Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 26

Skólavarðan - 01.12.2008, Síða 26
26 NÁMSKEIÐ, ÁLYKTUN SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Félag fagfólks á skólasöfnum lýsir yfir mikilli óánægju með að ákvæði um skólasöfn skuli hafa verið fellt úr nýjum grunnskólalögum. Í lögunum frá 1995 segir: „Í hverjum grunnskóla skal vera skóla- safn. Skólasafn er eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu og skal búnaður safnsins varðandi húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfsfólk taka mið af því “ (nr. 66, 54. gr, .). Ekkert í starfi grunnskólanna kallar á að ákvæði þetta sé fellt út. Miklu heldur hefur mikilvægi skólasafnanna aukist. Í dag telst skólinn allur heildstætt námsumhverfi og skólasafnið mikilvægur miðpunktur alls starfs þar. Þar fer fram fjölbreytt starf sem tengist öllu námi nemenda. Þar er miðstöð þekkingar í skólanum, aðstaða til upplýsingaleitar í bókum og tölvum, og nemendur jafnt sem kennarar fá þar aðstoð við margs konar verkefni og úrvinnslu. Ýmis konar lestrarhvatning er einnig stór hluti af starfi safn- anna og gott skólasafn getur mótað lestrarvenjur og lestrarlöngun nemenda. Félag fagfólks á skólasöfnum telur afar mikilvægt að laga- ákvæði séu til staðar varðandi tilurð skólasafna. Að öðrum kosti er hætt við að á tímum samdráttar verði ekki nægjanlega hlúð að þeirri mikilvægu starfsemi sem þar fer fram. Því leggur félagið til að við endurskoðun nýrra laga öðlist skólasöfnin aftur fyrri stöðu og að lagagrein sambærileg 54. grein laga 66/1995 verði þar að finna. Félag fagfólks á skólasöfnum Félag stjórnenda í framhaldsskólum, FS, gekkst fyrir námskeiði í jafningjastjórnun í Keflavík dagana 3.-4. nóv. sl. Námskeiðið var ágætlega sótt enda efnið spennandi. Stjórnendur í íslenskum framhaldsskólum eru flestir kennarar með langa kennslureynslu en hafa fæstir stjórnunarmenntun. Þeir fá almennt enga sérstaka þjálfun í að skapa góðar vinnuaðstæður, leysa vandamál eða tileinka sér ákveðna stjórnunarhætti. Það er því veruleg þörf meðal stjórnenda fyrir þjálfun í stjórnun og samskiptum, sjálfsstyrkingu, hvatningu og endurgjöf. Markmið námskeiðsins var að efla þessa þætti hjá stjórnendum með fyrirlestrum og hópverkefnum. Eyþór Eðvaldsson, vinnusálfræðingur hjá Þekkingarmiðlun, fór á kostum, hann fjallaði um hvað jafningastjórnun eða sérfræðingastjórnun væri og ræddi meðal annars um góða og slæma ákvarðanatöku, mistök og ágreining á vinnustað. Hann lét til dæmis hvern og einn æfa hagnýta spurningatækni og hlustun, leysa úr dæmigerðum vandamálum við tilbúnar aðstæður og kryfja eigin stjórnunarstíl. Að þessu loknu stormaði hópurinn yfir í næsta bæjarfélag þar sem byggðasafnið var heimsótt en síðan biðu dýrindis veitingar á bæjarskrifstofunum þar sem Oddný Harðardóttir, fyrrverandi aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er bæjarstjóri. Að dagsverki loknu var hátíðarkvöldverður á Hótel Keflavík með tilheyrandi ræðuhöldum og gamanmálum. Að morgni þriðjudags héldu tveir félagsmenn fróðleg erindi. Ólafur H. Sigurðsson í FÁ sagði frá námi sínu í Ástralíu og upplifun af skólakerfinu þar. Hann fjallaði m.a. um framlög þarlendra til menntamála, of litla og hæga endurnýjun skólameistara, ofurtrú á mælikvarða og um ákvarðanatöku í skólum. Sigurrós Erlingsdóttir í MS fjallaði um markvissar heimsóknir í kennslustundir og aðkomu stjórnenda að þeim en ávinningur slíkra heimsókna er meðal annars að rjúfa einangrun kennara og safna gögnum un hvernig nám og kennsla fer fram. Þótt það væri gaman á námskeiðinu sótti syfja að sumum! Ljósmyndari: Sigurrós Erlingsdóttir. Það voru sælir FS-menn sem héldu til síns heima á þriðjudaginn, fullir eldmóðs og vinnugleði. Félagið stefnir að því að halda slík námskeið a.m.k. einu sinni á ári og helst að komast í skólaheimsóknir erlendis annað hvert ár en slíkar ferðir eru eins og vítamínsprauta fyrir störfum hlaðna stjórnendur sem hafa lítið svigrúm til endurmenntunar. Steinunn Inga Óttarsdóttir, ritari FS Stjórnendur í framhaldsskólum á skemmtilegu námskeiði Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ályktun um skólasöfn

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.