Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 13

Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 13
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 KENNARAvIÐTALIÐ 13 Elíza María Geirsdóttir Newman er fjölhæf og klár listakona og vill að allir krakkar hafi aðgang að margskonar listnámi. Hún er tónlistarmaður og kennari og flestir, ef ekki allir, muna eftir henni í hljómsveitunum Kolrössu krókríðandi og arftaka hennar, Bellatrix. Elíza kom í Kennarahúsið í spjall yfir kaffibolla nýverið. Hún er látlaus í fram- komu, hefur mikla útgeislun og það er grunnt á kímninni og hugsjónunum. Þetta er veglegt nafn sem þú berð, spyr blaðamaður, hvaðan kemur það? „Ég heiti Elíza eftir móðursystur minni og nafnið er stafsett með zetu eins og hjá henni. Frá föðursystur minni fæ ég svo Maríunafnið. Föðurafi minn var frá Missouri í Bandaríkjunum og þaðan kemur ættarnafnið Newman. Geir faðir minn fékk ekki að nota það um langa hríð vegna þáverandi nafnalaga. Þegar hann svo ákvað að taka Newman upp aftur fyrir nokkrum árum gerðum við bróðir minn það líka en eldri systir mín ekki, við bíðum bara eftir henni,‟ segir Elíza og brosir. Mjór Erró eða geðveik norn? Elíza María fæddist árið 1975, alin upp í Keflavík og henni fannst skólagangan skemmtileg. „Fyrst fór ég í leikskólann Tjarnarsel og var á Fíladeild, mér fannst mjög gaman í leikskóla. Svo fór ég í Myllubakkaskóla í Keflavík sem þá var barnaskóli, að honum loknum tók Holtaskóli við fyrir unglingana en báðir þessir skólar eru núna fyrir alla tíu bekki grunnskólans. Ég hef alltaf verið mjög heppin með kennara og í Myllubakkaskóla kenndi mér til dæmis Gunnar Þór Jónsson [nú skólastjóri Heiðarskóla, innskot blm.], mjög fínn kennari. Ég var líka ágæt sem nemandi, róleg og svolítið dreymin. Svo var ég líka frekar feimin sem barn en notaði húmorinn til að vinna gegn því og troða mér í sviðsljósið. Innst inni er ég frekar innhverf og einræn og um tíma langaði mig mikið til að eiga taminn hrafn og vera geðveik norn hátt uppi í fjalli. Hver veit! En í skólanum stóð ég mig líklega best í myndlist og tónmennt og byrjaði snemma að læra á fiðlu í tónlistarskóla.‟ Helsti draumur Elízu í bernsku var samt ekki að verða norn, tónlistarmaður eða kennari, nei, hana langaði að breytast í eins konar Erró, verða mjór myndlistarmaður í París og dreypa á rauðvíni milli þess sem listaverkin urðu til. „Ég var mjög spennt fyrir þessu‟, segir Elíza, „og fannst gaman að teikna. Kannski geri ég seinna eitthvað meira með þetta!‟ Frá Holtaskóla til London Á unglingsárunum vék Erró fyrir Sykur- molunum og öðrum hljómsveitum. „Þá var ég komin í Holtaskóla,‟ segir Elíza, „og við skólaskiptin voru bekkirnir stokkaðir upp. Við vorum þarna nokkrar skrítnar sem fundum hver aðra og þreifuðum fyrir okkur á vettvangi athyglissýkinnar, hvar henni væri best þjónað. Við vorum meðal annars um tíma í Leikfélagi Keflavíkur. Þá vorum við mjög hrifnar af keflvísku hljómsveitinni Listin eykur vellíðan og gerir okkur glöð Við vorum þarna nokkrar skrítnar sem fundum hver aðra og þreifuðum fyrir okkur á vettvangi athyglissýkinnar, hvar henni væri best þjónað.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.