Skólavarðan - 01.09.2007, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.09.2007, Qupperneq 12
12 STARFENDARANNSÓKNIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Tvö undanfarin skólaár hefur hópur tólf kennara og stjórnenda við Menntaskólann við Sund unnið að þróunarverkefni um sjálfsmat kennara með því að rannsaka eigið starf eða með öðrum orðum: gera starfendarann- sókn (action research). Ráðgjafi hópsins er dr. Hafþór Guðjónsson dósent í kennslufræðum við Kennaraháskóla Íslands og einnig hefur Jean McNiff prófessor við St. Mary´s University College í London veitt ráðgjöf og hvatningu, en hópurinn byggir starf sitt á kenningum hennar um starfendarannsóknir. Ósa Knútsdóttir fagstjóri í dönsku hefur stýrt starfi hópsins. Hjördís Þorgeirsdóttir kon- rektor MS segir frá þessari spennandi rannsókn, markmiðum, framkvæmd og árangri. Markmið okkar með starfendarannsókn eru m.a. að þróa eigin starfshætti og gera nám nemenda skilvirkara og inni- haldsríkara. Tilgangurinn er að veita kennurum og stjórnendum tækifæri til að bæta sig í starfi, hverjum á því afmarkaða sviði sem hann velur. Starfendarannsókn fer fram í eftirfarandi þrepum: 1. Við skoðum starf okkar eins og það er nú. 2. Bendum á atriði sem við viljum bæta. 3. Komum með hugmyndir að úrbótum. 4. Reynum þær og metum hvernig gengur. 5. Gerum breytingar í ljósi matsins og höldum áfram. 6. Metum breyttu aðgerðina og höldum áfram þar til við erum ánægð með þennan starfsþátt. Nokkur rannsóknarefni Hver kennari/stjórnandi safnar gögnum um starf sitt og notar við það feril- möppu. Mismunandi rannsóknaraðferðir eru notaðar, til dæmis kannanir meðal nemenda, viðtöl við nemendur, minnis- punktar eftir kennslustundir eða fundi og myndbandsupptökur úr kennslustundum. Hver kennari/stjórnandi ígrundar starf sitt með því að halda dagbók og taka þátt í samræðum við jafningja um starf sitt. Frá upphafi hefur hópurinn lagt sam- eiginlega áherslu á að vinna að því að auka vitund nemenda um eigin ábyrgð á námi, en á vorönn 2007 var einnig ákveðið að leggja áherslu á að velta fyrir sér og fá nemendur og kennara til að hugleiða hvað er nám, í hverju það felst og hvernig það fer fram. Eitt dæmi um rannsóknarefni okkar er aukin talþjálfun í dönsku sem fór þannig fram að í byrjun haustannar voru lagðir fyrir nemendur sjálfsmatslistar þar sem þeir mátu færni sína í að tala dönsku við ýmsar aðstæður. Í framhaldi af því gerðu nemendur margvíslegar talæfingar, bæði í hópum, pörum og einstaklingsverkefni, og mátu sjálf stöðu sína á þar til gerðum matslistum. Annað dæmi er hópvinna í efnafræði þar sem sterkari nemendur aðstoða þá veikari til að auka færni allra nemenda og Starfendarannsókn í MS Umræðufundirnir hafa gefið okkur mikið; samskiptin eru opin, heiðarleg og tilfinningaleg. Þar er bæði rætt um það sem vel tekst og einnig það sem miður fer í starfinu. Fundirnir rjúfa einangrun kennara, hjálpa okkur að tengja fræðin við raunveruleikann og auka fagleg tengsl milli kennara í ólíkum kennslugreinum. Jean McNiff á ráðstefnunni í St. Mary´s University College í London Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.