Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 10
10 ALÞJÓÐADAGUR KENNARA SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Kennarasamband Íslands heldur upp á alþjóðadag kennara 5. október nk. með veglegri kjaramálaráðstefnu í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Þetta er stærsta ráðstefna sem KÍ hefur gengist fyrir á sviði kjaramála. Búist er við að um 300 félagsmenn sæki hana auk fulltrúa viðsemjenda. Fjallað verður um ýmis mál sem tengjast kjörum félagsmanna KÍ sem og annars launafólks. Meðal fyrirlesara verður Ole Petter Blindheim formaður samninganefndar norska Kennarasam- bandsins (Utdanningsforbundet). Ráðstefnan hefst kl. 09:30 með ávarpi Að forgöngu UNESCO er 5. október sér- staklega helgaður kennurum. Alþjóða- dagur kennara er nú haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum. Almenn yfirskrift Alþjóðadags kennara er „hæfir kennarar tryggja gæði menntunar“ (quality teachers for quality education), en að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á vinnuumhverfi kennara. Jafnframt er bent á að bætt vinnuumhverfi kennara leiðir til betra lærdómsumhverfis nemenda. Fjörutíu og eitt ár er liðið frá því aðildarríki UNESCO og ILO gáfu út yfir- lýsingu um sameiginlega sýn á stöðu kennara í heiminum óháð lagasetningu, reglugerðum og hefðum einstakra landa. Tíu ár eru liðin frá því að UNESCO gaf út yfirlýsingu um stöðu kennara á efstu skólastigum. Í tilefni Alþjóðadags kennara hafa Alþjóða- samtök kennara (Education International) sent frá sér eftirfarandi kröfugerð: Við krefjumst: Sæmandi vinnuumhverfis • öruggs og heilbrigðs lærdómsumhverfis fyrir kennara og nemendur, viðunandi bekkjarstærða og nægjanlegra kennslu- gagna og annarra kennsluauðlinda í bekkjarstofunni; Launa fyrir lífið • launa sem sjá kennurum fyrir viðunandi lífsviðurværi og eru greidd út reglu- lega; Jafnra launa og jafnra réttinda kvenna • konur eiga ekki að þurfa að þola misrétti af nokkru tagi og stjórnvöld verða að tryggja styrkingu (empowerment) kvenna í menntageiranum, í ákvarðana- töku og á vinnustað; Frum- og áframhaldandi starfsþróunar • að kennarar eigi möguleika á að afla sér og þroska áfram faglega færni, að þeir fái tækifæri til að fylgjast með nýjustu upplýsingum og kennslufræðilegum aðferðum og móta og efla starfsferil sinn; Þátttöku í stefnumótun • félagsleg samræða verður að vera inn- byggð í alla stefnumótun og áætlanagerð í menntun til að tryggja að ný stefnumið endurspegli veruleika bekkjarstofunnar; Sameiginlegra samninga- viðræðna til að verja og auka réttindi kennara • semja ber um vinnuumhverfi og mat á kennsluferðum af fulltrúum stjórnvalda/ vinnuveitenda og fulltrúum stéttarfélaga á sviði menntunar. Kennarar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að auka samræðu um kennslu og menntun, vinnuumhverfi kennara og lærdómsumhverfi nemenda hérlendis sem erlendis. Á slóðinni http:// www.ei-ie.org/worldteachersday/en/ resources_download.php eru vegg- spjöld, dreifimiðar, bæklingur með upplýsingum og hugmyndum að aðgerðum og fleira efni sem tengist Alþjóðadegi kennara og unnt er að hala niður frítt. keg Eiríks Jónssonar formanns KÍ. Að því loknu flytur Ole Petter Blindheim fyrirlestur sem hann nefnir „Slik forhandler vi“ og ræðir um samningsumhverfi kennara og skólastjórnenda í Noregi. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ fjallar síðan um samspil kjarasamninga og efnahagslífs og Gunnar Páll Pálson formaður VR ræðir um samningsumhverfi verslunarmanna. Að loknu hádegishléi munu Karl Björnsson sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður í BSRB og Eiríkur Jónsson formaður KÍ velta fyrir sér hvers konar launamyndunarkerfi sé besta leiðin til réttlátra launa. Að loknu kaffihléi ræða Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur, Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM og Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF um stofnanasamninga og skólaumhverfi og kynbundin áhrif þeirra. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ dregur saman efni ráðstefnunnar í lok hennar. Stefnt er að því að ráðstefnunni ljúki kl. 16:00. Sjá nánar á www.ki.is Kjaramálaráðstefna KÍ á alþjóðadegi kennara 5. október Alþjóðadagur kennara 5. október Bætt vinnuumhverfi kennara tryggir betra lærdómsumhverfi nemenda

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.