Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Hugrún Hannesdóttir og Ásgerður Diljá Karlsdóttir nemendur í Landakotsskóla á leið heim úr skólanum. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Það er gott að vera þar sem gleðin býr 3 Leiðari: Sama rósin sprettur aldrei aftur 4 Gestaskrif: Að borða ljóð 5 Kjaramál: Fæðingarorlof 7 KÍ: Niðurskurður og viðbrögð 8 Bók: Orðspor eftir Gunnar Hersvein 10 Umræða: Heimspekikennsla í meira en aldarfjórðung á Akureyri 11 Fréttir: Kennarar velja besta bíó, sálrænn stuðningur, annaruppbót o.fl. 12 Kennaraviðtalið: Listin eykur vellíðan og gerir okkur glöð 13 KÍ: Aukafulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara 16 Ráðstefna: Að marka spor – fjölmenn ráðstefna RannUng og FL 18 Fyrirlestur: Fagmennska leikskólakennara 18 Skólasöfn í grunnskólum: Í hjarta skólans 21 Hönnun og smíði: Rannsókn á verkefnavali grunnskólanemenda 22 Pistill: Fíflarækt 24 Listir: Hjónin Margrét og Stephen semja bækur saman 24 Rannsókn: Álag og ágreiningur í grunnskólum 25 KÍ: Stjórnendur í framhaldsskólum á góðu námskeiði 26 Fréttir: Ný Bínubók, Rannsóknasjóður leikskóla lagður niður o.fl. 28 Námsgögn: Sólblómanám, verðlaunuð kennsluforrit í náttúruvísindum 30 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Nemandi í leikskóla sagði í tilefni af umræðu um liti og tilfinningar: „Það er rauður dagur hjá mér. En það er svartur dagur hjá pabba.“ Þetta atvik átti sér stað einn af upphafsdögum ástandsins. Þegar börnin voru orðin kreppuvanari tveimur mánuðum síðar voru nokkrar stelpur í fjórða bekk grunnskóla að búa til leikrit og taka senur upp á gemsana sína. Leikritið hét Þegar alþingismennirnir stálu jólunum. Ein lék Davíð og önnur Geir. Af spjalli við kennara heyri ég af líðan nemenda, hún virðist mismunandi eftir búsetu og kannski erfiðara í nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu en víða annars staðar. Unglingur skrifaði fallega hvatningargrein í Moggann og sagði meðal annars: „Jafnvel þótt ég sé bara fimmtán ára þá hugsa ég mjög mikið um pólitík, stjórnir og daglegar fréttir á Íslandi. Sérstaklega núna nýlega, þar sem staðan á íslensku krónunni snertir okkur öll. Það er hægt að líta á þingmennina eins og okkur börnin í efstu bekkjum grunnskóla og upp í framhaldsskóla,“ segir greinarhöfundur Sunna Kristinsdóttir, „það bara hvílir meiri ábyrgð á þeim. Ég er í nemendaráði í mínum skóla og hef tekið eftir því að við „krakkarnir“ högum okkur alveg eins og lítil þjóð. Jafnvel þótt við viljum öll það sama, þ.e. að allir séu ánægðir með okkar vinnu og árangur, þá höfum við öll mismunandi hugmyndir um hvernig við gætum farið að því.“ Einn af þessum þingmönnum, Guðbjartur Hannesson fyrrverandi skólastjóri á Akranesi, skrifaði grein um skólamál á Vesturlandi í Skessuhorn þann 21. október. Hann segir meðal annars: „Nú þegar áföll eru í efnahagslífinu og atvinnuhorfur slæmar er mikilvægara en nokkru sinni að efla menntun, rannsóknir og nýsköpun, horfa til framtíðar og bæta okkar samfélag með nýjum gildum og góðum tækifærum fyrir fólk til náms alla ævi.“ Börn og unglingar hlusta á fréttir og fylgjast með okkur sitja þungbúin framan við fréttaveiturnar. Þau sem eru viðkvæm geta borið skaða af. Margir unglingar sem velta fyrir sér sjálfsvígi sýna einhver af eftirfarandi hegðunareinkennum: Tala um sjálfsvíg eða almennt um dauðann, tala um að „fara burt“, tala um vonleysi eða að þau séu með samviskubit, draga sig í hlé frá vinum eða fjölskyldu, missa áhugann á að taka þátt í því sem þeim fannst áður gaman, eiga erfitt með að einbeita sér eða hugsa skýrt, breyta svefnvenjum sínum eða matarvenjum, hegða sér hættulega eins og með því að drekka áfengi, nota eiturlyf eða keyra hratt. Þann 20. október sl. var Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi á börnum. Samtökin Barnaheill héldu ráðstefnu af því tilefni en þau opnuðu nýverið nýjan upplýsingavef, Verndum börn gegn ofbeldi. Þar er gátlisti með vísbendingum um vanlíðan hjá barni: Skapsveiflur; mikill grátur; minnkandi matarlyst og breytingar á matarvenjum; breytingar á hegðun í skóla eða gagnvart öðru fólki; persónuleikabreytingar; óframfærni/hlédrægni; hræðsla við að fara heim eða strok að heiman; erfiðleikar við að einbeita sér; óútskýrð hræðsla svo sem við myrkur, að vera eitt, við tiltekið fólk eða staði eins og svefnherbergi eða salerni; svefnvandamál, martraðir og/eða hræðsla við að fara að sofa eða sofa eitt. Fjölmargir aðilar hafa sett forvarnir á oddinn í starfi sínu undanfarnar vikur og má nefna Heimili og skóla og SAFT verkefnið, Kennarasambandið, Lýðheilsustöð, Landlæknisembættið og verkefnið Þjóð gegn þunglyndi ásamt upplýsingavef þeirra um geðheilsu barna og ungmenna umhuga.is, ráðuneyti menntamála og félagsmála, reykvíska vefinn Börnin í borginni, Rauða krossinn, ýmis sveitarfélög og skólaskrifstofur, BUGL, Umboðsmann barna og marga fleiri.Ekki má gleyma að Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans var þann 5. desember sl. og af því tilefni var settur á netið hinn stórgóði vefur Sjálfboðaliði.is, Fátt er meira þroskandi fyrir börn en að kynnast sjálfboðaliðastarfi. Í lokin - ef fólki líður illa er ekki nóg að klappa því á bakið og segja því að vera jákvætt, eins og Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur bent á (sjá m.a. grein í DV 9. október). Fólk þarf að fá að tala um hlutina og aðrir þurfa að taka sér tíma til að hlusta. Svo þarf í sameiningu að finna út hvað er enn gott og í lagi. Það er býsna margt! Gleðileg jól, Kristín Elfa Guðnadóttir Sama rósin sprettur aldrei aftur Mikilvægi kennara og menntunar, börn sem líður illa, forvarnir og gátlistar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.