Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 SMIÐSHöGGIÐ Á þessu ári samdi A4 Skólavörubúðin við fyrirtækið Sunflower Learning um dreifingu á öllum kennsluforritum þeirra á Íslandi. Forritin eru notuð í rúmlega þriðjungi allra grunnskóla á Bretlandi og um allan heim, og þau hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar, m.a. BETT og ERA verðlaunin. Ástæðan fyrir því er einföld að sögn Óskars Sigurðssonar hjá A4: „Forritin falla vel að náms- og kennsluefni í náttúruvísindum á grunnskólastigi.“ Skólavarðan fékk Óskar til að kynna þessi nýju námsgögn fyrir lesendum. Um er að ræða tuttugu og sex marg-miðlunarforrit sem henta vel með til dæmis rafrænum skólatöflum. Þau skiptast í fjóra flokka, líffræði, efnafræði, eðlisfræði og loks þrjú verkfæraforrit sem skerpa skilning nemenda á efninu enn frekar. Forritin auðvelda nemendum að skilja erfið hugtök innan náttúruvísinda og hjálpa þeim að framkvæma einfaldar sýndartilraunir í tengslum við ýmis flókin fyrirbæri raunheimsins. Forritunum fylgja margs konar sýnidæmi, fjölmargar spurningar og 138 vinnublöð. Hér er um að ræða auðvelt og sveigjanlegt efni sem styrkir í senn náttúrufræðikennslu og glæðir námsáhuga nemenda. Forritin henta: • Kennurum við notkun upplýsinga- og tölvutækni. • Kennurum með ólíka og mismikla reynslu í kennslu náttúruvísinda. • Nemendum, bæði í einstaklingsnámi og í hópvinnu. • Áhugasömum foreldrum og öðrum sem vilja kynna sér heim náttúruvísinda. Í umsögn Stefáns Bergmann, dósents í líffræði og umhverfismennt við HÍ, um líffræðiforritin frá Sunflower Learning segir meðal annars: „Sunflower efnið er vandað og áhugavert. Það opnar leiðir til fjölbreyttari kennsluhátta bæði hvað varðar notkun tölva við nám og nútímalega hugsun um nám og kennslu í náttúrufræði. Það opnar kennara leiðir til að fylgja slíku enn frekar eftir í kennslu sinni. Mér virðist það vera vel þegin viðbót og geti haft jákvæð áhrif á þróun kennsluhátta.“ Sunflower forritin hafa verið þýdd á íslensku fyrir tilstuðlan Óskars Sigurðssonar vörustjóra náms- og kennslugagna í A4 og í haust var undirritaður samstarfsamingur um skólaþróunarverkefni á milli Álfta- nesskóla og A4 Skólavörubúðarinnar um notkun þeirra. Samningurinn er til tveggja ára og er markmið hans að styrkja kennsluna með þessum viðurkenndu verðlaunaforritum sem eru í samræmi við áherslur í náttúrvísindum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, stuðla að bættum kennsluaðferðum og betri árangri nemenda og verða öðrum skólum til fyrirmyndar á þessu sviði. Hægt er að kaupa einstök forrit, svokölluð skólaleyfi, heilan forritaflokk með skólaleyfi eða alleyfi eða öll forritin með skóla- eða allleyfi. Skólaleyfi verða afgreidd á CD-ROM en alleyfin eru netleyfi og eru til dæmis sett upp á innra neti skóla. Óskar Sigurðsson Sveinbjörn M. Njálsson skólastjóri Álftanesskóla og Óskar Sigurðsson vöru- og verkefnastjóri A4 Skólavörubúðarinnar takast í hendur að undirritun lokinni. Á vinstri hönd er Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri og á hægri hönd er Gauti Eiríksson kennari í náttúruvísindum við skólann. Ítarlýsingar á einstökum Sunflower Learning forritum má finna á www.a4.is eða www. skola.is undir: Skólinn-Kennslubúnaður- Náttúrufræðigögn-Sunflower forrit. Upplýsingar varðandi kaup og sölu á Sun-flower Learning forritunum veitir Óskar Sigurðsson vörustjóri náms- og kennslugagna oskar@a4.is Sólblómanám Verðlaunuð kennsluforrit í náttúruvísindum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.