Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 20
20
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008
og sérfræðiþekking þeirra metin. Gert var
ráð fyrir að foreldrar treystu þeim sem
fagmönnum og að þeir vissu hvað börnunum
væri fyrir bestu námslega séð, þeir höfðu
verulega mikið að segja um hvað var kennt
og hvernig og þróun námskrár og innleiðing
nýjunga var í þeirra höndum. Í kjölfar mikilla
efnahagserfiðleika á áttunda áratugnum
urðu mikil umskipti og innreið nýfrjáls-
hyggjunnar hófst með aukinni einkavæðingu
og samkeppni, einnig innan opinbera geirans
og skólakerfisins. Kennarar nutu ekki lengur
trausts sem sjálfráða fagmenn og það sama
átti við um háskólana sem menntuðu þá,
menntunin þótti of róttæk og árangursviðmið
skorti. Miðstýrð þjóðarnámskrá var inn-
leidd, stífum árangursmælingum komið á
og ábyrgð skóla á árangri jafnframt aukin.
Stephen J. Ball (2008) getur verið harðorður
í garð þessa þjóðfélags frammistöðu, eftirlits
og skrifræðishyggju, hann segir:
Okkur er ætlað að eyða æ meiri tíma í
að útskýra hvað við ætlum að gera fremur
en að vinna vinnuna okkar. …Kröfur um
mælanlega frammistöðu krefjast þess
að við sýnum stöðugt meiri skilvirkni og
finnum til sektarkenndar ef við sýnum hana
ekki …Við uppfyllum þessar kröfur sérlega
vel þegar þær hafa tekið sér bólfestu í
huga okkar …þegar við erum sjálf farin
að gera sömu kröfur til okkar sjálfra um
skilvirka frammistöðu og gerð er til okkar.
…Með því að bregðast við með þeim hætti
breytum við okkur sjálfum og verkum okkar
í mælanlegar einingar …það sem ekki
er hægt að mæla á á hættu að hverfa af
sjónarsviðinu, verða ósýnilegt.
Samtök tíu kennaramenntunarháskóla
sem stofnuð voru í Singapore árið 2007 hafa
sett fram þá skoðun að endurskilgreina þurfi
hvað felst í fagmennsku kennara. Þar megi
sjálfræði hans ekki vera þungamiðja heldur
samvinna og samábyrgð. Þjóðfélagslegar
aðstæður krefjist þess að skólar verði
samstarfsvettvangur margra fagstétta og
hópa. Slíkt sé nauðsynlegt þegar horft
er til velferðar og menntunar barnanna í
flóknum og síbreytilegum heimi. Grunnnám,
framhaldsnám og símenntun kennara
þurfi að taka mið að því. Halda verði þó
fast í að skólinn sé miðstöð náms. Witty
(2008) telur að hér sé ekki um gjaldfellingu
fagmennskunnar að ræða heldur miklu
fremur umbreytingu hennar og mun
eftirsóknarverðari leið en að hverfa aftur til
fortíðar og hinnar hefðbundnu fagmennsku.
Jafnvel þurfi að ganga enn lengra og
byggja upp lýðræðislegt menntakerfi með
raunverulegri þátttöku barna og unglinga,
foreldra og aðila utan skólanna sem auðga
menntunina með fjölbreyttum hætti.
Markmiðið er jafnframt að stuðla að opnara
og gegnsærra þjóðfélagi. Þessi leið er tengd
lýðræðislegri fagmennsku.
Í lýðræðislegri fagmennsku felst að
börnin eru þátttakendur og áhrifavaldar
hvað varðar mótun eigin lífs, horft er til
réttarstöðu þeirra, hlustað á þau í bráð og
lengd til að skilja sjónarmið þeirra, áhuga
og fyrirætlanir, leikskólakennarar þurfa að
kynnast þeim vel og komast að raun um
hverjar lífsaðstæður þeirra eru. Þessi hæfni
fagmannsins er forsenda sameiginlegs
skilnings fullorðinna og barna svo og
forsenda árangursríks náms.
Í lærdómssamfélagi leikskólans er verð-
ugt að hafa þessa nálgun í huga við áfram-
haldandi þróun leikskólans á matsaðferðum
samanber ný lög um leikskóla. Forgangs-
verkefni leikskólakennara ætti að vera að
þróa matsaðferðir þar sem sjónarhorn
barnanna er í forgrunni svo og að hafa
forgöngu um að þróa skapandi matsaðferðir
á grundvelli hugmyndafræðilegra áherslna
leikskólans, en ekki bíða eftir að matstækin
komi annars staðar frá. Einni verður að
horfa til jafnréttis og hvernig því er best
náð, ekki síst jafnréttis kynja, kryfja þarf
kynjavíddina og áhrif starfsfólks leikskóla á
mótun kynhlutverka.
Það er ástæða til að fara sér hægt og
stökkva ekki á einhverjar lausnir sem geta
gefið viðsemjendum tilefni til sparnaðar. Og
það er einnig ástæða til að leggja áherslu á
að það þarf ekki að vera sama stjórnunar-
og forystufyrirkomulagið í öllum leikskólum
landsins. Leikskóli með töluverðan fjölda
fagmanna getur þróað annars konar stjórnun
en leikskóli með fáa fagmenn og fjölda af
ungu og óreyndu fólki.
Arna H. Jónsdóttir
Héðan og þaðan úr fyrirlestrinum
• „Ef horft er til leikskólakennara virðast þeir í auknum mæli hafa tekið upp
orðræðu annarra skólastiga, meðal annars hugtakið nemendur í stað börn, líkt og
í gildandi siðareglum, svo og hugtakið kennslu og talað er um skóla, skólastjóra
og kennara svo að samhljómur sé í umræðu um skólastigin. Rætt hefur verið að
undanförnu á félagsvettvangi hvort skilgreina eigi ákveðinn grunn- eða gæðatíma í
leikskóla þegar flest fagfólk er til staðar. Það er einnig nokkuð ljóst að starf með
elstu börnum í leikskólum er byggt upp með ýmsum hætti og misjafnt hvaða
hugmyndafræði býr þar að baki og hvaða leiðir eru farnar.“
• „Ég velti því sterklega fyrir mér hvort mannauður eða fagmennska leikskólakennara
sé ekki enn nýtt sem skyldi í þágu leikskólans sem heildar. Ég er raunar farin
að hafa efasemdir um gagnsemi valdapíramídans í þessu samhengi og velti því
fyrir mér hvort tímabært sé að velta honum á hliðina og umbreyta stjórnunar- og
forystufyrirkomulaginu í þágu aukinnar fagmennsku og mun ákveðnari teymis-
og leiðtogavinnu þvert á leikskólann.“
• „Í flestum löndum hafa stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, mjög mikil áhrif á skynjun
kennara og annarra fagstétta á fagmennsku sinni og virðingarstöðu. Fagstéttir
semja með ákveðnum hætti um faglegt umboð sitt (eða the professional mandate)
við stjórnvöld sem kemur fram í lögum, reglugerðum og ýmsum ákvörðunum,
og jafnhliða er komið á eftirlitskerfi þar sem metið er hvort fagstéttin vinni í
samræmi við það umboð sem um hefur samist eða verið sett á. Beck (1992)
segir að við lifum í áhættuþjóðfélagi (risk society) sem einkennist af óvissu og
ófyrirsjáanleika, og við getum svo sannarlega tekið undir það þessa dagana.“
• „Heilindi fagmannsins felast m.a. í því að hann er meðvitaður um sín eigin gildi,
fordóma og sannfæringu og gerir sér grein fyrir að hann er fyrirmynd að þessu
leyti í samskiptum við mikilvæga aðila. Ábyrgð fagmannsins felst ekki síst í að
láta að sér kveða á opinberum vettvangi þegar velferð og menntun barna á í hlut
og jafnvel að andmæla fagmanni í sinni eigin fagstétt.“
FAGMENNSKA KENNARA