Skólavarðan - 01.09.2007, Side 20

Skólavarðan - 01.09.2007, Side 20
20 VONARSJÓÐUR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Edda Pétursdóttir er formaður Verk- efna- og námsstyrkjasjóðs, sem margir grunnskólakennarar þekkja eflaust betur undir heitinu Vonarsjóður. Stjórn sjóðsins fór nýverið yfir viðmiðunar- reglur og nokkrar breytingar litu dagsins ljós sem sagt er frá hér að neðan og hafa ýmist þegar tekið gildi eða gilda frá 1. janúar 2008. Vonarsjóður fær frá vinnuveitanda sem samsvarar 1,72% af föstum dagvinnulaunum félags- manna Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Nýverið hætti starfsmaður sjóðsins, Margrét Helgadóttir, störfum hjá Kennara- sambandinu en Margrét sinnti líka Vísinda- sjóði Félags leikskólakennara. Að sögn Eddu er þetta mikil breyting þar sem Margrét þekkir allt út og inn í þessu margþætta og oft og tíðum flókna starfsumhverfi. En maður kemur í manns stað. Nú sinna tveir starfsmenn báðum sjóðunum og sjúkrasjóði að auki, þær María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir. Ásta St. Eiríksdóttir sér um sjóðgreiðslur til félagsmanna. Í stjórn Vonarsjóðs sitja tveir frá Félagi grunnskólakennara, einn frá Skóla- stjórafélagi Íslands og tveir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Borið hefur á því að félagsmenn telji að forgangsröðun sé til staðar hjá Vonarsjóði, þ.e. að eitt nám sé styrkt öðru fremur. Svo er ekki. Hins vegar er að hluta til forgangsröðun hjá Námsleyfasjóði sveitarfélaganna og er hún kynnt hverju sinni. Vonarsjóður er með sex styrkveitingaflokka: 1. Námslaun 2. Starfsmenntunarstyrkir 3. Styrkir vegna náms- og kynnisferða hópa 4. Styrkir til framhaldsnáms 5. Styrkir til rannsókna- og þróunar- verkefna 6. Styrkir til aðildarfélaga, svæðafélaga og sérfélaga til að halda ráðstefnur, námskeið, fræðslufundi og fyrirlestra Námslaun „Það er oft erfitt að meta hver skuli hljóta námslaun,“ segir Edda Pétursdóttir, aðspurð um þetta eilífa bitbein kennara um hver fær og hver ekki, enda mikið í húfi fyrir umsækjendur. „Í þessum hluta styrkveitinga kemur sú staða oft upp að hafna þarf hæfum umsækjendum. Við höfum tiltekinn viðmiðunarramma, svo sem að umsækjandi verður að hafa tíu ára starfsreynslu og að námið skuli vera fullt háskólanám sem nýtist í núverandi starfi eða öðru starfi innan grunnskólakerfisins. Þessar og aðrar reglur er allar að finna á vef KÍ. Á hverju ári berast að meðaltali 180 umsóknir um námslaun og undanfarin fimm ár hefur sjóðurinn styrkt u.þ.b. 20 manns til náms árlega. Árin 2005 og 2006 fengu fleiri námslaun en vanalega, eða 35 fyrra árið og 37 seinna árið, vegna þess að þá var verið að nota uppsafnað fé. Í fyrra fengu 20 manns námslaun. Þetta er eins og ég sagði vandmeðfarið af því að það er ekki hægt að grisja út nema örfáar umsóknir, hinar falla allar undir viðmiðunarreglur. Mikil áhersla er lögð á að námið tengist því sem viðkomandi er að fást við í vinnunni og þetta atriði vegur oft þungt. Við spyrjum hvernig námið tengist starfi umsækjanda og skólasamfélaginu og svo grandskoðum við umsóknina með tilliti til rökstuðnings. Það vegur líka þungt ef fólk er þegar byrjað í námi og hyggst ljúka því á námslaunatímanum. Að þessu ferli loknu eru kannski enn um 50 umsóknir eftir. Þá skoðum við starfstíma og hvort sótt hefur verið um áður. Í lokin reynum við svo að hafa sem fjölbreyttasta dreifingu á því námi sem styrkt er.“ Engin breyting varð á reglum um námslaun þegar stjórn Vonarsjóðs yfirfór viðmiðunarreglur. Starfsmenntunarstyrkir Ein breyting: Styrkurinn hækkar frá og með 1. janúar 2008 úr kr. 90 þúsund í kr. 120 þúsund. Styrkurinn spannar tvö ár eins og verið hefur. Einnig má nefna að leiðbeinendur geta sótt um styrk til grunnnámsins í sinn starfsmenntunarhluta og þannig fengið a.m.k. skólagjöldin greidd. Styrkir vegna náms- og kynnisferða hópa Ein breyting: Með hækkun styrkja til fram- haldsnáms og starfsmenntunar þurfti að skera niður annars staðar. Frá og með 2008 hafa skólar kost á að fara í náms- og kynnisferðir á fjögurra ára fresti í stað þriggja áður. Úthlutað er á tveggja mánaða fresti í stað tvisvar á ári. Styrkir til framhaldsnáms Félagsmenn sækja mikið í þennan styrk- hluta og hér eru tvær breytingar á ferðinni. Í fyrsta lagi var ákveðið að hækka styrki til framhaldsnámsins og tók ný regla um styrkupphæðir gildi í upphafi haustannar. Þetta var ákveðið vegna þess að mikil aukning eru á umsóknum um þessa styrki. Þá er ljóst að margir félagsmenn eru í námi samhliða kennslu og ef til vill skertu starfshlutfalli eða taka ekki að sér yfirvinnu meðan á námi stendur. Styrkurinn kemur því örugglega í góðar þarfir. Til þess að fá styrk af þessu tagi þarf fólk að taka a.m.k. tíu eininga nám á skólaárinu. Upphæðin hækkar með fleiri einingum. Í öðru lagi bættist nýr liður við úthlutunarreglur um styrki til framhaldsnáms. Það er c-liður en þar segir: „Til að fá styrk til framhaldsnáms þarf umsækjandi að hafa átt aðild að sjóðnum í a.m.k. eitt ár áður en til úthlutunar kemur.“ Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Engin breyting en umsækjendur kynni sér viðmiðunarreglur vel áður en sótt er um og rétt að árétta að ekki eru veittir styrkir til tækjakaupa, efniskostnaðar fyrir nemendur eða aukins kennslukvóta. Námsefnisgerð er heldur ekki styrkt. Styrkir til aðildarfélaga, svæðafélaga og sérfélaga til að halda ráðstefnur, námskeið, fræðslufundi og fyrirlestra Ein breyting: Ráðstefnur eru líka styrktar (auk námskeiða) þar sem það færist í aukana að sérfélög innan KÍ velja að halda fremur ráðstefnur en námskeið. Ekki tilgangurinn að safna digrum sjóði „Það er auðvitað þannig að aldrei eru allir sáttir við breytingar. Allar tillögur um hvað betur megi fara eru vel þegnar. Undanfarin ár hefur stjórnin fengið ýmsar ábendingar og m.a. þess vegna var farið í þessa endurskoðun. Það er ekki tilgangurinn að safna digrum sjóði,“ segir Edda að lokum. „En sjóðurinn þarf að eiga fyrir skuldbindingum frá ári til árs. Það má gjarnan ítreka að mikil áhersla er lögð á að allir styrkir sem veittir eru nýtist skólasamfélaginu í sinni margbreytilegustu mynd.“ Á www.ki.is eru allar upplýsingar um sjóðinn svo sem vinnureglur fyrir hvern hluta og umsóknareyðublöð. keg Styrkir til framhaldsnáms og starfsmenntunar hækka en hópferðir styrktar fjórða hvert ár Edda Pétursdóttir Lj ó sm y n d f rá E d d u P é tu rs d ó tt u r

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.