Skólavarðan - 01.12.2008, Side 9

Skólavarðan - 01.12.2008, Side 9
ÁFRAM KENNARAR 9 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Næsti samráðsfundur heildarsamtakanna og vinnuveitenda var 11. desember en hann var ekki runninn upp þegar blaðið fór í prentun. Í fréttabréfi til félagsmanna sagði Eiríkur Jónsson formaður KÍ um samstarfið við aðra aðila vinnumarkaðarins og gildi þess: „Það er mikilvægt að KÍ sé með í starfi af þessu tagi og hafi með því áhrif á það sem kann að gerast en sitji ekki hjá sem áhorfandi. Þetta merkir ekki að sjálfgefið sé að fulltrúar KÍ verði sammála öllu sem fram kemur eða að þetta samstarf leiði til heildarlausnar. Ef einhvern tíma hefur hins vegar verið ástæða til að samstilla kraftana þá er það við aðstæður eins og nú ríkja í efnahagsmálum.“ Fundur með fulltrúum ríkisstjórnar Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins voru boð- aðir á fund fjögurra ráðherra ríkisstjórn- arinnar þann 28. nóvember. Þar var farið yfir ýmiss mál sem talið er mikilvægt að vinna að á næstu mánuðum. Meðal annars var rætt um markmið í komandi kjaraviðræðum, aðgerðir til að létta greiðslubyrði lána, horfur í atvinnumálum, slæma fjárhagsstöðu margra heimila og fyrirtækja sem og fjárhagsvanda ríkis og sveitarfélaga. Ekki fékkst niðurstaða á fundinum en aðilar munu halda áfram að ræða saman og hugsanlega setja á fót smærri vinnuhópa til að vinna að einstaka málaflokkum. Kjarasamningar gilda Mikilvægt er að félagsmenn viti að gildandi kjarasamningar eru óbreyttir og eftir þeim verður greitt. Ekki er heimilt að lækka laun samkvæmt kjarasamningi eða ákveða einhliða að umsamdar hækkanir komi ekki til framkvæmda. Einstaklingar hafa ekki heldur heimild til að selja vinnu sína fyrir lægri laun en lágmarkssamningar segja til um. Þannig geta einstaklingar hafnað því að setjast að samningum um lækkun grunnlauna þar sem samningur um slíkt væri ólöglegur þó svo hann væri gerður. Öðru máli gegnir ef um yfirborganir er að ræða, þ.e. hærri laun en grunnsamningur segir til um. Slíkar greiðslur er heimilt að semja um samkvæmt sérstökum reglum. Samningum FL og FT vegna ársins 2008 er enn ólokið þegar þetta er skrifað en vonandi verður þeim lokið þegar Skólavarðan berst lesendum. Núverandi samningar þessara félaga eru því þeir lágmarkssamningar sem greiða ber eftir og óheimilt að greiða laun undir þeim töxtum sem þar er samið um. Engu breytir þótt samningarnir séu útrunnir. Að sögn Eiríks Jónssonar er margt fleira að á döfinni á vegum Kennarasambandsins en hér er reifað. „Við vitum að margt er óljóst um framtíðina og meðal annars þess vegna hefur forysta KÍ tekið þá afstöðu að vera með í því samráði sem nú á sér stað milli aðila á vinnumarkaði,“ segir Eiríkur. „Þannig gefst að mati forystunnar færi á að leggja gott til málanna og reyna að standa vörð um hagsmuni félagsmanna KÍ, skólanna og þar með þjóðarinnar allrar í þeim erfiðleikum sem nú steðja að.“ Staða sjóða KÍ og aðildarfélaga í ljósi atburða síðustu mánaða Skrifstofu KÍ hafa borist fyrirspurnir frá félagsmönnum um stöðu sjóða KÍ og að- ildarfélaga þess í kjölfar yfirtöku ríkisins á stóru bönkunum þremur. KÍ er með mest af sínum viðskiptum hjá BYR og að stórum hluta á venjulegum innlánsreikningum með góðri ávöxtun. Hluti af eignum Vinnudeilusjóðs hefur verið í eignastýringu hjá öðrum innláns- stofnunum. Óvíst er með þann hluta eigna- stýringarinnar sem fjárfest hefur í sjóðum sem ekki hafa verið gerðir upp. Samkvæmt upplýsingum 6. nóvember er staða sjóða sem hér segir: Félagssjóður KÍ: Allt tryggt. Endurmenntunarsjóður FG/SÍ: Allt tryggt. Vísindasjóður FF: Allt tryggt. Sjúkrasjóður KÍ: Allt tryggt. Vísindasjóður FL: Allt tryggt. Endurmenntunarsjóður FT/FÍH: 86% tryggð. 14% óvíst. Vinnudeilusjóður: 52% tryggð, 23% nokkuð tryggð, 11% óvíst, 13% líklega tapað og/ eða tapað. Í heildina eru um 86% af fé KÍ og sjóða tryggð og ólíklegt að tap verði meira en 14%. Ljúka þarf samningum og hefja síðan viðræður um þróun kjaramála Kennarasambandið sendi ásamt öðrum launþegasamtökum frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu þann 26. nóvember sl.: Yfirlýsing frá ASÍ, BSRB, BHM og KÍ Fulltrúar ofangreindra samtaka launafólks á Íslandi lýsa eindregnum vilja til að hefja sam- eiginlega viðræður við viðsemjendur sína um þróun kjaramála á komandi misserum. Samtökin árétta þá sameiginlegu afstöðu sína að forsenda þess að slíkar viðræður hefjist er að áður verði lokið samningum við félög sem nú eru með lausa samninga eða samninga sem losna á næstu dögum. Góð menntun er grunnstoð samfélagsins og gildi hennar verður ekki metið til fjár. Í því umróti sem nú stendur yfir er áframhaldandi öflug menntun landsmanna mikilvægasta auðlind þjóðarinnar.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.