Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 18
18 NEMENDUR MEÐ EINHVERFU SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Fræðsluskrifstofa Kópavogs og Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins hrintu af stað fyrir um fjórum árum sameiginlegu þróunarverkefni undir heitinu „Heild- stæð þjónusta fyrir leikskólanemendur með einhverfu og fjölskyldur þeirra í Kópavogi.“ Skólavarðan fjallaði um verkefnið árið 2003 en því er nú formlega lokið. Eftir situr ný þekking og þjónusta sem veitt er börnunum og fjölskyldum þeirra. Verkefnisstjórar voru Erla Stefanía Magnúsdóttir leik- skólaráðgjafi í Kópavogi og Sigrún Hjartardóttir einhverfuráðgjafi á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð. Sigrún og Erla Stefanía höfðu hug á að þróa líkan um vinnubrögð sem hafa mætti að leiðarljósi í þjónustu við leikskóla- nemendur sem greinst hafa með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Markmiðið var að veita heildstæða þjónustu sem mætti þörfum notenda og einnig að skoða núverandi úrræði og setja fram tillögur um hvernig mætti bæta þjónustuna og gera íhlutun markvissari í framtíðinni. Rannsóknir hafa sýnt að streita er almennt meiri hjá foreldrum barna með einhverfu en aðrar þroskaraskanir. Þjónustan er í höndum margra og mikilvægt að sameina hana og gera heildstæða. Losa þarf foreldra undan því álagi að reyna að fá yfirsýn yfir það sem er í boði hjá hinum og þessum aðilum sem hafa jafnvel ekki markvisst samstarf, auk þess sem tilhögun þjónustu er oft og tíðum ósveigjanleg. Heildstætt einstaklings- miðað nám er hugtak sem vert er að ítreka að gildir ekki síður fyrir börn með fötlun en önnur börn. Nemendur með einhverfu eru ekki einsleitur námshópur og þarfir eru breytilegar. Tilgangur verkefnisins og markmið voru svo sundurliðuð í þessi lykilatriði: • Að byggja upp heildstæða þjónustu fyrir börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra í Kópavogi. • Að byggja upp þekkingu og færni til að vinna með börnum með einhverfu í leikskólum. • Að stuðla að yfirfærslu íhlutunarleiða af leikskólastigi yfir á grunnskólastig. • Að nýta þverfaglega þekkingu úr mis- munandi þjónustukerfum og leitast þannig við að hámarka árangur íhlutunar. Stefnt var að því að samþætta þjónustu og færa hana nær umhverfi barnsins en íhlutun fór fram í leikskólum og á heimilum barnanna. Tvö börn og fjölskyldur þeirra tóku þátt í verkefninu, en í Kópavogi eru fjórtán leikskólanemendur (af alls um 1900) með röskun á einhverfurófi. Þjónustuteymi voru skipulögð og sinntu þjónustu við hvert barn fyrir sig og fjölskyldu þess. Foreldrar tóku fullan þátt í teymisvinnunni og fjölskyldumiðuð og sveigjanleg þjónusta var höfð að leiðarljósi. En hvernig tókst svo til? Hugmyndafræði leikskólans „Sumt var eins og við áttum von á en annað ekki,“ segir Erla Stefanía. „Þróunarverkefnið var unnið í tveimur leikskólum, auk heimila barnanna, og fyrir vikið vorum við í raun með tvö gerólík verkefni. Umhverfið, börnin sjálf og þarfir fjölskyldnanna voru ólíkar. Við vildum ekki nota þann þjónusturamma sem er til vegna þess að við lögðum áherslu á að færa þjónustuna nær barninu en þar er gert ráð fyrir. Þá vildum við nota hugmyndafræði leikskólans sem gengur eins og allir vita út á leikinn, að hann sé mikilvægasta náms- og þroskaleið barnsins og helsta tjáningarform þess. Í rannsóknum hefur komið fram að heilladrýgsta leiðin til að ná árangri í félagslegum samskiptum er að íhlutun fari fram í eðlilegu umhverfi en líka skipulögðu. Leikskólinn býður upp á slíkt umhverfi og fjölbreytta möguleika til samskipta. Unnið var í að laga umhverfið að barninu en ekki öfugt. “ Flutningi milli skólastiga ábótavant Sigrún bætir við að eitt af markmiðunum hafi verið að íhlutunarleiðir fylgdu börnunum upp í grunnskólann, en það hafi ekki gengið að öllu leyti vel. „Það voru mannaskipti en við reyndum að halda teymisvinnunni áfram þótt aðrir einstaklingar kæmu inn í. Þetta gekk vel í leikskólanum en ljóst er að undirbúa þarf mun betur flutning úr leikskóla í grunnskóla, enda kom í ljós að foreldrum Aukin samvinna og þekking, skýrari þjónustuúrræði Rannsóknir hafa sýnt að streita er almennt meiri hjá foreldrum barna með einhverfu en aðrar þroskaraskanir. Þjónustan er í höndum margra og mikilvægt að sameina hana og gera heildstæða. Losa þarf foreldra undan því álagi að reyna að fá yfirsýn yfir það sem er í boði hjá hinum og þessum aðilum sem hafa jafnvel ekki markvisst samstarf, auk þess sem tilhögun þjónustu er oft og tíðum ósveigjanleg. Viðtal um þróunarverkefni við Erlu Stefaníu Magnúsdóttur og Sigrúnu Hjartardóttur Ljósmyndir: keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.