Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 25

Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 25
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 vINNUUMHvERFI KENNARA Björk Einisdóttir er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún er lærður kennari og námsráðgjafi og hefur lengst af unnið við þessi tvö störf í grunnskóla, eða í um tuttugu ár. Kennsluferilinn hóf hún á Grundarfirði og lauk honum í Mosfellsbæ með viðkomu í Hafnarfirði. Björk hefur gegnt mýmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og var meðal annars um hríð formaður Samtaka móðurmálskennara. Í ársbyrjun lauk hún meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræðum, með áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Björk er samstarf heimilis og skóla mjög hugleikið eins og starfsvettvangurinn gefur til kynna og lokaverkefni hennar ber keim af því. Það ber titilinn Breytingar í starfsumhverfi grunnskóla – upplifun kennara á álagi og ágreiningi. „Samskipti kennara og foreldra geta verið miklu betri en nú er“, segir Björk. „Því miður erum við kennarar of oft í varnarstöðu í stað þess að tileinka okkur uppbyggilegar samskiptaleiðir þar sem við getum notað okkur það sem okkur er tamt í starfinu og snýr að því að veita leiðsögn og eiga samskipti sem byggjast á virkri hlustun og jafnræði. Ástæðan held ég að sé sú að kennarastarfið og skólinn hefur hvort tveggja breyst mjög ört og rannsóknin bendir til að það skorti sárlega verkferla um þessi samskipti sem nú eru með öðru sniði en áður fyrr.“ Rannsókn Bjarkar byggist á eigindlegum viðtölum við átta grunnskólakennara sem starfa í fimm grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu, auk þriggja vettvangs- athugana á málþingum og fræðslufundi fyrir skólastjórnendur. Kennararnir höfðu fjögurra til tuttugu og fimm ára kennsluferil að baki, voru af báðum kynjum og kenndu á ólíkum stigum grunnskólans. Meira en tuttugu ára aldursmunur var á þeim yngsta og elsta og vinnustaðir þeirra voru um margt ólíkir. Nokkur atriði komu þó sterkt fram á flestum eða öllum viðmælenda og Björk raðar þeim undir lykilflokka rannsóknar sinnar; breytt starfsumhverfi, samskipti og ágreining. Kennurum var tíðrætt um eftirfarandi þemu: • Breytt starfsumhverfi: Uppeldi og þjónusta á kostnað menntunar, aukin upplýsingagjöf til heimila, skólann vantar bjargráð, margir og óskipulagðir fundir, skortur á mannauðsstjórnun og faglegri skólaumræðu. • Samskipti: Samskipti við foreldra og samfélagið, samstaða innan skólans. • Ágreiningsmál: Staða og ábyrgð stjórn- enda, stjórnunarstíll, vantar verkferla og skýr skilaboð, utanaðkomandi ráð- gjafarþjónustu vantar. Þrátt fyrir að vera reyndir kennarar upplifðu margir þeirra vanmátt og bjargarleysi. Athyglisvert er að flestir töldu sískráningu í Mentor skapa samskiptavanda sem þyrfti að bregðast við, þar sem þessar skriflegu upplýsingar gætu oft valdið misskilningi og tortryggni foreldra. Auk þess væri skráningin tímafrek og ylli kennurum álagi. Kennararnir höfðu áhyggjur af nemendum sínum sem áttu í vanda og töldu stoðþjónustu of rýra, bjargráð fá og úrræðaleysi algengt. Skólar glímdu við fjárskort en einnig væri forgangsröðun stundum einkennileg og meira fé veitt í t.d. tölvukaup en aðstoð við kennara inni í bekkjum eða fjölgun tíma í sérkennslu og námsráðgjöf. Tilgangslausum fundum hefur fjölgað að mati kennara og þeir eru illa undirbúnir vegna tímaskorts og skipulagslausir. Þegar mál færu í hendur nemendaverndarráða væru kennarar ekki hafðir með í ráðum og þar með fríaðir ábyrgð. Stjórnendur væru ekki nógu meðvitaðir um líðan starfsmanna og skorti á hrós og hvatningu, of mikið af tíma þeirra færi í rekstrarmál. Einn kennaranna stakk upp á að við skólana störfuðu starfsmannastjórar sem þá væri hægt að leita til með öll samskiptamál. Samskipti við foreldra upplifðu kennarar oft sem fjandsamleg og sig sjálfa sem sökudólga í samfélaginu. Þeir þyrftu að sitja undir öllu sem við þá væri sagt og stuðning skorti innan skólans í samskiptum við foreldra. Ágreiningur gæti verið alvarlegur og einelti foreldra í garð kennara var nefnt. Almennt fannst kennurum góð samstaða innan hópsins en hins vegar skorta á samstarf, ekki síst milli almennra kennara og annarra starfsmanna, svo sem stuðningsfulltrúa og sérkennara. Fólk væri mismikið inni í málum sem varðaði starf þess, til dæmis einstakra nemenda. Í eftirþönkum segir Björk meðal annars: • Mikilvægt er að samskipti heimilis og skóla þróist frá skotgrafahernaði átakastjórnmála til samráðs og sátta- stjórnmála. • ... vonandi [eygjum við] bjartari tíma ef Kennarasamband Íslands svarar kalli kennara eftir verklagsreglum fyrir þá sem koma að ýmsum viðkvæmum málum í skólum hér á landi, svo sem ýmiss konar samskiptavanda og ágreiningi, eins og stefnt er að. • Til þess að koma í veg fyrir vantraust og misskilning er æskilegt að skólinn setji sér samskiptareglur í nýju umhverfi Nets og upplýsingatækni. Full þörf er á að taka þennan þátt inn í kennaramenntunina. Upplifun kennara af álagi og ágreiningi Áhugaverð rannsókn á sviði vinnuverndar og samskipta kennara og foreldra Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög áhugaverðar og sýna vel gildi eigindlegra rannsókna og hversu þær geta dýpkað skilning okkar ef vel er að verki staðið. Hér verður einungis tæpt á nokkrum atriðum en áhugasömum lesendum er bent á að hafa samband við Björk Einisdóttur, bjorke@simnet.is Einn kennaranna stakk upp á að við skólana störfuðu starfsmannastjórar sem þá væri hægt að leita til með öll samskiptamál. Vinnuumhverfi Björk byggir umfjöllun sína á skilgreiningu þemanefndar KÍ um vinnuumhverfi frá 2003, en skilgreiningin á rætur að rekja til DLF, samtaka kennara og stjórnenda í dönskum grunn- skólum. Sjá nánar um vinnuumhverfis- nefnd KÍ og vinnuumhverfismál hér: www.ki.is/Pages/892 Björk Einisdóttir 25

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.