Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 8
8 ÁFRAM KENNARAR SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Eiríkur Jónsson formaður KÍ hefur varað við og talað gegn niðurskurði í skólakerfinu, slíkt hið sama hefur menntamálaráðherra gert, reyndar á sama tíma og skorið er hressilega niður í ráðuneytinu og framhalds-skólunum sem það rekur. Sveitarfélög berjast í bökkum og ráðningarbann er nú veruleiki sem skólar standa frammi fyrir, kennara- uppsagnir er hafnar (samanber uppsögn heimilisfræðikennara í Hrafnagilsskóla) og svona má áfram telja. En undir þessu má hins vegar ekki sitja. Niðurskurður til menntamála hefur leitt til ófarnaðar fyrir samfélög sem fara þá leið í þrengingum. KÍ beinir því til félagsmanna sinna að setja sig í samband við skrifstofuna í Kennarahúsinu, s. 595 1111, ef þeir eru í óvissu um einhver mál er varða starf þeirra og starfsöryggi. Sama ef um uppsagnir er að ræða. Um þær gilda sérstök ákvæði sem mikilvægt er að vinnuveitendur virði. Vonarhópurinn Allir sem láta sér annt um menntun þurfa sameiginlegan vettvang til að ráða sínum ráðum. Þegar hefur verið stofnað til mikilvægs samstarfs hér og þar, til að mynda er Kennarasambandið og mennta- vísindasvið HÍ farin að ræða saman um mikilvæg málefni tengd menntun, nánari upplýsingar um þetta samstarf verða birtar á vef KÍ www.ki.is innan tíðar. Þá hefur fulltrúi KÍ að undanförnu starfað í sk. Vonar- hópi með fulltrúum menntavísindasviðs HÍ og Landlæknisembættisins. Í hópnum er rætt um samfélagsaðstæður og áhrif þeirra á störf kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna skóla. Mikið mæðir á starfsmönnum skóla sem gegna mikilvægu hlutverki gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra við þessar óvenjulegu aðstæður. Haldnir verða fundir og einnig er fyrirhugað að bjóða fram liðveislu og fræðslu í skólum á komandi mánuðum. Þann 3. desember sl. var haldinn fundur í Stakkahlíð á vegum hópsins undir yfirskriftinni Ástandið í grunnskólunum haustið 2008. Þar fluttu erindi þau Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Edda Rós Karls- dóttir hagfræðingur og Páll Skúlason heimspekingur. Fundinum var sjónvarpað og auglýsing um hann send öllum félags- mönnum KÍ. Upptöku má skoða á mms:// st reymir.kh i . i s/s jonvarp_upptokur/ Utsending03122008.wmv Börnin í borginni Þá má nefna teymi sem stofnað var til af Reykjavíkurborg og nefnist Börnin í borginni. Kennarar eiga aðild að teyminu og þar með möguleika á að berjast gegn niðurskurði. Hlutverk teymisins er að: 1. Fylgjast með líðan barna og starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar. 2. Leita leiða til að minnka og hafa áhrif á vanlíðan vegna álags og streitu. 3. Fylgjast með tölulegum upplýsingum sem gefa vísbendingar um breytta fjárhagsstöðu heimilanna. 4. Stuðla að samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og unglinga í borginni. Sjá nánar á www.rvk.is/desktopdefault.aspx/ tabid-1488/2281_read-12722/, þar er meðal annars fréttabréf teymisins og hagnýtir tenglar. Lesendur sem búa yfir upplýsingum um hag barna eða hafa hugmyndir sem þeir vilja koma á framfæri geta sent tölvupóst á netfangið bornin@reykjavik.is Enn vantar heildarvettvang á landsvísu Auk þess sem hér hefur verið nefnt eru ýmsir að ræða saman um skóla, nemendur og börn, má þar nefna Heimili og skóla, Landlæknisembættið, Miðstöð heilsuverndar barna, stjórnmálaflokkana og fleiri. Yfir- lýsingar hafa verið birtar í þeim tilgangi að standa vörð um hag barna og er það vel. Vefsvæðið Umhuga.is var stofnað með margvíslegum gagnlegum upplýsingum. Þá eru, auk Kennarasambandsins, aðildar- félaga þess, menntamálaráðuneytisins, skólaskrifstofa sveitarfélaga, Heimilis og skóla og kennaramenntunarstofnana, til nokkur fleiri samtök og opinberar sem óopinberar stofnanir sem láta sig menntun varða, má þar nefna Samtök áhugafólks um skólaþróun og Félag um menntarannsóknir. Enn skortir þó heildarvettvang á landsvísu til að standa vörð um menntun, sem er, eins og við vitum, eitt öflugasta vopn í baráttu fyrir jafnrétti og velferð barna sem til er. Samráð aðila vinnumarkaðar Þann 27. nóvember sl. áttu fulltrúar KÍ og annarra samtaka launafólks fund með fulltrúum vinnuveitenda, þ.m.t. fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Á þeim fundi var rætt um hvort mögulegt væri að öll samtök launafólks og vinnuveitenda kæmu sér saman um meginlínur í kjarasamningagerð á árunum 2009 og 2010. Í megindráttum er spurningin sú hvort samtök launafólks geti sæst á að laun hækki ekki um meira en 3,5% á árinu 2009 og 2,5% á árinu 2010. Þetta væri að sjálfsögðu háð því að sæmileg sátt næðist um mörg mál er varða þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Hér er fyrst og fremst vísað til velferðarmála almennt og einnig gjaldskrármála og annarra málaflokka sem hafa áhrif á útgjöld fjölskyldna. Samráð innan KÍ – ályktun um skólastarf og menntun Stjórnir og samninganefndir allra aðildar- félaga KÍ til fundar þann 5. desember til að ræða aðkomu KÍ að áframhaldi þessarar vinnu. Þar flutti Oddur S. Jakobsson erindi um efnahagsástandið og tengsl þess við kjarasamningagerð og formenn félaga gerðu grein fyrir stöðu kjaramála. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sameiginlegur fundur stjórnar og kjararáðs Kennarasambands Íslands og stjórna og samninganefnda aðildar- félaga KÍ skorar á menntamálaráðherra, Alþingi og sveitarfélög að standa vörð um menntun á Íslandi. Góð menntun er grunnstoð samfélagsins og gildi hennar verður ekki metið til fjár. Í því umróti sem nú stendur yfir er áframhaldandi öflug menntun landsmanna mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Fundurinn skorar á menntamálayfirvöld að verja skóla- starf og menntun í landinu þannig að nemendur og fjölskyldur þeirra geti ávallt treyst á skólann sem öruggan og þroskavænlegan vinnu- og dvalarstað. Menntayfirvöld styðji þannig við bakið á starfsfólki skóla sem nú þegar vinnur við erfið skilyrði frekar en gera störf þess erfiðari.“ Niðurskurður og viðbrögð

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.