Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 14
14 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Pandóru, sem seinna breyttist í Deep Jimi and the Zep Creams. En þar sem okkur fannst ekki koma til greina að gerast grúppíur, það var ekki kúl, þá ákváðum við að stofna okkar eigin hljómsveit. Þannig slógum við þrjár flugur í einu höggi: Fengum athygli, strákarnir birtust og við gátum hneykslað, sem var ekki sísti bónusinn. Það var svo Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og systir Estherar hljómsveitarmeðlims sem fann nafnið Kolrassa krókríðandi í þjóðsögum Jóns Árnasonar og stakk upp á því við okkur. Það var eins og kviknaði á sextíu watta peru í kollinum á mér við að heyra þetta, ég féll strax fyrir því og hinar stelpurnar líka.‟ Stelpurnar í Kolkrössu gerðu sér lítið fyrir og unnu Músíktilraunir árið 1992, þá tæpra sautján ára. Þær náðu talsverðum vinsældum hérlendis og seinna breyttu þær nafni sveitarinnar í Bellatrix, fóru til Bretlands og túruðu um alla Evrópu við góðan orðstír. Þetta var skemmtilegur tími að sögn Elízu en hún bjó alls sjö ár í Bretlandi og er enn með annan fótinn í landinu, fyrst sem söngnemandi í óperustúdíói Sigríðar Ellu og síðar sem hljómlistarmaður. Þótt hún búin á Íslandi núorðið spilar hún enn ytra en núna „á klúbbum, frekar en búllum“ eins og hún orðar það. Elíza er á listamannalaunum út desember og hefur verið að semja og taka upp auk þess að spila með Arndísi Hreiðarsdóttur píanóleikara í London. „Nú síðast á Slaughtered Lamb,“ segir Elíza, „mjög sérstakur staður, crazy teppi á gólfinu, sixtís stólar og borð, þetta var svona eins og að labba inn í Austin Powers mynd.“ Kolrassan er þarna ennþá Elíza var aðaltextahöfundur Kolrössu og Bellatrix en segist ekki vera mikil orðakona þrátt fyrir textagerðina og mikinn bók- lestur í uppeldinu. Mamma hennar, Eygló Þorsteinsdóttir, hélt bókum að dótturinni en Eygló varð bráðkvödd á jóladag fyrir tveimur árum, einungis fimmtíu og fimm ára að aldri. „Mamma rak bókabúðina Nesbók í Keflavík,‟ segir Elíza „og það var mjög gott að alast upp í bókabúð. Mamma var mikill lestrarhestur, hún elskaði orð og systkini mín hafa erft þetta frá henni. Ég er meira í litum og tónum, sé myndir þegar ég heyri tónlist og tengi þetta allt saman. Mamma kynnti mig fyrir ljóðum sem ég nota til að fá góðar hugmyndir í textagerð og til að efla mig í málinu og læra fleiri orð. Ég var alltaf hrifin af Steini Steinarr þegar ég var yngri og Gunnar Dal og Jón úr Vör voru líka í uppáhaldi. Ég les ennþá ljóð og finnst alltaf gaman að fá ljóðabækur að gjöf. Þegar ég var yngri notaði ég mikið það sem var nærtækast í textagerðina, semsagt mína eigin reynslu, og svo var líka alltaf einhver kynjapólitík í textunum. Núna eru textarnir innhverfari. En þó að ég hafi róast er alltaf einhver þráður í mér sem togar mig í áttina að því sem er öðruvísi. Ég er alltaf til í að taka séns og mér finnst það gefa lífinu lit að gera ekki alltaf það sama. Það er engin spurning að Kolrassan er þarna ennþá.‟ Tónlist raunverulega fyrir alla og áhersla á sköpunarþáttinn Elíza lærði söng í Söngskóla Reykjavíkur og fór í framhaldi af því til Sigríðar Ellu í London sem fyrr er getið. Eftir að hún kom heim benti mamma hennar henni á nýtt kennararéttindanám í Listaháskóla Íslands. „Ég fór í þetta nám og það var æðislegt,‟ segir Elíza. „Þarna voru frábærir kennarar, Sigfríður Björnsdóttir, Kristín Valsdóttir og fleiri. Við vorum hvött til að hugsa öðruvísi og nálgast viðfangsefnin úr ýmsum áttum. Ég áttaði mig á því hversu upplifun mín af tónlist er mótuð af tónlistaruppeldinu sem ég fékk og fannst sérstaklega athyglisvert hvað hægt er að kenna tónlist á margan hátt. Það sem ég hef mestan áhuga á er gildi þess að ná til allra. Við verðum að ná til allra! Ég vil líka að lögð sé meiri áhersla á kennslu í að hlusta og njóta tónlistar, ekki bara að spila. Mér finnst áhugavert að tengja listgreinar meira saman í skólum en nú er gert og svo vil ég auðvitað auka mjög vægi listgreina í skólastarfi, ég held að það sé töluvert gert í leikskólum en svo minnkar þetta mikið í grunnskólum og að ég tali ekki um í framhaldsskólum. Listnám er gott fyrir hugann og eykur skapandi hugsun. Listin gagnast okkur reyndar vel í öllu, hún auðveldar okkur að sjá hlutina frá mörgum sjónarhornum, eykur vellíðan og gerir okkur glöð. Við þurfum að efla tengslanet listgreinakennara, það er brýnt að fá meira flæði á milli kennara, og í tónlistarkennslu í grunnskólum vil ég að meiri áhersla sé lögð á sköpunarþáttinn. YouTube og tónlist nemenda „Það vekur áhuga minn hversu hægt er að koma að kennslu á marga og ólíka vegu eins og ég sagði áðan,“ heldur Elíza áfram. „Þegar ég útskrifaðist sem kennari langaði mig að prófa ýmislegt sem ég hafði kynnst eða dottið í hug í skólanum. Ég réð mig því til Brúarskóla af því þar gat ég unnið með Skólarnir: Tjarnarsel Myllubakkaskóli Holtaskóli Fjölbrautaskóli Suðurlands Söngskólinn í Reykjavík Óperustúdíó Sigríðar Ellu Magnúsdóttur Listaháskóli Íslands Hljómsveitirnar: Kolrassa Krókríðandi Ótukt Bellatrix Skandinavia Ég vann til dæmis með kvikmyndir og kvikmyndatónlist og notaði YouTube mikið þar sem maður gat byrjað á sögulegum staðreyndum og farið svo beint í að hlusta og og horfa á tónlistina í framhaldi af því, nemendur tengdu strax við það. KENNARAvIÐTALIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.