Skólavarðan - 01.09.2007, Side 7

Skólavarðan - 01.09.2007, Side 7
7 KJARAMÁL, FRÉTT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Í þetta sinn ætla ég að skrifa um leyfi og styrki vegna tæknifrjóvgunar. Einhver gæti spurt hvort það tengdist eitthvað kjara- og réttindamálum og svarið er já. Í fyrra voru gerðir tveir nýir kjarasamningar, við Félag leikskólakennara annars vegar og Félag tónlistarskólakennara hins vegar og í þeim báðum eru ákvæði um leyfi á launum vegna tæknifrjóvgunar. Að auki geta félagsmenn sótt um styrk vegna tækni- og glasafrjóvgunar til Sjúkrasjóðs KÍ. Í lokin ætla ég líka að minnast á reglur um veikindi í sumarorlofi því mikið er spurt um þau mál núna í upphafi skólaárs. Leyfi á launum vegna tæknifrjóvgunar Fyrir ári skrifuðu leikskólakennarar og tónlistarskólakennarar undir nýja kjara- samninga. Nýjar greinar bættust þá við, þ.m.t. réttur til leyfis á launum vegna tæknifrjóvgunar, en þar segir orðrétt: „Þeim starfsmönnum sem eru fjarverandi vegna tæknifrjóvgunar verði greidd dagvinnulaun og eftir atvikum vaktaálag skv. reglubundinni verðskrá (eins og vegna veikinda barns) í allt að 15 vinnudaga ef nauðsyn krefur. Starfsmaður skili vottorði frá viðkomandi lækni sem framkvæmir tæknifrjóvgunina eða þeim lækni sem sendir starfsmanninn í þessa aðgerð, en þá verður það að koma fram á vottorðinu að um slíka ákvörðun sé að ræða.” Enn sem komið er á þessi grein eingöngu við um félagsmenn Félags leikskólakennara og Félags tónlistarskólakennara. Styrkur frá Sjúkrasjóði KÍ vegna tækni- og glasafrjóvgunar Sjúkrasjóður KÍ endurgreiðir hluta kostnaðar af tækni- og glasafrjóvgun. Þegar sótt er um þessa styrki þarf félags- maður að skila inn frumritum reikninga ásamt umsóknareyðublaði sem nálgast má á vef KÍ. Ef foreldrar eru báðir félagsmenn í KÍ eiga þeir rétt á að sækja hvor um sinn styrkinn í sjúkrasjóðinn, en styrkurinn er þó aldrei hærri en sem nemur kostnaði. Rétt er að geta þess að af þessum styrkjum er dregin staðgreiðsla skatts áður en til útborgunar kemur. Veikindi í sumarorlofi Réttur vegna veikinda í sumarorlofi er mismunandi eftir því hvaða félagi innan KÍ viðkomandi tilheyrir. Nái grunn- skólakennari ekki að nýta orlofsrétt sinn (24, 27 eða 30 daga) á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst telst það sem á vantar veikindi í orlofi. Veikist leikskólakennari í orlofi telst sá tími sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni hann með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs. Sé framhaldsskólakennari veikur í sumarhléi svo nemi einum mánuði eða lengri tíma skal það sem fram yfir er skoðast veikindi í orlofi allt að fullum orlofstíma. Sé tónlistarskólakennari veikur á tíma- bilinu 1. júní til 31. ágúst svo nemi einum mánuði eða lengri tíma skal það sem fram yfir er skoðast veikindi í orlofi allt að fullum orlofstíma. Undir öllum kringumstæðum skulu veikindi skýlaust sönnuð og vottorði skilað svo fljótt sem auðið er. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þessi mál er ykkur velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ó sm y n d : S te in u n n J ó n a sd ó tt ir Tæknifrjóvgun/veikindi í sumarorlofi Í samþykkt formannafundar Félags framhaldsskólakennara 14. september sl. er lögð áhersla á að endurskoðun framhaldsskólalaga fái þann tíma sem nauðsynlegur er. Ennfremur að vinnan taki mið af tillögum starfshópa sem lokið hafa störfum. Þá segir í samþykktinni: „Í endurskoðun verði horft á skólagöngu nemenda frá upphafi grunnskóla til loka framhaldsskóla í samhengi og áhersla lögð á greiða leið nemenda milli skólastiga. Fundurinn leggur áherslu á að tillögur um fræðsluskyldu og gjaldfrjálsan framhaldsskóla til 18 ára aldurs og um rétt nemenda til að velja sér skóla nálægt heimili sínu nái fram að ganga. Einnig leggur fundurinn áherslu á að tveggja ára einstaklingsmiðað fram- haldsskólapróf verði skilgreint í nýjum lögum fyrir framhaldsskóla til að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla.“ Síðar í samþykktinni segir: „Fundurinn hafnar öllum hugmyndum um skerðingu á námi og leggur áherslu á að nám til stúdentsprófs veiti áfram góða almenna menntun og traustan undirbúning fyrir nám í innlendum og erlendum háskólum. Skilgreint verði fjölbreytt og sveigjanlegt nám til undirbúnings sérhæfðu námi að loknum framhaldsskóla og fyrir störf á vinnumarkaði. Fundurinn styður tillögur um meiri ábyrgð framhaldsskóla á námsframboði og námsskipulagi sínu en krefst þess um leið að skólunum verði tryggt aukið fjármagn til að sinna verkefnum sínum og styrkja stoðkerfi sín.“ Í lok samþykktarinnar er skorað á menntamálaráðherra að leggja fram frumvarp um lengri kennaramenntun og lögverndun fyrir leikskólakennara um leið og Alþingi kemur saman. Þá er sagt brýnt að verkefnisstjórn KÍ og mennta- málaráðherra verði kölluð saman og henni falið að draga saman helstu niðurstöður um það í hvaða umbætur verði ráðist í skólakerfinu í málum sem tíu skrefa samkomulagið frá 2. febrúar 2006 fjallar um. Endurskoðun framhaldsskólalaga fái þann tíma sem þarf er krafa FF í nýlegri samþykkt fundar formanna félagsdeilda. Öllum hugmyndum um skerðingu náms hafnað.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.