.a.: „Námskeiðið vísar ungu fólki í vanda á nýjar leiðir til að takast á við vanlíðan og hegðunarvandamál ... Nemendurnir geta dvalið hjá fjölskyldu sinni og stundað skóla eða vinnu því þátttaka krefst ekki vistunar á stofnun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hliðstæð þjónusta skilar ekki síðri árangri en stofnanavistun og er auk þess ódýrari. Með Lífslistinni er í senn leitast við að virkja og þjálfa listræna hæfi leika ... Þar býðst ungu fólki, á aldrinum 14-18 ára, vettvangur til listrænnar sköpunar, og þjálfunar í samskiptum og lífsleikni sem mótvægi við áhættusama hegðun, s.s. vímuefnaneyslu, hegðunar- og geðræn vandamál.“ GESTASKRIF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.